„Spriklandi fiskur hvert sem litið var“

Beitir NK 123 að veiðum. Mynd úr safni.
Beitir NK 123 að veiðum. Mynd úr safni. Ljósmynd/Haraldur Hjálmarsson

„Þegar komið var á svæðið heyrðist áberandi hviss hljóð þegar gengið var út á brúarvænginn enda spriklandi fiskur í yfirborðinu hvert sem litið var. Þetta voru heilu breiðurnar. Við vorum fyrstir á svæðið og brátt voru komin fleiri skip.“

Þetta segir Tómas Kárason, skipstjóri á Beiti NK, en síðdegis í gær kom Beitir að vaðandi makríl á Langabanka sunnan við Hvalbakinn. Kraumaði þá í sjónum á stóru svæði á bankanum og austur- og norðaustur af honum, og virtist mikið af fiski vera á ferðinni.

Beitismenn tóku eitt hol um fimm leytið, drógu í hálftíma og fengu 500 tonn, að því er fram kemur á vef Síldarvinnslunnar.

Tómas skipstjóri segir að þeir hafi í reynd rétt dýft niður trollinu en þarna hafi fiskurinn verið þéttur og í miklu magni.

Í brúnni á Beiti í gær. Aðeins hálftíma tók fyrir ...
Í brúnni á Beiti í gær. Aðeins hálftíma tók fyrir Beitismenn að ná 500 tonnum. Ljósmynd/Síldarvinnslan

Gengur á ýmsu

„Þetta var alveg hreinn makríll sem fékkst og fiskurinn var afar stór, 526 grömm að meðaltali,“ segir hann og bætir við að sum skipanna sem komu í kjölfarið hafi fengið góðan afla á stuttum tíma, en önnur fengið lítið.

„Eftir þetta eina hol gerðum við hlé á veiðum enda er nú verið að landa úr Berki í fiskiðjuverið í Neskaupstað og Bjarni Ólafsson bíður löndunar. Það er með ólíkindum, miðað við fiskinn sem sást í gær, að nú er lítið um að vera hjá skipunum. Það gengur á ýmsu á makrílveiðunum núna.“

mbl.is
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 21.9.17 312,26 kr/kg
Þorskur, slægður 21.9.17 335,20 kr/kg
Ýsa, óslægð 21.9.17 272,99 kr/kg
Ýsa, slægð 21.9.17 185,69 kr/kg
Ufsi, óslægður 21.9.17 80,04 kr/kg
Ufsi, slægður 21.9.17 113,65 kr/kg
Djúpkarfi 15.9.17 141,00 kr/kg
Gullkarfi 21.9.17 144,13 kr/kg
Blálanga, óslægð 21.9.17 219,00 kr/kg
Blálanga, slægð 21.9.17 251,25 kr/kg

Fleiri tegundir »

21.9.17 Skjótanes NS-066 Handfæri
Þorskur 2.346 kg
Ufsi 33 kg
Samtals 2.379 kg
21.9.17 Drífa GK-100 Plógur
Sæbjúga hraunpussa 685 kg
Samtals 685 kg
21.9.17 Skarphéðinn SU-003 Handfæri
Þorskur 2.305 kg
Ufsi 14 kg
Samtals 2.319 kg
21.9.17 Straumur EA-018 Handfæri
Þorskur 1.573 kg
Samtals 1.573 kg
21.9.17 Auður Vésteins SU-088 Lína
Þorskur 117 kg
Hlýri 85 kg
Ufsi 50 kg
Steinbítur 14 kg
Karfi / Gullkarfi 3 kg
Samtals 269 kg

Skoða allar landanir »