Afli strandveiðanna aldrei meiri

Strandveiðar í mynni Eyjafjarðar. Mynd úr safni.
Strandveiðar í mynni Eyjafjarðar. Mynd úr safni. mbl.is/Sigurður Ægisson

„Aflinn hefur aldrei verið meiri. Hann er núna 9.244 tonn og þar af er þorskur kominn í 8.800 tonn, sem er líka met, en þorskaflinn í fyrra endaði í 8.555 tonnum. Ég reikna með að hann fari alveg yfir 9.000 tonn núna.“

Þetta segir Örn Pálsson, framkvæmdastjóri Landssambands smábáteigenda í samtali við mbl.is, en afli strandveiðibáta hefur aldrei verið meiri en í ár, frá upphafi strandveiða árið 2009. Örn bendir enn fremur á að aflinn í hverjum róðri hafi heldur aldrei verið meiri.

„Hann er að meðaltali 624 kíló núna í ár og eru veiðarnar þannig mun skilvirkari.“

Hér að neðan má sjá töflur yfir aflann eins og hann stóð við lok mánudagsins 14. ágúst.

Mikilvægt fyrir smáu byggðarlögin

Aflinn á síðasta ári sló einnig met og segir Örn að strandveiðarnar séu á réttri leið hvað það varðar.

„Það er náttúrulega mjög jákvætt hvað ráðherrann tók vel í það að bæta aðeins við aflaheimildirnar í strandveiðunum. Við reiknum með því að það verði gert mun betur á næsta ári, því það er almenn ánægja með þennan veiðiskap.“

Um sé að ræða góða þróun fyrir byggðarlög landsins og stjórnkerfi fiskveiða, „að það sé svona smá hola þar sem menn geta farið út, fiskað og selt afla án þess að þurfa að leigja sér kvóta. Sérstaklega er það mikilvægt fyrir þessi smáu byggðarlög úti á landi,“ segir Örn.

Bátarnir færri en áður

Bátunum hefur þó fækkað á sama tíma. Hafa þeir ekki verið jafnfáir á heilu ári.

„Þeir eru núna 594 og hefur fækkað um sjötíu á milli ára, en flestir voru þeir 759 árið 2012.“

Ein helsta ástæðan fyrir þessari fækkun er mikil verðlækkun á fiski.

„Menn töldu sig ekki hafa nægilega mikið að fá út úr strandveiðunum, og kannski líka þetta góða atvinnuástand í landinu sem hefur orðið til þess að þeir hafa fundið sér arðbærari vinnu. Það náttúrulega munar heilmiklu þegar fiskverð lækkar svona verulega, eins og það hefur nú gert.“

Ufsaaflinn er nú ekki nema 300 tonn en var mestur tæp 1.300 tonn árið 2011. Á síðasta ári var hann 465 tonn.

mbl.is
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 22.11.17 351,70 kr/kg
Þorskur, slægður 22.11.17 345,31 kr/kg
Ýsa, óslægð 22.11.17 329,79 kr/kg
Ýsa, slægð 22.11.17 291,61 kr/kg
Ufsi, óslægður 22.11.17 100,00 kr/kg
Ufsi, slægður 22.11.17 145,12 kr/kg
Djúpkarfi 16.11.17 35,00 kr/kg
Gullkarfi 22.11.17 242,69 kr/kg
Litli karfi 1.11.17 9,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 20.11.17 215,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

22.11.17 Saxhamar SH-050 Dragnót
Þorskur 6.973 kg
Skarkoli 245 kg
Ýsa 48 kg
Lúða 21 kg
Þykkvalúra / Sólkoli 4 kg
Samtals 7.291 kg
22.11.17 Fjölnir GK-157 Lína
Tindaskata 3.062 kg
Samtals 3.062 kg
22.11.17 Þórunn Sveinsdóttir VE-401 Botnvarpa
Þorskur 22.589 kg
Karfi / Gullkarfi 10.228 kg
Djúpkarfi 1.276 kg
Samtals 34.093 kg
22.11.17 Drangavík VE-080 Botnvarpa
Langa 1.868 kg
Lýsa 1.472 kg
Karfi / Gullkarfi 1.218 kg
Samtals 4.558 kg

Skoða allar landanir »