„Mun koma í bakið á okkur öllum“

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sjávarútvegsráðherra.
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sjávarútvegsráðherra. mbl.is/Eggert

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sjávarútvegsráðherra, fundaði í gær með Per Sandberg, sjávarútvegsráðherra Noregs. Þetta upplýsir hún í samtali við mbl.is.

Á fundinum var meðal annars rætt um fiskeldi í löndunum tveimur og skiptingu veiða á uppsjávarstofnum í Norður-Atlantshafi.

„Ég greindi honum frá stöðunni í fiskeldinu heima, fór yfir sviðið og hann fór sömuleiðis yfir reynslu Norðmanna, hvað þeir hefðu lært og hvað mætti betur fara, en þeir eru með í farvegi mjög strangar reglur. Þá fórum við yfir hvatningu til rannsókna og nýsköpunar innan geirans,“ segir Þorgerður Katrín.

„En við ræddum það sem ekki er síður mikilvægt, en það er að reyna að ná samkomulagi um uppsjávarstofnana. Makrílsamningurinn á milli Evrópusambandsins, Noregs og Færeyja rennur út á næsta ári, en það er sameiginlegur skilningur okkar að við sem strandveiði- og fiskveiðiþjóðir byggjum á sjálfbærri fiskveiðistjórnun með vísindin í forgrunni.“

Á makrílveiðum. Mynd úr safni.
Á makrílveiðum. Mynd úr safni. mbl.is/Árni Sæberg

Þurfum að fá alla að borðinu

„Því þurfum við að sýna ábyrgð og fá Færeyinga og alla aðra að borðinu til að semja um þá uppsjávarstofna sem eftir eru, síld, makríl og kolmunna.“

Sjávarútvegsráðherrar ríkja í Norður-Atlantshafi munu hittast og funda síðar í mánuðinum.

„Þar verða Rússar, Færeyingar og fleiri, og þar munum við Íslendingar eiga tvíhliða fundi en einnig á breiðari grunni vonandi, til þess að reyna að þvinga þessar fiskveiðiþjóðir að borðinu, því við viljum vera sjálfbær og þetta mun einhvern tíma koma í bakið á okkur öllum ef við förum ekki að ná stjórn á veiðum á þessum stofnum.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 18.3.24 558,73 kr/kg
Þorskur, slægður 18.3.24 503,96 kr/kg
Ýsa, óslægð 18.3.24 332,79 kr/kg
Ýsa, slægð 18.3.24 217,26 kr/kg
Ufsi, óslægður 18.3.24 221,12 kr/kg
Ufsi, slægður 18.3.24 222,80 kr/kg
Gullkarfi 18.3.24 234,41 kr/kg
Litli karfi 18.3.24 10,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 11.3.24 50,00 kr/kg
Blálanga, slægð 18.3.24 208,37 kr/kg

Fleiri tegundir »

19.3.24 Öðlingur SU 19 Línutrekt
Þorskur 7.380 kg
Samtals 7.380 kg
18.3.24 Sunnutindur SU 95 Línutrekt
Þorskur 10.868 kg
Ýsa 818 kg
Langa 137 kg
Keila 127 kg
Steinbítur 87 kg
Ufsi 4 kg
Samtals 12.041 kg
18.3.24 Straumey EA 50 Línutrekt
Þorskur 3.803 kg
Ýsa 146 kg
Steinbítur 54 kg
Samtals 4.003 kg
18.3.24 Ás NS 78 Grásleppunet
Grásleppa 2.198 kg
Þorskur 772 kg
Skarkoli 197 kg
Samtals 3.167 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 18.3.24 558,73 kr/kg
Þorskur, slægður 18.3.24 503,96 kr/kg
Ýsa, óslægð 18.3.24 332,79 kr/kg
Ýsa, slægð 18.3.24 217,26 kr/kg
Ufsi, óslægður 18.3.24 221,12 kr/kg
Ufsi, slægður 18.3.24 222,80 kr/kg
Gullkarfi 18.3.24 234,41 kr/kg
Litli karfi 18.3.24 10,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 11.3.24 50,00 kr/kg
Blálanga, slægð 18.3.24 208,37 kr/kg

Fleiri tegundir »

19.3.24 Öðlingur SU 19 Línutrekt
Þorskur 7.380 kg
Samtals 7.380 kg
18.3.24 Sunnutindur SU 95 Línutrekt
Þorskur 10.868 kg
Ýsa 818 kg
Langa 137 kg
Keila 127 kg
Steinbítur 87 kg
Ufsi 4 kg
Samtals 12.041 kg
18.3.24 Straumey EA 50 Línutrekt
Þorskur 3.803 kg
Ýsa 146 kg
Steinbítur 54 kg
Samtals 4.003 kg
18.3.24 Ás NS 78 Grásleppunet
Grásleppa 2.198 kg
Þorskur 772 kg
Skarkoli 197 kg
Samtals 3.167 kg

Skoða allar landanir »