Smíði Viðeyjar RE miðar vel

Viðey RE við bryggju í Tyrklandi.
Viðey RE við bryggju í Tyrklandi. Ljósmynd/HB Grandi

„Þessu miðar ágætlega hjá okkur og við erum að miða við að skipið verði komið heim fyrir jól. Það er að styttast í prufukeyrslu á vélbúnaði og verður ljósavélum startað í vikunni.“ Þetta segir Þórarinn Sigurbjörnsson, skipaeftirlitsmaður HB Granda, á vef Granda í dag.

Þórarinn er staddur í Céliktrans-skipasmíðastöðinni í Tyrklandi þar sem nú er unnið að smíði og frágangi á ísfisktogaranum Viðey RE, sem er sá síðasti í röðinni af þremur nýjum ísfisktogurum sem Céliktrans  er að smíða fyrir HB Granda.

Tveir togaranna, Engey RE og Akurey AK, eru komnir heim. 

Að sögn Þórarins er nú unnið við innréttingar og rafmagnsvinnu í íbúðum um borð í Viðey og gengur sú vinna ágætlega. Þá er byrjað að innrétta brúna og verið er að ganga frá kælitækjum í lest.

„Það er svo stefnt á að farið verði í reynslusiglinguna í fyrstu vikunni í nóvember en skipið á að vera komið til Reykjavíkur fyrir jól,“ segir Þórarinn.

mbl.is
Afurð Dags. Meðalverð
Gellur 6.12.17 706,00 kr/kg
Þorskur, óslægður 10.12.17 237,03 kr/kg
Þorskur, slægður 10.12.17 267,11 kr/kg
Ýsa, óslægð 10.12.17 236,75 kr/kg
Ýsa, slægð 10.12.17 251,10 kr/kg
Ufsi, óslægður 10.12.17 86,86 kr/kg
Ufsi, slægður 10.12.17 106,60 kr/kg
Djúpkarfi 7.12.17 79,00 kr/kg
Gullkarfi 10.12.17 181,13 kr/kg
Litli karfi 6.12.17 11,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

10.12.17 Þorlákur ÍS-015 Dragnót
Skarkoli 577 kg
Þykkvalúra / Sólkoli 27 kg
Lúða 25 kg
Ufsi 13 kg
Ýsa 3 kg
Samtals 645 kg
10.12.17 Ásdís ÍS-002 Dragnót
Skarkoli 361 kg
Ýsa 167 kg
Þorskur 143 kg
Lúða 3 kg
Steinbítur 2 kg
Þykkvalúra / Sólkoli 1 kg
Samtals 677 kg
10.12.17 Sæbjörg EA-184 Dragnót
Þorskur 5.758 kg
Samtals 5.758 kg

Skoða allar landanir »