Opni á samtal við Rússa eins og Norðmenn

Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi.
Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Við erum ekki að krefjast þess að íslensk stjórnvöld víki frá þeirri stefnu að styðja bandamenn okkar. Rússar hafa sett á okkur innflutningsbann og því verður ekki aflétt nema með samtali við rússnesk stjórnvöld. Það þarf að marka einhverja stefnu í því hvernig eigi að þoka þeim málum áfram,“ segir Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, í samtali við 200 mílur.

Hún tekur þó fram að fullt tilefni sé til að endurskoða með reglulegu millibili hvort ástæða sé til að halda viðskiptaþvingununum til streitu.

Á vef Ríkisútvarpsins er haft eftir Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur sjávarútvegsráðherra að íslensk stjórnvöld ætli ekki að breyta utanríkisstefnu sinni og muni áfram taka þátt í viðskiptaþvingunum gagnvart Rússum. Rússar ákváðu á móti að banna innflutning tiltekinna matvæla, m.a. íslenskra sjávarafurða, og segir Heiðrún Lind bannið koma verst niður á Íslandi hlutfallslega af öllum ríkjum.

„Við erum ekki að gera kröfu um stefnubreytingu,“ segir Heiðrún Lind um þátttöku íslenskra stjórnvalda í viðskiptaþvingununum gagnvart Rússum, heldur vilja samtökin að opnað verði á samtal við rússnesk stjórnvöld um innflutning á íslenskum sjávarafurðum.

Norsk stjórnvöld hafa átt í slíku samtali við Rússa og segir Heiðrún farið að hilla undir hugsanlega lendingu milli ríkjanna tveggja. Er það meðal annars komið til vegna þrýstings rússneskra verslunarmanna sem eru þreyttir á háu fiskverði Færeyinga sem sitja nú einir að markaðinum.

„Næstu skref eru stjórnvalda, að opna á þetta samtal. Við þurfum að setja okkur markmið um að þoka þessum málum áfram, við getum ekki búið við þetta til lengri tíma,“ segir Heiðrún Lind og bætir við að Rússland sé einn af stærstu mörkuðum íslenskra sjávarafurða. Hluti þess sem áður fór inn á þann markað fer nú á aðra markaði, en á lægra verði en áður og einnig í minna magni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 18.4.24 501,21 kr/kg
Þorskur, slægður 18.4.24 634,24 kr/kg
Ýsa, óslægð 18.4.24 371,38 kr/kg
Ýsa, slægð 18.4.24 140,96 kr/kg
Ufsi, óslægður 18.4.24 197,72 kr/kg
Ufsi, slægður 18.4.24 265,14 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 18.4.24 172,97 kr/kg
Litli karfi 18.4.24 70,38 kr/kg
Blálanga, óslægð 11.3.24 50,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

18.4.24 Hrefna ÍS 267 Landbeitt lína
Steinbítur 8.181 kg
Þorskur 404 kg
Skarkoli 88 kg
Ýsa 78 kg
Samtals 8.751 kg
18.4.24 Eyrarröst ÍS 201 Landbeitt lína
Steinbítur 3.179 kg
Þorskur 460 kg
Skarkoli 160 kg
Ýsa 94 kg
Samtals 3.893 kg
18.4.24 Sæli BA 333 Lína
Þorskur 1.581 kg
Ýsa 18 kg
Skarkoli 17 kg
Samtals 1.616 kg
18.4.24 Fríða Dagmar ÍS 103 Lína
Steinbítur 923 kg
Ýsa 369 kg
Þorskur 199 kg
Hlýri 78 kg
Skarkoli 56 kg
Langa 25 kg
Ufsi 18 kg
Samtals 1.668 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 18.4.24 501,21 kr/kg
Þorskur, slægður 18.4.24 634,24 kr/kg
Ýsa, óslægð 18.4.24 371,38 kr/kg
Ýsa, slægð 18.4.24 140,96 kr/kg
Ufsi, óslægður 18.4.24 197,72 kr/kg
Ufsi, slægður 18.4.24 265,14 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 18.4.24 172,97 kr/kg
Litli karfi 18.4.24 70,38 kr/kg
Blálanga, óslægð 11.3.24 50,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

18.4.24 Hrefna ÍS 267 Landbeitt lína
Steinbítur 8.181 kg
Þorskur 404 kg
Skarkoli 88 kg
Ýsa 78 kg
Samtals 8.751 kg
18.4.24 Eyrarröst ÍS 201 Landbeitt lína
Steinbítur 3.179 kg
Þorskur 460 kg
Skarkoli 160 kg
Ýsa 94 kg
Samtals 3.893 kg
18.4.24 Sæli BA 333 Lína
Þorskur 1.581 kg
Ýsa 18 kg
Skarkoli 17 kg
Samtals 1.616 kg
18.4.24 Fríða Dagmar ÍS 103 Lína
Steinbítur 923 kg
Ýsa 369 kg
Þorskur 199 kg
Hlýri 78 kg
Skarkoli 56 kg
Langa 25 kg
Ufsi 18 kg
Samtals 1.668 kg

Skoða allar landanir »