Mega flytja mjaldra til Eyja

Vestmannaeyjar.
Vestmannaeyjar. mbl.is/Ófeigur

Vestmannaeyjabær hefur fengið heimild Umhverfisstofnunar til innflutnings á mjöldrum frá Kína til Eyja. Þetta segir Elliði Vignisson, bæjarstjóri Vestmannaeyja, í samtali við mbl.is, en um er að ræða samstarfsverkefni með fyrirtækinu Merlin Entertainment.

Í fyrstu hafði bærinn fengið synjun frá Umhverfisstofnun en fékk heimild eftir að hafa útvegað henni frekari gögn.

„Við erum ofboðslega glöð með að nei-ið hjá Umhverfisstofnun hafi breyst í já. Við erum þá komin þessu skrefi nær og næst er að fá útflutningsleyfi frá Kína. Við erum bjartsýn á að það gangi fljótt og örugglega fyrir sig,“ segir Elliði.

Bætir hann við að vonandi verði hægt að hefja framkvæmdir í vetur, en stefnt er að því að reisa annars vegar sérstaka hvalalaug í landi, umlukta nýju sjávardýra- og náttúrugripasafni, og hins vegar sjókví fyrir hvalina í Klettsvík.

Laugin mun hafa að geyma 1.500-1.600 tonn af sjó og verður hægt að færa þá þangað ef veður eru vond eða ef dýrin veikjast, að sögn Elliða, sem segir verkið metið á 2,5 til 3 milljarða króna.

Mjaldur er smávaxinn hvalur sem ekki verður nema 1.000-1.200 kg.
Mjaldur er smávaxinn hvalur sem ekki verður nema 1.000-1.200 kg. Ljósmynd/Greg Hume

Ættu að geta komið sumarið 2019

Undirbúningur þessa hefur nú staðið yfir í um þrjú ár þar sem Vestmannaeyjabær og Þekkingarsetur Vestmannaeyja hafa unnið með Merlin að verkefninu.

Elliði tekur fram að bærinn sé ekki framkvæmdaraðili heldur Merlin, sem sé stærsta skemmtifyrirtæki í Evrópu og eigi meðal annars Legoland í Danmörku og Madame Tussauds-vaxmyndasafnið í Lundúnum. Peningar skattgreiðenda fari því ekki í verkefnið.

Ef allt gengur að óskum segir Elliði að hvalirnir ættu að geta komið til Eyja sumarið 2019.

Spurður um aðdraganda alls þessa segir hann að Merlin hafi keypt umræddan skemmtigarð í Shanghai fyrir um þremur árum og þá þegar byrjað að leita að betri stað undir hvalina, enda sé það gegn stefnu fyrirtækisins að geyma þá í litlum steinsteyptum laugum eins og raunin hefur verið.

Fyrirtækið hafi leitað til Vestmannaeyjabæjar vegna náttúrulegra aðstæðna og eins innviðaáætlana bæjarins, þar sem áhugi sé fyrir að byggja upp rannsóknarþjónustu og háskólastarf á staðnum, með áherslu á sjálfbærni við nýtingu náttúrunnar.

Mjaldur hefur sést hér við land öðru hverju í gegnum ...
Mjaldur hefur sést hér við land öðru hverju í gegnum aldirnar, en hann er heimskautahvalur og er algengur við Grænland og Kanada.

Dýrin gætu orðið fleiri

Spurður hversu lengi hvalir af þessari tegund lifi segir Elliði að þeir geti náð 25-30 ára aldri og jafnvel orðið eldri.

„Þetta er því fjárfesting til tuga ára og talsverð skuldbinding hjá fyrirtækinu á bak við þetta. Svo er líka vaxandi tilhneiging í þessum geira að koma þessum dýrum í náttúrulegra umhverfi og ég veit til þess að önnur fyrirtæki hafa falast eftir því við Merlin að það taki við sínum dýrum sömuleiðis. Þegar upp er staðið gætu dýrin því orðið fleiri.“

Synjun Umhverfisstofnunar í upphafi var á grundvelli þess að hvalirnir kynnu að bera með sér örlífverur sem gætu valdið skaða í náttúrunni.

„Með auknum gögnum gátum við til dæmis sýnt fram á að þeir verða í sóttkví í hálft ár. Þá leiðréttist þetta.“

mbl.is
Afurð Dags. Meðalverð
Gellur 6.12.17 706,00 kr/kg
Þorskur, óslægður 15.12.17 224,44 kr/kg
Þorskur, slægður 15.12.17 241,94 kr/kg
Ýsa, óslægð 15.12.17 249,51 kr/kg
Ýsa, slægð 15.12.17 187,29 kr/kg
Ufsi, óslægður 15.12.17 71,85 kr/kg
Ufsi, slægður 15.12.17 83,61 kr/kg
Djúpkarfi 7.12.17 79,00 kr/kg
Gullkarfi 15.12.17 260,29 kr/kg
Litli karfi 14.12.17 0,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

16.12.17 Sæli BA-333 Landbeitt lína
Langa 185 kg
Ufsi 178 kg
Steinbítur 61 kg
Karfi / Gullkarfi 58 kg
Þorskur 31 kg
Samtals 513 kg
15.12.17 Jónína Brynja ÍS-055 Landbeitt lína
Þorskur 93 kg
Keila 22 kg
Langa 13 kg
Karfi / Gullkarfi 10 kg
Hlýri 9 kg
Samtals 147 kg
15.12.17 Bliki ÍS-203 Landbeitt lína
Þorskur 8.117 kg
Ýsa 1.503 kg
Langa 398 kg
Karfi / Gullkarfi 155 kg
Keila 146 kg
Steinbítur 99 kg
Hlýri 84 kg
Samtals 10.502 kg

Skoða allar landanir »