Harmar ákvörðun Háafells

Einar K. Guðfinnsson, formaður Landssambands fiskeldisstöðva.
Einar K. Guðfinnsson, formaður Landssambands fiskeldisstöðva. mbl.is/Ómar

„Ég harma þessa ákvörðun og það er mikill söknuður að þessum góðu vinum okkar og öflugu félagsmönnum. Með sama hætti virði ég þessa niðurstöðu þeirra á þeim forsendum sem þeir hafa gert prýðilega grein fyrir.“

Þetta segir Einar K. Guðfinnsson, formaður Landssambands fiskeldisstöðva, um þá ákvörðun fiskeldisfyrirtækisins Háafells að segja sig úr sambandinu. Greint var frá úrsögninni á vef 200 mílna í morgun en fyrirtækið hefur verið félagi í samtökunum í rúm fimmtán ár og fulltrúi þess átt sæti í stjórn samtakanna undanfarin ár.

„Ég veit það að engu að síður munum við geta átt gott samstarf þó það verði ekki innan þessara félagslegu vébanda,“ segir Einar í samtali við 200 mílur.

Fiskeldiskvíar í sjó. Niðurstöður starfshóps um stefnumótun fiskeldis voru kynntar …
Fiskeldiskvíar í sjó. Niðurstöður starfshóps um stefnumótun fiskeldis voru kynntar í gær. mbl.is/Rax

Sex af sjö stjórnarmönnum samþykktu skýrsluna

Í tilkynningu frá Háafelli er meðal annars fullyrt að framganga sambandsins hafi fjarlægst þá stefnu og sýn sem fyrirtækið vilji hafa í uppbyggingu fiskeldis á Íslandi. Enn fremur segir að skýrsla starfshópsins „virðist vera einhvers konar samkomulag milli stærstu eldisfyrirtækjanna og veiðiréttarhafa“.

Spurður um viðbrögð við þessari gagnrýni segir Einar að sex af sjö stjórnarmönnum sambandsins hafi samþykkt að fulltrúar þess innan starfshópsins skrifuðu undir skýrsluna.

„Það hefur verið rækilega rætt í stjórninni og það er því í raun ekki fleira um það að segja.“

Bendir hann þá á að niðurstaða starfshópsins sé ekki endilega klæðskerasniðin að þörfum sambandsins.

„Vinna þessarar nefndar verður til eftir mikil samtöl og töluverða vinnu og er ekki endilega klæðskerasniðin að okkar þörfum. Ég vil hins vegar undirstrika eitt og það er það að með þessu er verið að árétta það sjónarmið að fiskeldi eigi að byggjast upp á þekkingu og vísindum, þar með talið áhættu- og burðarþolsmati.“

Fiskeldi á Austfjörðum. Mynd úr safni.
Fiskeldi á Austfjörðum. Mynd úr safni. mbl.is/Helgi Bjarnason

Ekkert nýtt eldi í Djúpinu að sinni

Háafell, sem er í eigu Hraðfrystihússins-Gunnvarar hf. í Hnífsdal, hefur stundað eldi í Ísafjarðardjúpi síðan árið 2002 og haft umsókn um 7.000 tonna laxeldisleyfi í stjórnkerfinu síðan árið 2011.

Útlit er fyrir að ekkert verði af áformum fyrirtækisins um frekara fiskeldi í Ísafjarðardjúpi að sinni, eftir að ljóst varð í gær að starfshópurinn leggur til að byggt verði á áhættumati Hafrannsóknastofnunar. Í matinu, sem gefið var út í júlí, er lagst gegn fiskeldi í Djúpinu. Horfurnar geta þó breyst enda leggur hópurinn einnig til að matið verði endurskoðað svo oft sem þörf sé, og eigi sjaldnar en á þriggja ára fresti.

Einar leggur einmitt áherslu á það, að í skýrslunni sé vísað til áhættumats stofnunarinnar yfir höfuð, en ekki aðeins til þess sem nú liggur fyrir.

„Það er ekki verið að samþykkja sjálfa niðurstöðuna í áhættumatsskýrslunni, heldur er eingöngu verið að taka afstöðu til þeirrar meginreglu, að notast eigi við áhættumat við uppbyggingu fiskeldis.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 24.4.24 436,58 kr/kg
Þorskur, slægður 24.4.24 566,23 kr/kg
Ýsa, óslægð 24.4.24 211,79 kr/kg
Ýsa, slægð 24.4.24 118,02 kr/kg
Ufsi, óslægður 24.4.24 168,78 kr/kg
Ufsi, slægður 24.4.24 205,91 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 24.4.24 232,83 kr/kg
Litli karfi 24.4.24 6,89 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

24.4.24 Tryllir GK 600 Grásleppunet
Grásleppa 2.714 kg
Þorskur 637 kg
Steinbítur 25 kg
Rauðmagi 16 kg
Samtals 3.392 kg
24.4.24 Sunnutindur SU 95 Línutrekt
Þorskur 16.635 kg
Ýsa 451 kg
Steinbítur 211 kg
Ufsi 34 kg
Hlýri 26 kg
Keila 14 kg
Karfi 4 kg
Langa 3 kg
Samtals 17.378 kg
24.4.24 Sandfell SU 75 Lína
Þorskur 1.843 kg
Steinbítur 344 kg
Keila 55 kg
Ýsa 54 kg
Ufsi 35 kg
Karfi 16 kg
Hlýri 4 kg
Langa 2 kg
Samtals 2.353 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 24.4.24 436,58 kr/kg
Þorskur, slægður 24.4.24 566,23 kr/kg
Ýsa, óslægð 24.4.24 211,79 kr/kg
Ýsa, slægð 24.4.24 118,02 kr/kg
Ufsi, óslægður 24.4.24 168,78 kr/kg
Ufsi, slægður 24.4.24 205,91 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 24.4.24 232,83 kr/kg
Litli karfi 24.4.24 6,89 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

24.4.24 Tryllir GK 600 Grásleppunet
Grásleppa 2.714 kg
Þorskur 637 kg
Steinbítur 25 kg
Rauðmagi 16 kg
Samtals 3.392 kg
24.4.24 Sunnutindur SU 95 Línutrekt
Þorskur 16.635 kg
Ýsa 451 kg
Steinbítur 211 kg
Ufsi 34 kg
Hlýri 26 kg
Keila 14 kg
Karfi 4 kg
Langa 3 kg
Samtals 17.378 kg
24.4.24 Sandfell SU 75 Lína
Þorskur 1.843 kg
Steinbítur 344 kg
Keila 55 kg
Ýsa 54 kg
Ufsi 35 kg
Karfi 16 kg
Hlýri 4 kg
Langa 2 kg
Samtals 2.353 kg

Skoða allar landanir »