Þrjár heimahafnir skera sig úr

Á flugi yfir Vestmannaeyjum. Vestmannaeyjahöfn fær þriðju mestu aflaheimildirnar.
Á flugi yfir Vestmannaeyjum. Vestmannaeyjahöfn fær þriðju mestu aflaheimildirnar. mbl.is/Eggert

Þrjár heimahafnir skera sig úr eins og undanfarin ár, þegar litið er til þeirra hafna sem mestar aflaheimildir fá í nýrri úthlutun Fiskistofu, en skip frá Reykjavík, Grindavík og Vestmannaeyjum eru með mestar aflaheimildir. Lengi voru Eyjarnar í 2. sætinu en nokkur ár eru nú frá því að Grindavík velti þeim úr sessi.

Togurum fækkað um 17 frá 2013

Skipum í aflamarkskerfinu fækkar um 10 á milli ára og eru nú 212. Togurum hefur enn fækkað og eru þeir nú 39 í íslenska flotanum. Þeim hefur fækkað um 17 frá upphafi fiskveiðiársins 2013/2014. Bátar með krókaaflamark eru nú 277 eins og í fyrra.

Að þessu sinni er úthlutað alls tæplega 376 þúsund tonnum í þorskígildum, sem er aukning um 10.500 þorskígildistonn frá síðasta ári. Úthlutun í þorski er um 203 þúsund tonn og hækkar um tæp 9.000 tonn frá fyrra ári. Ýsukvótinn er 31.732 tonn og hækkar um 4.200 tonn og er sama aukning í ufsakvótanum. Tæplega 1.700 tonna samdráttur er í úthlutun á gullkarfa og tæplega 1.100 tonna samdráttur í djúpkarfa.

„Samkvæmt útgerðarflokkun Fiskistofu fá skuttogarar úthlutað rúmum 206 þúsund tonnum af því heildaraflamarki sem úthlutað var að þessu sinni og skip með aflamark fá 165 þúsund tonn. Smábátar með aflamark og krókaaflamarksbátar fá tæp 51.700 tonn. Vakin er athygli á því að krókaaflamarksbátar fá eingöngu úthlutað þorski, ýsu, ufsa, gullkarfa, löngu, keilu og steinbít,“ segir á vef Fiskistofu um úthlutunina nú.

Síðar á árinu verður úthlutað aflamarki í deilistofnum og engum upphafskvóta var úthlutað í loðnu að þessu sinni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 25.4.24 425,86 kr/kg
Þorskur, slægður 25.4.24 527,13 kr/kg
Ýsa, óslægð 25.4.24 191,99 kr/kg
Ýsa, slægð 25.4.24 150,72 kr/kg
Ufsi, óslægður 25.4.24 122,07 kr/kg
Ufsi, slægður 25.4.24 172,26 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 25.4.24 162,06 kr/kg
Litli karfi 24.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

25.4.24 Tryllir GK 600 Grásleppunet
Grásleppa 1.264 kg
Þorskur 164 kg
Skarkoli 115 kg
Rauðmagi 20 kg
Samtals 1.563 kg
25.4.24 Loftur HU 717 Handfæri
Þorskur 408 kg
Karfi 74 kg
Ufsi 35 kg
Samtals 517 kg
25.4.24 Von HU 170 Grásleppunet
Grásleppa 1.092 kg
Skarkoli 590 kg
Þorskur 502 kg
Ýsa 97 kg
Steinbítur 6 kg
Sandkoli 3 kg
Samtals 2.290 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 25.4.24 425,86 kr/kg
Þorskur, slægður 25.4.24 527,13 kr/kg
Ýsa, óslægð 25.4.24 191,99 kr/kg
Ýsa, slægð 25.4.24 150,72 kr/kg
Ufsi, óslægður 25.4.24 122,07 kr/kg
Ufsi, slægður 25.4.24 172,26 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 25.4.24 162,06 kr/kg
Litli karfi 24.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

25.4.24 Tryllir GK 600 Grásleppunet
Grásleppa 1.264 kg
Þorskur 164 kg
Skarkoli 115 kg
Rauðmagi 20 kg
Samtals 1.563 kg
25.4.24 Loftur HU 717 Handfæri
Þorskur 408 kg
Karfi 74 kg
Ufsi 35 kg
Samtals 517 kg
25.4.24 Von HU 170 Grásleppunet
Grásleppa 1.092 kg
Skarkoli 590 kg
Þorskur 502 kg
Ýsa 97 kg
Steinbítur 6 kg
Sandkoli 3 kg
Samtals 2.290 kg

Skoða allar landanir »