Krefjast opinberrar afsökunarbeiðni

Nefndarmenn í starfshópi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um stefnumörkun í fiskeldi hafa farið fram á opinbera afsökunarbeiðni Ísafjarðarbæjar vegna ummæla sem bæjarstjórinn lét falla á bæjarstjórnarfundi 24. ágúst sl.

Í bréfi nefndarmanna til bæjarstjórnar, forseta bæjarstjórnar og formanns bæjarráðs segir að í ummælum bæjarstjóra hafi falist „gróf og ósönn ásökun“ um að fulltrúi veiðiréttarhafa og fulltrúar laxeldisfyrirtækjanna hafi sýnt af sér óheilindi og óheiðarleika í störfum sínum.

„Vísað er sérstaklega til þeirra fullyrðinga bæjarstjóra að framangreindir fulltrúar hafi „plottað“ og haft „hrossakaup“ sem leiddu til þeirrar niðurstöðu að ekki yrði leyft sjókvíaeldi í Ísafjarðardjúpi og laxeldisfyrirtæki fulltrúa Landssambands fiskeldisstöðva nytu jafnframt góðs af meintum hrossakaupum.“

Nefndarmenn ítreka sérstaklega að samkomulag í nefndinni um að leggja áhættumat Hafrannsóknastofnunar til grundvallar sem stjórntæki við framleiðsluheimildir á frjóum laxi í sjókvíum við Ísland hafi verið gert áður en áhættumatið lá fyrir.

Þá hafi hagsmunaaðilar ekki haft áhrif á áhættumatið eða forsendur þess.

Undirritaðir; Óðinn Sigþórsson, Guðmundur Gíslason og Kjartan Ólafsson, segja ásakanir bæjarstjóra ærumeiðandi og óboðlegar opinberu stjórnvaldi. Honum hafi verið boðið að draga ummæli sín til baka og leggja fram afsökunarbeiðni en því hafi hann hafnað.

Farið er fram á opinbera afsökunarbeiðni af hálfu bæjaryfirvalda og svara óskað innan 14 daga. Áskilja nefndarmennirnir sér rétt til að fá ummæli bæjarstjóra ómerkt með öðrum tiltækum úrræðum ef ekki verður orðið við kröfunni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 25.4.24 426,30 kr/kg
Þorskur, slægður 25.4.24 527,13 kr/kg
Ýsa, óslægð 25.4.24 192,18 kr/kg
Ýsa, slægð 25.4.24 150,72 kr/kg
Ufsi, óslægður 25.4.24 120,41 kr/kg
Ufsi, slægður 25.4.24 172,26 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 25.4.24 162,14 kr/kg
Litli karfi 24.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

25.4.24 Elva Björg SI 84 Grásleppunet
Grásleppa 1.593 kg
Þorskur 132 kg
Skarkoli 89 kg
Ufsi 22 kg
Steinbítur 12 kg
Samtals 1.848 kg
25.4.24 Lundey SK 3 Grásleppunet
Grásleppa 1.552 kg
Þorskur 189 kg
Ufsi 46 kg
Samtals 1.787 kg
25.4.24 Erling KE 140 Þorskfisknet
Þorskur 7.829 kg
Samtals 7.829 kg
25.4.24 Kaja ÞH 66 Grásleppunet
Grásleppa 1.269 kg
Þorskur 51 kg
Skarkoli 10 kg
Samtals 1.330 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 25.4.24 426,30 kr/kg
Þorskur, slægður 25.4.24 527,13 kr/kg
Ýsa, óslægð 25.4.24 192,18 kr/kg
Ýsa, slægð 25.4.24 150,72 kr/kg
Ufsi, óslægður 25.4.24 120,41 kr/kg
Ufsi, slægður 25.4.24 172,26 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 25.4.24 162,14 kr/kg
Litli karfi 24.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

25.4.24 Elva Björg SI 84 Grásleppunet
Grásleppa 1.593 kg
Þorskur 132 kg
Skarkoli 89 kg
Ufsi 22 kg
Steinbítur 12 kg
Samtals 1.848 kg
25.4.24 Lundey SK 3 Grásleppunet
Grásleppa 1.552 kg
Þorskur 189 kg
Ufsi 46 kg
Samtals 1.787 kg
25.4.24 Erling KE 140 Þorskfisknet
Þorskur 7.829 kg
Samtals 7.829 kg
25.4.24 Kaja ÞH 66 Grásleppunet
Grásleppa 1.269 kg
Þorskur 51 kg
Skarkoli 10 kg
Samtals 1.330 kg

Skoða allar landanir »