Íshlutfallið minna við eftirlit Fiskistofu

Afla landað í Bolungarvík. Mynd úr safni.
Afla landað í Bolungarvík. Mynd úr safni. mbl.is/Árni Sæberg

Mismunur á íshlutfalli í lönduðum afla reyndist mestur vera tæplega 10% við kannanir Fiskistofu á löndunum afla í júní, júlí og ágúst. Þetta kemur fram í þeim niðurstöðum sem stofnunin hefur birt á vef sínum, en þær sýna talsverðan mun í nokkrum tilvikum, eftir að aflinn var endurvigtaður að viðstöddum eftirlitsmanni.

Með tilkynningu Fiskistofu fylgir eftirfarandi tafla sem sýnir samanburð á vegnu meðalíshlutfalli vigtunarleyfishafanna og íshlutfallinu þegar eftirlit var haft með vigtuninni.

Smella má á töfluna til að stækka hana.
Smella má á töfluna til að stækka hana. Tafla/Fiskistofa

Kemur ekki til frádráttar kvóta

Hjá bátnum sem er efstur á listanum var vegið meðalíshlutfall 29,13% en þegar staðið var yfir vigtuninni reyndist það vera 19,32%. Munaði því 9,81% á uppgefnum ís og vigtuðum ís í aflanum. Sama útgerð lenti einnig í öðru sæti með afla af öðrum báti og munaði þar 6,16% á meðalíshlutfallinu og íshlutfalli við yfirstöðu.

Hvert fiskiskip hefur skráðan kvóta eða aflaheimildir. Þegar fiski er landað er hann vigtaður og skráður og dregst frá kvóta skipsins. Ef vigtunarleyfishafi segir að t.d. 10% af heildarþynginni sé ís þá eru 90% fiskur sem dregst frá kvótanum.

Ef ísinn er í raun ekki nema 5% af heildarvigtinni liggur í augum uppi að 5% hljóta að vera fiskur sem er þá landað framhjá vigt. Sá fiskur kemur þá ekki til frádráttar frá kvóta skipsins og fer ekki í opinber gögn um fiskveiðar, sem m.a. eru lögð til grundvallar fiskveiðistjórnun.

Vigtun sjávarafla sé sem réttust

Fram kemur á vef Fiskistofu að ástæður breytilegs íshlutfalls geti verið margvíslegar.

„Það er hlutverk Fiskistofu að hafa eftirlit með að vigtun á sjávarafla sé sem réttust. Til þess að rækja það hlutverk sem best beitir Fiskistofa margvíslegum aðferðum og má í því sambandi nefna samvinnu við útgerðir og vinnslur, áhættugreiningu og aðgengi allra að upplýsingum um veiðar og afla.“

mbl.is
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 20.9.17 308,27 kr/kg
Þorskur, slægður 20.9.17 305,51 kr/kg
Ýsa, óslægð 20.9.17 275,47 kr/kg
Ýsa, slægð 20.9.17 258,70 kr/kg
Ufsi, óslægður 20.9.17 76,69 kr/kg
Ufsi, slægður 20.9.17 112,69 kr/kg
Djúpkarfi 15.9.17 141,00 kr/kg
Gullkarfi 20.9.17 152,20 kr/kg
Blálanga, óslægð 20.9.17 199,92 kr/kg
Blálanga, slægð 20.9.17 188,36 kr/kg

Fleiri tegundir »

20.9.17 Þórunn Sveinsdóttir VE-401 Botnvarpa
Karfi / Gullkarfi 51.119 kg
Samtals 51.119 kg
20.9.17 Guðbjörg GK-666 Lína
Karfi / Gullkarfi 539 kg
Keila 489 kg
Þorskur 81 kg
Ufsi 38 kg
Samtals 1.147 kg
20.9.17 Óli Á Stað GK-99 Lína
Karfi / Gullkarfi 412 kg
Keila 84 kg
Þorskur 76 kg
Samtals 572 kg
20.9.17 Hafborg EA-152 Dragnót
Þorskur 5.961 kg
Ýsa 3.552 kg
Skarkoli 918 kg
Karfi / Gullkarfi 447 kg
Steinbítur 31 kg
Samtals 10.909 kg

Skoða allar landanir »