Fisk Seafood kaupa Soffaníus Cecilsson

Stefnt er að áframhaldandi öflugri starfsemi í Grundarfirði.
Stefnt er að áframhaldandi öflugri starfsemi í Grundarfirði. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Samkomulag hefur verið gert um kaup Fisk Seafood ehf. á öllu hlutafé í Soffaníasi Cecilssyni hf. að því er fram kemur í sameiginlegri tilkynningu frá félögunum. Samkomulagið er gert með fyrirvara um samþykki Samkeppniseftirlitsins.

Fisk Seafood er með starfsemi á Grundafirði og Sauðárkróki og varð til við sameiningu Skagstrendings hf. og Fiskiðjunnar Skagfirðingi hf. árið 2005 en rekja má sögu Fiskiðju Skagfirðinga aftur til miðrar síðustu aldar. Með kaupunum hyggst 

Fisk Seafood ehf. styrkja sig í sessi sem eitt öflugasta sjávarútvegsfyrirtæki landsins og treysta enn frekar fjölbreyttan rekstur í útgerð, fiskvinnslu og sölu sem byggst hefur upp á undanförnum árum.  Ef af kaupunum verður mun starfsemi félagsins skipulögð með það að markmiði að tryggja áframhaldandi öfluga starfsemi í Grundarfirði að því er fram kemur í tilkynningu félaganna. 

Soffanías Cecilsson hf. hefur frá stofnun verið með starfsemi  í Grundarfirði.   Það er mat eigenda félagsins að rétt sé og tímabært að koma fyrirtækinu í hendur aðila sem hefur það að markmiði að tryggja áframhaldandi öfluga starfsemi fyrirtækisins í Grundarfirði, segir í tilkynningunni. 

mbl.is
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 20.9.17 308,27 kr/kg
Þorskur, slægður 20.9.17 305,51 kr/kg
Ýsa, óslægð 20.9.17 275,47 kr/kg
Ýsa, slægð 20.9.17 258,70 kr/kg
Ufsi, óslægður 20.9.17 76,69 kr/kg
Ufsi, slægður 20.9.17 112,69 kr/kg
Djúpkarfi 15.9.17 141,00 kr/kg
Gullkarfi 20.9.17 152,20 kr/kg
Blálanga, óslægð 20.9.17 199,92 kr/kg
Blálanga, slægð 20.9.17 188,36 kr/kg

Fleiri tegundir »

20.9.17 Þórunn Sveinsdóttir VE-401 Botnvarpa
Karfi / Gullkarfi 51.119 kg
Samtals 51.119 kg
20.9.17 Guðbjörg GK-666 Lína
Karfi / Gullkarfi 539 kg
Keila 489 kg
Þorskur 81 kg
Ufsi 38 kg
Samtals 1.147 kg
20.9.17 Óli Á Stað GK-99 Lína
Karfi / Gullkarfi 412 kg
Keila 84 kg
Þorskur 76 kg
Samtals 572 kg
20.9.17 Hafborg EA-152 Dragnót
Þorskur 5.961 kg
Ýsa 3.552 kg
Skarkoli 918 kg
Karfi / Gullkarfi 447 kg
Steinbítur 31 kg
Samtals 10.909 kg

Skoða allar landanir »