Auka framlög til hafrannsókna

55 milljónum verður forgangsraðað til Hafrannsóknarstofnunar vegna endurnýjunar á tölvustýribúnaði ...
55 milljónum verður forgangsraðað til Hafrannsóknarstofnunar vegna endurnýjunar á tölvustýribúnaði rannsóknaskipsins Árna Friðrikssonar mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Áætluð heildarútgjöld ríkisins til sjávarútvegs og fiskeldis samkvæmt fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2018 erur 6.634 milljónir króna og aukast um 327.4 milljónir frá fyrra ári eða um 5.2%. Mestu munar um 165 milljón króna framlag til Hafrannsóknarstofnunar vegna eflingar rannsókna á uppsjávarstofnum.

Útbreiðsla og stærð ýmissa fiskistofna hefur breyst umtalsvert undanfarin ár vegna breyttra hafstrauma og sjávarhita og eru rannsóknir því kostnaðarsamari en áður. Þessar breytingar koma hvað skýrast fram í uppsjávarstofnum, að því er fram kemur í tilkynningu frá Landbúnaðar- og sjávarútvegsráðuneytinu. 

Gert er ráð fyrir að efla rannsóknir með fjölgun úthaldsdaga rannsóknarskipa. Auk þess er 30 milljónm forgangsraðað til stofnunarinnar vegna ráðninga þriggja sérfræðinga sem styðja munu við verkefnið.

Vegna tímabærrar endurnýjunar á tölvustýribúnaði rannsóknarskipsins Árna Friðrikssonar er 55 milljónum forgangsraðað til stofnunarinnar en með þessu er ætlað að tryggja afköst og virkni skipsins og þar með nauðsynlegar rannsóknir næstu ára. 

Jafnframt verður 11 milljónum króna forgangsraðað innan málefnasviðsins til að styrkja starfsemi Verðlagsstofu skiptavers líkt og fyrirheit voru gefin um við kjarasamning sjómanna. Þá er gert ráð fyrir því að fjárheimidl sjávarútvegs og fiskeldismála hækki um 20 milljónir vegna Umhverfissjóðs sjókvíaeldis, en sjóðnum er ætlað að lágmarka umhverfisáhrif fiskeldis og er liður í áætlun stjórnvalda til að bregðast við auknum umsvifum í greininni. 

mbl.is
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 21.9.17 312,76 kr/kg
Þorskur, slægður 21.9.17 336,83 kr/kg
Ýsa, óslægð 21.9.17 271,83 kr/kg
Ýsa, slægð 21.9.17 182,99 kr/kg
Ufsi, óslægður 21.9.17 79,58 kr/kg
Ufsi, slægður 21.9.17 114,30 kr/kg
Djúpkarfi 15.9.17 141,00 kr/kg
Gullkarfi 21.9.17 144,08 kr/kg
Blálanga, óslægð 21.9.17 219,00 kr/kg
Blálanga, slægð 21.9.17 249,94 kr/kg

Fleiri tegundir »

20.9.17 Þórunn Sveinsdóttir VE-401 Botnvarpa
Karfi / Gullkarfi 51.119 kg
Samtals 51.119 kg
20.9.17 Guðbjörg GK-666 Lína
Karfi / Gullkarfi 539 kg
Keila 489 kg
Þorskur 81 kg
Ufsi 38 kg
Samtals 1.147 kg
20.9.17 Óli Á Stað GK-99 Lína
Karfi / Gullkarfi 412 kg
Keila 84 kg
Þorskur 76 kg
Samtals 572 kg
20.9.17 Hafborg EA-152 Dragnót
Þorskur 5.961 kg
Ýsa 3.552 kg
Skarkoli 918 kg
Karfi / Gullkarfi 447 kg
Steinbítur 31 kg
Samtals 10.909 kg

Skoða allar landanir »