Þekking íslenskra fyrirtækja vekur athygli

Þór Sigfússon, stjórnarformaður Íslenska sjávarklasans.
Þór Sigfússon, stjórnarformaður Íslenska sjávarklasans. mbl.is/RAX

Þór Sigfússon, stofnandi og stjórnarformaður Íslenska Sjávarklasans og Barbara Rasco, deildarforseti matvælavísindadeildar fylkisháskólans í Washington fylki í Bandaríkjunum (Washington State University) undirrituðu á mánudag yfirlýsingu um samstarf um rannsóknir og þróun á sviði fullnýtingar sjávarafurða.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá klasanum. Segir þar að í háskólanum í Washington sé starfrækt öflug matvæladeild, með áherslu á starfsemi á ýmsum sviðum sem tengist sjálfbærni, sem án efa muni verða eftirsóknarvert fyrir fyrirtæki innan Íslenska sjávarklasans að tengjast með beinum hætti.

„Að sama skapi hefur reynsla og þekking íslenskra sjávarútvegsfyrirtækja á fullvinnslu sjávarafurða vakið athygli háskólans. Unnið er að stofnun sjávarklasa að íslenskri fyrirmynd í Seattle í Bandaríkjunum og er samstarf klasans og Washingtonháskóla liður í þeirri vinnu.“

mbl.is
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 21.9.17 312,76 kr/kg
Þorskur, slægður 21.9.17 336,83 kr/kg
Ýsa, óslægð 21.9.17 271,83 kr/kg
Ýsa, slægð 21.9.17 182,99 kr/kg
Ufsi, óslægður 21.9.17 79,58 kr/kg
Ufsi, slægður 21.9.17 114,30 kr/kg
Djúpkarfi 15.9.17 141,00 kr/kg
Gullkarfi 21.9.17 144,08 kr/kg
Blálanga, óslægð 21.9.17 219,00 kr/kg
Blálanga, slægð 21.9.17 249,94 kr/kg

Fleiri tegundir »

20.9.17 Þórunn Sveinsdóttir VE-401 Botnvarpa
Karfi / Gullkarfi 51.119 kg
Samtals 51.119 kg
20.9.17 Guðbjörg GK-666 Lína
Karfi / Gullkarfi 539 kg
Keila 489 kg
Þorskur 81 kg
Ufsi 38 kg
Samtals 1.147 kg
20.9.17 Óli Á Stað GK-99 Lína
Karfi / Gullkarfi 412 kg
Keila 84 kg
Þorskur 76 kg
Samtals 572 kg
20.9.17 Hafborg EA-152 Dragnót
Þorskur 5.961 kg
Ýsa 3.552 kg
Skarkoli 918 kg
Karfi / Gullkarfi 447 kg
Steinbítur 31 kg
Samtals 10.909 kg

Skoða allar landanir »