Útgerðum fækkað um 60% á tólf árum

Útgerðarfyrirtækjum með aflahlutdeild hefur fækkað um næstum 60% á tólf árum. Alls áttu 946 útgerðarfyrirtæki aflahlutdeild á fiskveiðiárinu 2005/2006 en nú deila 382 fyrirtæki hlut í aflanum. Fjöldi úthlutaðra þorskígildistonna er þá næstum sá sami, eða um 400 þúsund tonn.

Þetta kemur fram á vef Fiskistofu.

Handhafar bæði aflamarks og krókaaflamarks eru taldir með á því grafi sem sjá má hér að ofan. Línuritið á myndinni sýnir þá heildarúthlutun aflamarks í þorskígildum 1. september ár hvert.

HB Grandi með 10,4%

Litlar breytingar eru á hvaða fyrirtæki eru í efstu sætunum frá því sams konar upplýsingar voru birtar í mars síðastliðnum, í kjölfar úthlutunar aflamarks í deilistofnum um áramótin og viðbótarúthlutunar á loðnu, að því er segir í tilkynningu Fiskistofu.

Eins og undanfarin ár eru HB Grandi og Samherji í tveimur efstu sætunum. HB Grandi er með um 10,4% af hlutdeildunum en var í mars með 11,3%. Samherji er með 6,2%. Samanlagt ráða þessi tvö stærstu útgerðarfyrirtæki landsins því yfir 16,6% af hlutdeildunum í kvótakerfinu. Í 3. til  5. sæti eru Síldarvinnslan í Neskaupstað, Þorbjörn í Grindavík og FISK-Seafood Sauðárkróki.

mbl.is
Afurð Dags. Meðalverð
Gellur 6.12.17 706,00 kr/kg
Þorskur, óslægður 11.12.17 242,78 kr/kg
Þorskur, slægður 11.12.17 258,42 kr/kg
Ýsa, óslægð 11.12.17 247,27 kr/kg
Ýsa, slægð 11.12.17 230,61 kr/kg
Ufsi, óslægður 11.12.17 67,82 kr/kg
Ufsi, slægður 11.12.17 93,07 kr/kg
Djúpkarfi 7.12.17 79,00 kr/kg
Gullkarfi 11.12.17 149,96 kr/kg
Litli karfi 6.12.17 11,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

11.12.17 Svalur BA-120 Landbeitt lína
Þorskur 2.255 kg
Langa 109 kg
Ufsi 101 kg
Ýsa 70 kg
Steinbítur 9 kg
Samtals 2.544 kg
11.12.17 Jói ÍS-010 Landbeitt lína
Þorskur 1.543 kg
Ýsa 608 kg
Samtals 2.151 kg
11.12.17 Dögg SU-118 Lína
Þorskur 6.135 kg
Ýsa 1.820 kg
Langa 89 kg
Keila 71 kg
Steinbítur 26 kg
Ufsi 12 kg
Samtals 8.153 kg

Skoða allar landanir »