„Okkar markmiði er náð“

Ísafjörður.
Ísafjörður. mbl.is/Sigurður Bogi

„Það er búið að leiðrétta þennan áburð bæjarstjórans opinberlega með þeim hætti að við teljum ekki ástæðu til að vera að eltast við þetta lengur. Okkar markmiði er náð,” segir Óðinn Sigþórsson, nefndarmaður í starfshópi sjávar- og landbúnaðarráðherra um stefnumörkun í fiskeldi.

Nefndarmennirnir sendu bæjarráði Ísafjarðarbæjar bréf í byrjun september þar sem því var veittur var tveggja vikna frestur til að biðjast afsökunar opinberlega á ummælum Gísla Halldórs Halldórssonar, bæjarstjóra Ísafjarðarbæjar, sem hann lét falla á bæjarstjórnarfundi 24. ágúst.

Í bréfinu sagði að í um­mæl­um bæj­ar­stjóra hafi fal­ist „gróf og ósönn ásök­un“ um að full­trúi veiðirétt­ar­hafa og full­trú­ar lax­eld­is­fyr­ir­tækj­anna hafi sýnt af sér óheil­indi og óheiðarleika í störf­um sín­um.

Ef bæjarstjórnin yrði ekki við kröfunni áskildu nefndarmennirnir sér rétt til að fá ummælin ómerkt með öðrum tiltækum úrræðum.

Gísli Halldór Halldórsson bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar.
Gísli Halldór Halldórsson bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar. mbl.is/Sigurður Bogi

Ummælin á ábyrgð bæjarstjóra

Ákveðið var á fundi bæjarráðs í síðustu viku að biðjast ekki afsökunar opinberlega á ummælunum. Þar kom fram að ummælin væru alfarið á ábyrgð bæjarstjóra.

„Þau virðast ekki átta sig á því að birting þeirra [ummælanna] opinberlega er á ábyrgð sveitarfélagsins. Það er í rauninni það sem við vorum að benda á í okkar bréfi,” segir Óðinn og tekur fram að ekki verði farið lengra með málið.

Óðinn Sigþórsson.
Óðinn Sigþórsson. Ljósmynd/Aðsend

„Svo verða kjörnir fulltrúar bæjarins að eiga það við sig hvort þeir fari eftir skráðum siðareglum sem þeir birta á heimasíðu sveitarfélagsins. Þær virðast hafa verið lagðar dálítið til hliðar í þessu máli,” bætir Óðinn við.

Úr fundargerð bæjarráðs Ísafjarðarbæjar:

„Vegna óska nefndarmanna í starfshópi um fiskeldismál um að bæjarstjórn biðjist afsökunar á ummælum bæjarstjóra á bæjarstjórnarfundi 25. ágúst sl. þá vill bæjarráð árétta að bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar ber ábyrgð á eigin ummælum á bæjarstjórnarfundi, ekki bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar.

Jafnframt vill bæjarráð vekja athygli á að það hefði ekki átt að þurfa að koma nefndarmönnum á óvart að tillaga þeirra um að loka Ísafjarðardjúpi fyrir laxeldi væri umdeild og myndi skapa miklar umræður. Nefndarmenn hljóta að hafa gert sér grein fyrir því.

Bæjarráð vill jafnframt hvetja alla aðila þessa máls til þess að missa ekki sjónar á aðalatriðinu sem er að tryggja að laxeldi hefjist í Ísafjarðardjúpi eins fljótt og auðið er. Til að svo sé þurfa allir hagsmunaaðilar að vinna saman og hugsa í lausnum.”

mbl.is
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 20.10.17 261,29 kr/kg
Þorskur, slægður 20.10.17 290,87 kr/kg
Ýsa, óslægð 20.10.17 278,11 kr/kg
Ýsa, slægð 20.10.17 262,73 kr/kg
Ufsi, óslægður 20.10.17 72,12 kr/kg
Ufsi, slægður 20.10.17 117,98 kr/kg
Djúpkarfi 15.9.17 141,00 kr/kg
Gullkarfi 20.10.17 160,14 kr/kg
Litli karfi 17.10.17 14,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 20.10.17 239,33 kr/kg

Fleiri tegundir »

20.10.17 Guðbjörg GK-666 Lína
Þorskur 119 kg
Ýsa 19 kg
Karfi / Gullkarfi 6 kg
Keila 5 kg
Samtals 149 kg
20.10.17 Elva Björg SI-084 Handfæri
Þorskur 507 kg
Samtals 507 kg
20.10.17 Aggi SI-008 Handfæri
Þorskur 276 kg
Samtals 276 kg
20.10.17 Bíldsey SH-065 Lína
Ýsa 1.607 kg
Þorskur 39 kg
Steinbítur 13 kg
Hlýri 6 kg
Karfi / Gullkarfi 2 kg
Samtals 1.667 kg

Skoða allar landanir »