Vilja fá að veiða í fleiri veiðarfæri

Kristinn SH hefur undanfarin ár komið með um 1.400 tonn …
Kristinn SH hefur undanfarin ár komið með um 1.400 tonn af bolfiski að landi og rúm 100 tonn af makríl.

Minni afli línubáta frá Snæfellsnesi hefur skapað erfiðleika í haust fyrir þá sem beita í landi. Aflatregða og smár fiskur bætast við lægra verð á fiskmörkuðum, en á sama tíma hefur tilkostnaður í landi aukist.

Bárður Guðmundsson, útgerðarmaður í Ólafsvík og formaður Samtaka smærri útgerða, segir að á síðustu árum hafi afli farið minnkandi á línuveiðum. Sjórinn hafi verið hlýrri en áður og fyrir Norðurlandi muni nú heilum þremur gráðum miðað við síðasta haust. Í raun sé um breytingar í náttúrunni að ræða, sem erfitt sé að bregðast við. Fiskurinn hafi meira æti og taki miklu verr, sérstaklega stærri og verðmætari fiskurinn.

Ekki hagkvæmt að keyra bjóðin langa leið daglega

„Þoskurinn tekur ekki beituna þegar hann getur fengið nýtt og ferskt síli,“ segir Bárður. „Ef við veiðum eitthvað smávegis er það yfirleitt smár fiskur og þá lokar Fiskistofa svæðinu í tvær vikur. Að auki gengur það þvert á áætlanir um uppbyggingu þorskstofnsins að veiða bara smáfisk. Meðan sú staða er á miðunum, að stærri fiskurinn tekur ekki beitu, þurfum við að fá að veiða í önnur veiðarfæri.“

Bárður segir að staðan sé erfið hjá þeim sem landbeita línuna en töluverð útgerð er á landbeitta línu frá Rifi og Ólafsvík, Norðurlandi vestra og á Vestfjörðum. Bárður gerir út línubátinn Kristin SH 812 ásamt Þorsteini syni sínum og hafa þeir undanfarin ár landað um 1.400 tonnum af bolfiski og rúmlega 100 tonnum af makríl. Fjórir eru í áhöfn bátsins og sjö vinna við beitningu í landi.

„Undanfarin 16 ár höfum við flutt okkur norður fyrir land strax um mánaðamótin ágúst-september og róið þaðan þar til sjór fer að kólna í Breiðafirði, sem er í lok nóvember, byrjun desember. Aflabrögð hafa verið talsvert betri fyrir norðan undanfarin ár. En nú bregður svo við að sjávarhitinn í Húnaflóa er svipaður og í Breiðafirði og það höfum við aldrei séð áður. Þegar við gerðum út fyrir norðan þurftum við að keyra á hverjum einasta degi með bjóðin frá Ólafsvík og aftur til baka með tilheyrandi kostnaði.

Það myndi gjörbreyta rekstrarumhverfi krókaaflamarksbáta ef þeim yrði heimilt að veiða í net. Samtök smærri útgerða hafa barist fyrir því að krókaaflamarksbátar fái að velja þau veiðarfæri sem best henta hverjum og einum. Í aflamarkskerfinu hafa menn alla möguleika á að bregðast við vandanum með því að skipta um veiðarfæri.

Mikil hækkun veiðigjalda

Til okkar sem erum í krókaaflamarkinu eru gerðar sömu kröfur og til annarra um að greiða enn hærra veiðigjald en áður. Samt erum við bundnir af stærð báta og við aðeins eitt veiðarfæri, sem er orðið óhagkvæmt vegna hlýnunar sjávar. Afsláttur vegna kvótakaupa féll niður með nýju fiskveiðiári og hjá okkar útgerð þýðir það að veiðigjöldin hækkuðu um 450% á milli ára,“ segir Bárður.

Útgerðir hafa mætt þessari stöðu á ýmsan hátt og til dæmis skipti Saxhamar SH frá Rifi yfir á dragnót um fiskveiðiáramótin. Skipið er í aflamarkskerfinu og hafði í áraraðir verið á netum og línu. Erfið staða á Snæfellsnesi og víðar á síður við um stóru línubátana sem beita um borð og hafa meðal annars verið austur við Langanes í haust.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 18.3.24 558,73 kr/kg
Þorskur, slægður 18.3.24 503,96 kr/kg
Ýsa, óslægð 18.3.24 332,79 kr/kg
Ýsa, slægð 18.3.24 217,26 kr/kg
Ufsi, óslægður 18.3.24 221,12 kr/kg
Ufsi, slægður 18.3.24 222,80 kr/kg
Gullkarfi 18.3.24 234,41 kr/kg
Litli karfi 18.3.24 10,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 11.3.24 50,00 kr/kg
Blálanga, slægð 18.3.24 208,37 kr/kg

Fleiri tegundir »

19.3.24 Öðlingur SU 19 Línutrekt
Þorskur 7.380 kg
Samtals 7.380 kg
18.3.24 Quantus PD 379 (MWSH6) GB 999 Flotvarpa
Kolmunni 1.746.888 kg
Samtals 1.746.888 kg
18.3.24 Sunnutindur SU 95 Línutrekt
Þorskur 10.868 kg
Ýsa 818 kg
Langa 137 kg
Keila 127 kg
Steinbítur 87 kg
Ufsi 4 kg
Samtals 12.041 kg
18.3.24 Straumey EA 50 Línutrekt
Þorskur 3.803 kg
Ýsa 146 kg
Steinbítur 54 kg
Samtals 4.003 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 18.3.24 558,73 kr/kg
Þorskur, slægður 18.3.24 503,96 kr/kg
Ýsa, óslægð 18.3.24 332,79 kr/kg
Ýsa, slægð 18.3.24 217,26 kr/kg
Ufsi, óslægður 18.3.24 221,12 kr/kg
Ufsi, slægður 18.3.24 222,80 kr/kg
Gullkarfi 18.3.24 234,41 kr/kg
Litli karfi 18.3.24 10,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 11.3.24 50,00 kr/kg
Blálanga, slægð 18.3.24 208,37 kr/kg

Fleiri tegundir »

19.3.24 Öðlingur SU 19 Línutrekt
Þorskur 7.380 kg
Samtals 7.380 kg
18.3.24 Quantus PD 379 (MWSH6) GB 999 Flotvarpa
Kolmunni 1.746.888 kg
Samtals 1.746.888 kg
18.3.24 Sunnutindur SU 95 Línutrekt
Þorskur 10.868 kg
Ýsa 818 kg
Langa 137 kg
Keila 127 kg
Steinbítur 87 kg
Ufsi 4 kg
Samtals 12.041 kg
18.3.24 Straumey EA 50 Línutrekt
Þorskur 3.803 kg
Ýsa 146 kg
Steinbítur 54 kg
Samtals 4.003 kg

Skoða allar landanir »