Þörf á nýju rannsóknaskipi

Bjarni Sæmundsson, skip Hafrannsóknastofnunar.
Bjarni Sæmundsson, skip Hafrannsóknastofnunar. mbl.is/Styrmir Kári

Rannsóknaskipið Bjarni Sæmundsson lagði af stað í loðnuleiðangur í gær sem er 11 dögum seinna en áætlað var. Fram kemur á vef Hafrannsóknastofnunar að ástæða seinkunarinnar hafi verið bilun í einni af þremur stjórntölvum fyrir vélar skipsins.

„Stýrisbúnaður þess er frá árinu 2004 þegar aðalvélar skipsins voru endurnýjaðar og gekk erfiðlega að fá varahluti. Að endingu náðist að gera bráðabirgðalagfæringu og koma skipinu af stað. Ljóst er að skipta þarf út öllum þremur stjórntölvunum í Bjarna Sæmundssyni og er vinna við það þegar hafin. Skipið kom nýtt til landsins í desember 1970 og er því að verða 47 ára gamalt,“ segir ennfremur í tilkynningunni.

Þá segir að þegar aðalvélarnar hafi verið endurnýjaðar árið 2004 hafi verið fyrirhugað að gera skipið út í 10-12 ár til viðbótar. Ýmiskonar búnaður og tæki, innréttingar og fleira hafi því ekki verið endurnýjað á þeim tíma. Síðan hafi eldri búnaður látið enn meira á sjá og nýi búnaðurinn er ekki eins nýr og áður.

„Brýnt er að hið fyrsta verði tekin ákvörðun um nýsmíði á rannsóknaskipi í stað Bjarna Sæmundssonar þannig að í framtíðinni verði tryggt að hægt verði að sinna með öruggum hætti mikilvægum rannsóknum á auðlindum hafsins. Slíkt öryggi er því miður ekki tryggt með núverandi skipakosti Hafrannsóknastofnunar.“

Hitt rannsóknaskip Hafrannsóknastofnunar, Árni Friðriksson, hefur verið í loðnuleiðangri í lögsögu Jan Mayen frá því í byrjun mánaðarins og er nú á suðurleið með austurströnd Grænlands.

„Bjarni mun sinna mælingum á hafsvæðinu fyrir vestan og norðan land á móti Árna. Leiðöngrum rannsóknaskipanna átti að ljúka 29. september en vegna bilunarinnar lýkur þeim ekki fyrr en 4. október. Ekki er hægt að lengja leiðangrana frekar þar sem Árni fer í haustrall í byrjun október og Bjarni í rækju- og ungsíldarrannsóknir.“

Gert sé ráð fyrir að hægt verði að fara yfir fyrirhugað rannsóknasvæði þótt þéttleiki mælinga verði minni en annars. „Seinkunin hefur haft mikil áhrif á fjölda starfsmanna Hafrannsóknastofnunar þar sem hátt í 50 manns taka þátt í loðnuleiðöngrunum. Einnig hefur seinkun á haustralli og rækju nokkur áhrif þótt minni séu.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 22.4.24 478,32 kr/kg
Þorskur, slægður 22.4.24 474,37 kr/kg
Ýsa, óslægð 22.4.24 203,49 kr/kg
Ýsa, slægð 22.4.24 130,57 kr/kg
Ufsi, óslægður 22.4.24 194,31 kr/kg
Ufsi, slægður 22.4.24 233,45 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 22.4.24 189,26 kr/kg
Litli karfi 19.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

23.4.24 Goði SU 62 Grásleppunet
Grásleppa 665 kg
Samtals 665 kg
23.4.24 Fanney EA 82 Grásleppunet
Grásleppa 1.613 kg
Þorskur 293 kg
Skarkoli 111 kg
Steinbítur 10 kg
Ýsa 3 kg
Samtals 2.030 kg
23.4.24 Brynjar BA 338 Handfæri
Ufsi 52 kg
Samtals 52 kg
22.4.24 Einar Guðnason ÍS 303 Lína
Steinbítur 5.920 kg
Þorskur 3.967 kg
Skarkoli 603 kg
Hlýri 32 kg
Ýsa 25 kg
Samtals 10.547 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 22.4.24 478,32 kr/kg
Þorskur, slægður 22.4.24 474,37 kr/kg
Ýsa, óslægð 22.4.24 203,49 kr/kg
Ýsa, slægð 22.4.24 130,57 kr/kg
Ufsi, óslægður 22.4.24 194,31 kr/kg
Ufsi, slægður 22.4.24 233,45 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 22.4.24 189,26 kr/kg
Litli karfi 19.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

23.4.24 Goði SU 62 Grásleppunet
Grásleppa 665 kg
Samtals 665 kg
23.4.24 Fanney EA 82 Grásleppunet
Grásleppa 1.613 kg
Þorskur 293 kg
Skarkoli 111 kg
Steinbítur 10 kg
Ýsa 3 kg
Samtals 2.030 kg
23.4.24 Brynjar BA 338 Handfæri
Ufsi 52 kg
Samtals 52 kg
22.4.24 Einar Guðnason ÍS 303 Lína
Steinbítur 5.920 kg
Þorskur 3.967 kg
Skarkoli 603 kg
Hlýri 32 kg
Ýsa 25 kg
Samtals 10.547 kg

Skoða allar landanir »