Vill eldisreglu í fiskeldið

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir sjávarútvegsráðherra fjallaði um laxeldi á íbúafundi á ...
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir sjávarútvegsráðherra fjallaði um laxeldi á íbúafundi á Ísafirði í dag. Ljósmynd/Halldor Sveinbjörnsson

Bjarni Benediktsson, starfandi forsætisráðherra, sagðist hafa greitt atkvæði með því að Hvalárvirkjun á Ströndum yrði sett í nýtingarflokk rammaáætlunar á sínum tíma. Hann sagðist enn þeirrar skoðunar. Á íbúafundi á Ísafirði í dag sagði Bjarni að enginn á Alþingi hefði talað gegn því að setja Hvalárvirkjun í nýtingarflokk eins og lagt var til í þingsályktunartillögu Svandísar Svavarsdóttur, þáverandi umhverfisráðherra á sínum tíma. Sagði Bjarni að búið hefði verið að afgreiða málið. „Þess vegna kemur það mér ekki á óvart að það hafi komið flatt upp á menn hér að þetta mál, sem enginn talaði gegn í almennri umræðu um málið á Alþingi, skuli núna vera orðið sérstakt bitbein.“

Þrjú áherslumál lágu fyrir íbúafundinum sem Fjórðungssamband Vestfjarða stóð fyrir í íþróttahúsi Ísafjarðar í dag: Raforkumál, samgöngumál og sjókvíaeldi. Fjórir ráðherrar mættu á fundinn, þar af þrír ráðherrar Sjálfstæðisflokks. 

Á fundinum, sem um 450 íbúar mættu á, var mörgum tíðrætt um lagningu vegar um Gufudalssveit (Teigsskóg) sem velkst hefur um í kerfinu árum saman. Sagði Bjarni að um „sorgarsögu“ væri að ræða og að nú væri væntanlega komið að því að láta Alþingi höggva á hnútinn.

Bjarni Benediktsson, starfandi forsætisráðherra, á íbúafundinum á Ísafirði í dag.
Bjarni Benediktsson, starfandi forsætisráðherra, á íbúafundinum á Ísafirði í dag. Ljósmynd/Halldór Sveinbjörnsson

Hvað sjókvíaeldi varðar sagðist Bjarni talsmaður þess að reynt væri að byggja á vísindum og nota rannsóknir til að komast að niðurstöðu um þau mál. Ljóst væri að slíkt eldi gæti starfað hundruð starfa og að tekjur af því yrðu miklar. Því yrði að leita allra leiða til að halda áfram að skoða málið frá öllum hliðum.

Áhættumatið ákveðið áfall

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, starfandi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, sagði að áhættumat Hafrannsóknarstofnunar á laxeldi í Ísafjarðardjúpi hefði verið ákveðið áfall. „En ég tel afráð að leggja áhættumatið ekki sem grunn. Mér hefur verið gert alveg skýrt að ef við hróflum við þessum grunni þá verður óvissa líka á suðurfjörðunum [þar sem sjókvíaeldi er nú þegar]. En það er hægt að breyta áhættumatinu. Það er hægt að nota það og hafa það sem lifandi plagg og við eigum að vinna þannig.“

Þorgerður sagði að Íslendingar gætu verið samkeppnisfærir í þessum geira en þá þyrftu að vera skýrar reglur, „grjóthart regluverk sem tekur tillit til umhverfis, lífríkis, náttúru og samfélags.“ Sagði hún forsvarsmenn Hafrannsóknarstofnunar vita að áhættumatið væri forsendum og breytingum háð. Ný tækni gæti til dæmis breytt forsendunum. 

Sagði hún að málið yrði þó enn til umfjöllunar í ráðuneytinu, það ætti ekki að bíða fram yfir kosningar. „Nú eru kosningar og það gengur ekki fyrir ykur eða samfélagið að setja allt á bið. Þannig að við verðum að vinna málið áfram.“

Ráðgjafahópur um eldisreglu

Sagði hún að til að finna lausn væri hægt að leita til þess sem gert hefur verið í sjávarútveginum. „Þar höfum við byggt upp aflareglu, það tók ákveðinn tíma, en aflareglan byggir meðal annars á umhverfisráðgjöf en líka á hagrænum sjónarmiðum.“

Sagði hún að þannig ætti að vinna áfram. „Förum sömu leið með fiskeldið. Þess vegna hef ég ákveðið að taka þessar báðar skýrslur [Hafró og KPMG], vinna þær áfram og búa til eldisreglu. Alveg eins og við erum með aflareglu eigum við að búa til eldisreglu.“ Sagðist Þorgerður ætla að skipa ráðgjafahóp með fulltrúum frá hagsmunaaðilum, Hafrannsóknarstofnun og Hagfræðistofnun Háskóla Íslands. „Við ætlum að gera þetta rétt frá grunni. Þeir í Noregi, sem hafa mikla reynslu af fiskeldinu, sögðu við mig: Flýtið ykkar hægt, kæru Íslendingar, lærið af okkar reynslu. Það ætlum við að gera.“

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ráðherra ferðamála, iðnaðar og nýsköpunar, sagði ...
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ráðherra ferðamála, iðnaðar og nýsköpunar, sagði að rof hefði myndast milli höfuðborgar og landsbyggðar. Ljósmynd/Halldór Sveinbjörnsson

Samgöngumálin orðin „vandræðaleg“

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ráðherra ferðamála, iðnaðar og nýsköpunar, benti á að hún væri meðflutningsmaður á frumvarpi þingmanna Vestfjarða um Teigsskóg sem miðar að því að Alþingi höggvi á þann hnút sem upp er kominn í málinu. „Það þarf að klára það mál, þetta er einfaldlega orðið vandræðalegt.“

Þórdís Kolbrún sagði mikilvægt að spyrja sig að því, varðandi raforkumálin, til hvers þyrfti flutningskerfi raforku og til hvers þyrfti orku. „Þurfum við þær yfir höfuð með þeim umhverfislegum áhrifum sem framkvæmdir á þessu sviði hafa í för með sér. [...] Svarið liggur einfaldlega í því að þetta eru lífæðar samfélagsins og þess vegna þurfum við þetta og þess vegna erum við að þessu.“

Þórdís Kolbrún sagði að umræðan um uppbyggingarþörf raforkukerfisins ætti það til að snúast um stóriðju í of miklum mæli og möguleg stóriðjuáform. „Þetta er að mínu mati mikil einföldun á staðreyndum. Aukið afhendingaröryggi raforku snýr ekki síður að heimilum og smærri fyrirtækjum, jöfnun búsetuskilyrða, jöfnum atvinnutækifærum og jöfnum möguleikum til orkuskipta á landsvísu til að ná fram markmiðum í loftslagsmálum.“

Rof á milli höfuðborgar og landsbyggðar

Þórdís Kolbrún sagði að stærstu hagsmunamál landsbyggðarinnar felist í styrkingu innviða. „Höfuðborgarbúar hafa ekki upplifað rafmagnsleysi síðan í kringum 1990. Það er að segja, mín kynslóð á höfuðborgarsvæðinu, hefur ekki upplifað rafmagnsleysi. Það getur þá leitt til þess, sem ég held að hafi gerst, að það verður þarna ákveðið rof. Það má ekki gerast því við erum ein þjóð og það flækir málið fyrir þetta svæði að vera mörgum áratugum á eftir í innviðauppbyggingu heldur en höfuðborgarsvæðið. Í millitíðinni hefur nefnilega leikreglum verið breytt. Höfuðborgarsvæðið var búið að gera allt sitt, fór svo að gera meiri kröfur og breyta reglum, en þá er þetta svæði eftir og það getur verið snúið.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Afurð Dags. Meðalverð
Gellur 6.12.17 706,00 kr/kg
Þorskur, óslægður 11.12.17 242,78 kr/kg
Þorskur, slægður 11.12.17 258,42 kr/kg
Ýsa, óslægð 11.12.17 247,27 kr/kg
Ýsa, slægð 11.12.17 230,61 kr/kg
Ufsi, óslægður 11.12.17 67,82 kr/kg
Ufsi, slægður 11.12.17 93,07 kr/kg
Djúpkarfi 7.12.17 79,00 kr/kg
Gullkarfi 11.12.17 149,96 kr/kg
Litli karfi 6.12.17 11,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

13.12.17 Hvanney SF-051 Þorskfisknet
Ýsa 65 kg
Skarkoli 33 kg
Ufsi 32 kg
Karfi / Gullkarfi 7 kg
Samtals 137 kg
13.12.17 Sunnutindur SU-095 Línutrekt
Ýsa 533 kg
Samtals 533 kg
13.12.17 Hafdís SU-220 Lína
Þorskur 6.660 kg
Ýsa 3.643 kg
Keila 75 kg
Samtals 10.378 kg
13.12.17 Sjöfn SH-707 Plógur
Ígulker 1.002 kg
Samtals 1.002 kg

Skoða allar landanir »