Bjartsýnn á góða vertíð fyrir vestan

Emil segir aflann ásættanlegan miðað við árstíma.
Emil segir aflann ásættanlegan miðað við árstíma. mbl.is/Alfons

„Þetta hefur verið ágætiskropp á línu,“ segir Emil Freyr Emilsson, skipstjóri á línubátnum Guðbjarti SH sem er gerður út frá Rifi.

„Það stóð til að við færum til veiða á Skagaströnd í haust en aflinn þar hefur ekkert verið sérstakur svo við höldum okkur við Breiðafjörðinn að sinni,“ segir Emil í samtali við fréttaritara.

Mest af ýsu og þorski

„Við höfum sótt suður fyrir Öndverðarnes og fengið ágætt þar, og höfum fengið sæmilegan afla af löngu í bland með öðrum tegundum,“ bætir hann við og bendir á að aflinn hafi verið um 100 kíló á bala, sem sé ásættanlegt miðað við árstíma og þá staðreynd að sjórinn sé tiltölulega heitur.

„Við höfum annað slagið farið í álinn og þar höfum við líka fengið í kringum 100 kílóin á balann, en þá mest af ýsu og þorski.“

Spurður um fiskverð segist Emil vera sáttur við það.

„Fiskverð hefur þokast upp á við og er ég mjög bjartsýnn að þessi vertíð verði góð.“

mbl.is
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 17.10.17 279,46 kr/kg
Þorskur, slægður 17.10.17 284,66 kr/kg
Ýsa, óslægð 17.10.17 289,97 kr/kg
Ýsa, slægð 17.10.17 295,08 kr/kg
Ufsi, óslægður 17.10.17 90,47 kr/kg
Ufsi, slægður 17.10.17 103,38 kr/kg
Djúpkarfi 15.9.17 141,00 kr/kg
Gullkarfi 17.10.17 158,84 kr/kg
Litli karfi 17.10.17 14,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 17.10.17 268,93 kr/kg

Fleiri tegundir »

17.10.17 Steinunn SH-167 Dragnót
Skarkoli 1.884 kg
Ýsa 1.477 kg
Ufsi 167 kg
Þykkvalúra / Sólkoli 57 kg
Samtals 3.585 kg
17.10.17 Finnbjörn ÍS-068 Dragnót
Skarkoli 904 kg
Þorskur 164 kg
Lúða 38 kg
Steinbítur 24 kg
Ufsi 23 kg
Þykkvalúra / Sólkoli 13 kg
Karfi / Gullkarfi 13 kg
Samtals 1.179 kg
17.10.17 Ásdís ÍS-002 Dragnót
Ýsa 1.049 kg
Skarkoli 777 kg
Þorskur 101 kg
Karfi / Gullkarfi 51 kg
Ufsi 45 kg
Þykkvalúra / Sólkoli 38 kg
Lúða 26 kg
Steinbítur 14 kg
Samtals 2.101 kg

Skoða allar landanir »