Hreinsistöð tekin í notkun

Stór fleytikör eru notuð til að skilja fitu frá vatninu. ...
Stór fleytikör eru notuð til að skilja fitu frá vatninu. Þurrefni eru skilin frá með tromlum. Allt vatn frá verksmiðjunni fer hreinsað út. mbl.is/Albert Kemp

Loðnuvinnslan á Fáskrúðsfirði hefur tekið í notkun fullkomna hreinsistöð. Stöðin var ræst síðastliðinn miðvikudag.

Hún hreinsar allt vatn sem kemur frá fiskvinnslu fyrirtækisins, fita og fastefni er skilið frá affallsvatninu. Fitan er nýtt til lýsisgerðar og þurrefnisagnir fara í mjölvinnslu, að því er fram kemur í umfjöllun um hreinsibúnað þennan í Morgunblaðinu í dag .

„Þetta er algjör bylting umhverfislega og stórt skref inn í framtíðina. Með þessum búnaði erum við að skila frá okkur hreinu vatni, án fitu og þurrefna. Þetta er líka arðbært til lengri tíma litið,“ sagði Friðrik Mar Guðmundsson, framkvæmdastjóri Loðnuvinnslunnar. Verksmiðja fyrirtækisins er knúin rafmagni og því umhverfisvænni en væri hún knúin olíu.

Afurð Dags. Meðalverð
Gellur 6.12.17 706,00 kr/kg
Þorskur, óslægður 11.12.17 242,78 kr/kg
Þorskur, slægður 11.12.17 258,42 kr/kg
Ýsa, óslægð 11.12.17 247,27 kr/kg
Ýsa, slægð 11.12.17 230,61 kr/kg
Ufsi, óslægður 11.12.17 67,82 kr/kg
Ufsi, slægður 11.12.17 93,07 kr/kg
Djúpkarfi 7.12.17 79,00 kr/kg
Gullkarfi 11.12.17 149,96 kr/kg
Litli karfi 6.12.17 11,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

14.12.17 Finnbjörn ÍS-068 Dragnót
Skarkoli 273 kg
Ýsa 128 kg
Þorskur 106 kg
Skötuselur 3 kg
Steinbítur 2 kg
Þykkvalúra / Sólkoli 2 kg
Samtals 514 kg
14.12.17 Ásdís ÍS-002 Dragnót
Skarkoli 352 kg
Þorskur 224 kg
Ýsa 8 kg
Þykkvalúra / Sólkoli 5 kg
Lúða 3 kg
Steinbítur 3 kg
Samtals 595 kg
14.12.17 Blíða SH-277 Plógur
Sæbjúga /Hraunpussa 1.072 kg
Samtals 1.072 kg

Skoða allar landanir »