Sækir fisk í soðið í Djúpavík

„Þetta var allt til gamans gert og rétt til þess að fá fisk í soðið. Aflinn fer til heimilis og fjölskyldu og afganginn fá vinir og vandamenn,“ segir Ágúst Guðmundsson. Hann býr í Vestmannaeyjum en er Strandamaður í húð og hár og fer oft á æskuslóðir sínar. Þar var hann fyrir viku síðan og reri á sínu litla bátshorni frá Djúpavík fram á Reykjarfjörðinn.

Hitti ljósmyndari Morgunblaðsins Ágúst þegar hann var að gera að afla dagsins í fjörunni, rétt framan við gömlu síldarverksmiðjuna. Með Ágústi var Gylfi Sigurðsson, smiður í Hafnarfirði, sem er einn fjölmargra sem sækja mikið vestur á Strandir til að afla sér lífsorku í stórbrotnu umhverfinu á þessum slóðum.

„Það togar alltaf í mig að fara norður á Strandir og æ meira eftir því sem ég eldist. Ég fer nú ekki langt, eitthvað út á fjörðinn sem var alveg spegilsléttur og fallegur um helgina. Þar renni ég fyrir fisk. Það er alltaf þorsk að fá, en hins vegar er minna af svartfugli, en hann veiddi ég gjarnan áður og finnst vera herramannsmatur,“ segir Ágúst.

mbl.is
Afurð Dags. Meðalverð
Gellur 6.12.17 706,00 kr/kg
Þorskur, óslægður 11.12.17 242,78 kr/kg
Þorskur, slægður 11.12.17 258,42 kr/kg
Ýsa, óslægð 11.12.17 247,27 kr/kg
Ýsa, slægð 11.12.17 230,61 kr/kg
Ufsi, óslægður 11.12.17 67,82 kr/kg
Ufsi, slægður 11.12.17 93,07 kr/kg
Djúpkarfi 7.12.17 79,00 kr/kg
Gullkarfi 11.12.17 149,96 kr/kg
Litli karfi 6.12.17 11,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

14.12.17 Björgúlfur EA-312 Botnvarpa
Karfi / Gullkarfi 295 kg
Samtals 295 kg
13.12.17 Indriði Kristins BA-751 Lína
Þorskur 10.102 kg
Ýsa 371 kg
Steinbítur 5 kg
Keila 3 kg
Samtals 10.481 kg
13.12.17 Manni ÞH-088 Plógur
Kúfiskur / Kúskel 301 kg
Samtals 301 kg
13.12.17 Blíða SH-277 Plógur
Ígulker 1.356 kg
Samtals 1.356 kg
13.12.17 Særún EA-251 Lína
Ýsa 3.396 kg
Þorskur 861 kg
Samtals 4.257 kg

Skoða allar landanir »