Þarf að taka tillit til eldisaðferða

Húsfyllir var á fundi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytis um áhættumat Hafrannsóknarstofnunar.
Húsfyllir var á fundi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytis um áhættumat Hafrannsóknarstofnunar. mbl.is/Kristinn Magnússon

Það er gagnrýnivert að Hafrannsóknastofnun geri ráð fyrir sambærilegri áhættu af sleppingum á laxaseiðum hjá þeim laxeldisstöðvum sem setja smáseiði út í júní og þeirra sem setja seiði út að hausti. Þetta er mat Báru Gunnlaugsdóttur eins stjórnenda Stofnfisks, á morgunfundi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytisins um áhættumat Hafrannsóknastofnunnar á laxeldi.

Eins segir hún stofnunina gera ráð fyrir of löngum áhættutíma í líkaninu. Raunverulegur áhættutími sé ekki nema 10 mánuðir af líftíma hvers eldislax í kví, eins og áhættan er skilgreind í skýrslunni, en ekki 18, líkt og gert sé ráð fyrir í áhættumatinu.

Stofnfiskur framleiðir lifandi laxastofn fyrir eldislax og fer 9% af framleiðslu fyrirtækisins á markað hér á landi.

Útsetning stórseiða minnkar líkur á stroki

Bára sagði vissulega rétt hjá Hafrannsóknastofnun að stærð gönguseiða hafi áhrif á möguleika seiðanna að sleppa, sem og lífslíkur þeirra þegar út er komið. „Útsetning stórseiða minnkar líkur á stroki og lífslíkurnar eru sagðar mjög litlar ef þau sleppa.“

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra stýrði fundinum.
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra stýrði fundinum. Kristinn Magnússon

„Lífslíkur haustseiða eru sagðar minni en þeirra sem sleppa á vorin, þess vegna skiptir máli hversu mikið er sett út á hverjum tíma. Það er ekki sama áhætta hjá eldisfyrirtæki sem setur út 50.000 haustseiði og eldisfyrirtæki sem setur út 50.000 gönguseiði að vori. Til þessa er ekki tekið tillit til í líkani Hafró,“ segir Bára.

„Það fylgir heldur ekki sama áhætta hjá fyrirtæki sem elur stórseiði í sjó 16 mánuði og hjá eldisstöð sem elur gönguseiði í sjó í 24 mánuði.“ Þá drepist aukinheldur mikill meirihlut þess eldislax sem sleppi úr kvíum yfir vetrarmánuðina.

Þarf skoða tölur yfir kyn og kynþroska

Hjá eldishængum tekst hrygning í 1-3% tilvika, en í um 30% tilvika hjá hrygnum að sögn Báru. „Þess vegna þarf líka að taka tillit til hlutfall hrygna og hænga sem sleppa,“ bætir hún við og segir að það ætti að vera hægt að nálgast kynþroskatölur úr kvíum hjá fiskvinnslum sem vinna eldislax.

Sum fyrirtæki í dag séu aukinheldur farin að nota ljós yfir vetrartímann til að draga úr líkum á að eldisfiskur nái kynþroska, enda sé það þeim heldur ekki í hag að fiskurinn nái þeim þroska.

„Það er ekki heldur verið að taka tillit til þessa,“ segir Bára og gagnrýnir að í áhættumatinu sé ekki horft til þess hve eldisaðferðir eru mismunandi.

Hún segir að líkanið sé faglega unnið og geti nýst vel sem aðstoðartæki við ákvarðanir ef það sé notað rétt. Í skýrslunni um áhættumat Hafrannsóknarstofnunar, þar sem er stuðst við líkanið, er lagt fram að það sé lifandi með virkri vöktunaráætlun.

Í því hljóti að felast að endurmeta þurfi eldisstaði með tillit til innleiddra mótvægisaðgerða. „Það er ekki rétt að setja eldisstaði með mismunandi eldisaðferðir í sama áhættuflokk. Líkanið verður að taka tillit til þeirra aðferða sem fyrirtæki hafa innleitt.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 18.4.24 501,21 kr/kg
Þorskur, slægður 18.4.24 634,24 kr/kg
Ýsa, óslægð 18.4.24 371,38 kr/kg
Ýsa, slægð 18.4.24 140,96 kr/kg
Ufsi, óslægður 18.4.24 197,72 kr/kg
Ufsi, slægður 18.4.24 265,14 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 18.4.24 172,97 kr/kg
Litli karfi 18.4.24 70,38 kr/kg
Blálanga, óslægð 11.3.24 50,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

18.4.24 Hrefna ÍS 267 Landbeitt lína
Steinbítur 8.181 kg
Þorskur 404 kg
Skarkoli 88 kg
Ýsa 78 kg
Samtals 8.751 kg
18.4.24 Eyrarröst ÍS 201 Landbeitt lína
Steinbítur 3.179 kg
Þorskur 460 kg
Skarkoli 160 kg
Ýsa 94 kg
Samtals 3.893 kg
18.4.24 Sæli BA 333 Lína
Þorskur 1.581 kg
Ýsa 18 kg
Skarkoli 17 kg
Samtals 1.616 kg
18.4.24 Fríða Dagmar ÍS 103 Lína
Steinbítur 923 kg
Ýsa 369 kg
Þorskur 199 kg
Hlýri 78 kg
Skarkoli 56 kg
Langa 25 kg
Ufsi 18 kg
Samtals 1.668 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 18.4.24 501,21 kr/kg
Þorskur, slægður 18.4.24 634,24 kr/kg
Ýsa, óslægð 18.4.24 371,38 kr/kg
Ýsa, slægð 18.4.24 140,96 kr/kg
Ufsi, óslægður 18.4.24 197,72 kr/kg
Ufsi, slægður 18.4.24 265,14 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 18.4.24 172,97 kr/kg
Litli karfi 18.4.24 70,38 kr/kg
Blálanga, óslægð 11.3.24 50,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

18.4.24 Hrefna ÍS 267 Landbeitt lína
Steinbítur 8.181 kg
Þorskur 404 kg
Skarkoli 88 kg
Ýsa 78 kg
Samtals 8.751 kg
18.4.24 Eyrarröst ÍS 201 Landbeitt lína
Steinbítur 3.179 kg
Þorskur 460 kg
Skarkoli 160 kg
Ýsa 94 kg
Samtals 3.893 kg
18.4.24 Sæli BA 333 Lína
Þorskur 1.581 kg
Ýsa 18 kg
Skarkoli 17 kg
Samtals 1.616 kg
18.4.24 Fríða Dagmar ÍS 103 Lína
Steinbítur 923 kg
Ýsa 369 kg
Þorskur 199 kg
Hlýri 78 kg
Skarkoli 56 kg
Langa 25 kg
Ufsi 18 kg
Samtals 1.668 kg

Skoða allar landanir »