Streyma inn tilkynningar um borgarísjaka

Borgarísjaki. Mynd úr safni.
Borgarísjaki. Mynd úr safni. mbl.is/Halldór Sveinbjörnsson

Hafísinn virðist býsna langt undan, ef marka má nýlegar myndir frá dönsku veðurstofunni. Samkvæmt þeim er ísbreiðan óvenju langt norður í hafi, en samanburður við kort frá því í ágústbyrjun og miðjan október í fyrra sýnir að ísinn er talsvert norðar en þá.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landhelgisgæslunni, en um þessar mundir er ísbreiðan jafnan með minnsta móti enda heitustu mánuðir ársins nýlega að baki.

„Á sama tíma og ísbreiðan er svo langt norður í hafi streyma inn tilkynningar frá íslenskum skipum til stjórnstöðvar Landhelgisgæslunnar um borgarísjaka á miðunum norðvestur og norður af Vestfjörðum og jafnvel langt inn á Húnaflóa,“ segir í tilkynningu Gæslunnar.

Varðskipið Týr mun þannig hafa siglt fram hjá borgarísjökum á þessum slóðum í eftirlitsferð undir lok síðasta mánaðar. Var einn þeirra um tuttugu metra hár og sjötíu metra breiður.

„Smærri jakar voru í grenndinni. Tilkynningar um borgarísjaka hafa einnig borist frá áhöfnum flugvéla á ferð um þessar slóðir.“

mbl.is
Afurð Dags. Meðalverð
Gellur 6.12.17 706,00 kr/kg
Þorskur, óslægður 15.12.17 223,58 kr/kg
Þorskur, slægður 15.12.17 239,16 kr/kg
Ýsa, óslægð 15.12.17 253,10 kr/kg
Ýsa, slægð 15.12.17 186,88 kr/kg
Ufsi, óslægður 15.12.17 70,79 kr/kg
Ufsi, slægður 15.12.17 83,67 kr/kg
Djúpkarfi 7.12.17 79,00 kr/kg
Gullkarfi 15.12.17 261,54 kr/kg
Litli karfi 14.12.17 0,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

16.12.17 Ásdís ÍS-002 Dragnót
Skarkoli 391 kg
Ýsa 327 kg
Þorskur 39 kg
Steinbítur 4 kg
Lúða 2 kg
Þykkvalúra / Sólkoli 1 kg
Samtals 764 kg
16.12.17 Sandfell SU-075 Lína
Ýsa 3.622 kg
Þorskur 276 kg
Keila 52 kg
Karfi / Gullkarfi 5 kg
Samtals 3.955 kg
16.12.17 Eskey ÓF-080 Línutrekt
Þorskur 2.565 kg
Ýsa 795 kg
Karfi / Gullkarfi 67 kg
Keila 7 kg
Hlýri 4 kg
Samtals 3.438 kg

Skoða allar landanir »