Streyma inn tilkynningar um borgarísjaka

Borgarísjaki. Mynd úr safni.
Borgarísjaki. Mynd úr safni. mbl.is/Halldór Sveinbjörnsson

Hafísinn virðist býsna langt undan, ef marka má nýlegar myndir frá dönsku veðurstofunni. Samkvæmt þeim er ísbreiðan óvenju langt norður í hafi, en samanburður við kort frá því í ágústbyrjun og miðjan október í fyrra sýnir að ísinn er talsvert norðar en þá.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landhelgisgæslunni, en um þessar mundir er ísbreiðan jafnan með minnsta móti enda heitustu mánuðir ársins nýlega að baki.

„Á sama tíma og ísbreiðan er svo langt norður í hafi streyma inn tilkynningar frá íslenskum skipum til stjórnstöðvar Landhelgisgæslunnar um borgarísjaka á miðunum norðvestur og norður af Vestfjörðum og jafnvel langt inn á Húnaflóa,“ segir í tilkynningu Gæslunnar.

Varðskipið Týr mun þannig hafa siglt fram hjá borgarísjökum á þessum slóðum í eftirlitsferð undir lok síðasta mánaðar. Var einn þeirra um tuttugu metra hár og sjötíu metra breiður.

„Smærri jakar voru í grenndinni. Tilkynningar um borgarísjaka hafa einnig borist frá áhöfnum flugvéla á ferð um þessar slóðir.“

mbl.is
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 17.10.17 279,46 kr/kg
Þorskur, slægður 17.10.17 284,66 kr/kg
Ýsa, óslægð 17.10.17 289,97 kr/kg
Ýsa, slægð 17.10.17 295,08 kr/kg
Ufsi, óslægður 17.10.17 90,47 kr/kg
Ufsi, slægður 17.10.17 103,38 kr/kg
Djúpkarfi 15.9.17 141,00 kr/kg
Gullkarfi 17.10.17 158,84 kr/kg
Litli karfi 17.10.17 14,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 17.10.17 268,93 kr/kg

Fleiri tegundir »

17.10.17 Steinunn SH-167 Dragnót
Skarkoli 1.884 kg
Ýsa 1.477 kg
Ufsi 167 kg
Þykkvalúra / Sólkoli 57 kg
Samtals 3.585 kg
17.10.17 Finnbjörn ÍS-068 Dragnót
Skarkoli 904 kg
Þorskur 164 kg
Lúða 38 kg
Steinbítur 24 kg
Ufsi 23 kg
Þykkvalúra / Sólkoli 13 kg
Karfi / Gullkarfi 13 kg
Samtals 1.179 kg
17.10.17 Ásdís ÍS-002 Dragnót
Ýsa 1.049 kg
Skarkoli 777 kg
Þorskur 101 kg
Karfi / Gullkarfi 51 kg
Ufsi 45 kg
Þykkvalúra / Sólkoli 38 kg
Lúða 26 kg
Steinbítur 14 kg
Samtals 2.101 kg

Skoða allar landanir »