Ekki samið um makríl

Spriklandi makríll beint úr nót.
Spriklandi makríll beint úr nót. mbl.is/Börkur Kjartansson

Ekki náðust samningar um stjórnun makrílveiða í Norðaustur-Atlantshafi á fundi strandríkja í London í vikunni. Engir heildarsamningar verða því í gildi um veiðarnar á næsta ári frekar en síðustu ár.

Þrjú strandríkjanna, Evrópusambandið, Noregur og Færeyjar, gerðu með sér samning um þessar veiðar fyrir nokkrum árum. Samkvæmt nýtingaráætlun þeirra er gert ráð fyrir að veiðar aukist ekki um meira en 25% á milli ára og dragist ekki saman um meira en 20%.

Í fyrra komu þessir aðilar sér saman um 1.021 þúsund tonna kvóta á þessu ári og hafa núna komið sér saman um 20% samdrátt í heildarafla, þ.e. að miða heildaraflann við 817 þúsund tonn árið 2018, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 18.10.17 269,94 kr/kg
Þorskur, slægður 18.10.17 271,07 kr/kg
Ýsa, óslægð 18.10.17 251,26 kr/kg
Ýsa, slægð 18.10.17 238,47 kr/kg
Ufsi, óslægður 18.10.17 80,34 kr/kg
Ufsi, slægður 18.10.17 117,33 kr/kg
Djúpkarfi 15.9.17 141,00 kr/kg
Gullkarfi 18.10.17 159,28 kr/kg
Litli karfi 17.10.17 14,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 18.10.17 126,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

19.10.17 Fjóla SH-007 Plógur
Ígulker 1.300 kg
Samtals 1.300 kg
19.10.17 Hamar SH-224 Lína
Þorskur 745 kg
Samtals 745 kg
19.10.17 Vestmannaey VE-444 Botnvarpa
Ýsa 26.215 kg
Þorskur 19.485 kg
Karfi / Gullkarfi 801 kg
Steinbítur 373 kg
Skarkoli 271 kg
Þykkvalúra / Sólkoli 228 kg
Ufsi 129 kg
Skata 100 kg
Skötuselur 92 kg
Lýsa 37 kg
Hlýri 22 kg
Samtals 47.753 kg

Skoða allar landanir »