Síldarsöltun hafin á Fáskrúðsfirði

Loðnuvinnslan er eini framleiðandi saltsíldar sem eftir er á landinu.
Loðnuvinnslan er eini framleiðandi saltsíldar sem eftir er á landinu. mbl.is/Albert Kemp

„Síldin er komin“ var hrópað á árum áður þegar síldarbátar komu að landi. Og enn kemur síldin þó ekkert sé hrópað, því að þrátt fyrir breytta tíma er síldin enn verðmæt afurð.

Þetta segir á vef Loðnuvinnslunnar, en Hoffellið er nú að landa um 150 tonnum af síld til söltunar. Í gegnum vinnsluna geta farið um 180 tonn á dag miðað við að unnið sé í 12 tíma.

Grétar Arnþórsson, verkstjóri síldarverkunar hjá Loðnuvinnslunni, segir síldina góða að þessu sinni þrátt fyrir að vera nokkuð feit. Bætir hann því við að stundum sé erfitt að vinna feita síld í vélunum, hún vilji festast meira heldur en mögur síld, en að sama skapi sé hún mikið bragðbetri.

Síld söltuð á Fáskrúðsfirði.
Síld söltuð á Fáskrúðsfirði. mbl.is/Albert Kemp

„Síldin er komin“

Fram kemur einnig á vef Loðnuvinnslunnar að fyrirtækið hafi fest kaup á nýjum vélum í sumar, til að flaka síld.

„Eru þessar vélar afar fullkomnar og þarf mannshöndin ekkert að koma þar að. En þrátt fyrir sífellt aukna tækni og sjálfvirkni við vinnsluna eru ennþá störf sem eru nokkuð erfið, en í fyllingu tímans munu þau eflaust hverfa á braut. Vélar sjá um að hausskera og flaka síldina, síðan fer hún í saltpækil í körum þar sem að hræra þarf í annað slagið og er það gert handvirkt. Eftir það er síldin færð í tunnur sem í dag eru úr plasti en trétunnurnar eru alveg horfnar á braut,“ segir á vefnum.

Bent er á að Grétar sé ekki blautur á bak við eyrun, heldur hafi hann byrjað að vinna á síldarplani á hinum svokölluðu síldarárum aðeins tíu ára að aldri.

Eitt af hans hlutverkum hafi þá verið að boða mannskapinn til vinnu með því að hlaupa um bæinn og kalla „síldin er komin“.

„Stundum þurfti maður að nota spýtu og renna henni eftir bárujárninu á húsunum til að ræsa,“ er haft eftir Grétari og hlær hann við. „Þá voru engir símar og þetta var leiðin.“ 

Ítarlegri umfjöllun á vef Loðnuvinnslunnar

mbl.is
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 18.10.17 269,94 kr/kg
Þorskur, slægður 18.10.17 271,07 kr/kg
Ýsa, óslægð 18.10.17 251,26 kr/kg
Ýsa, slægð 18.10.17 238,47 kr/kg
Ufsi, óslægður 18.10.17 80,34 kr/kg
Ufsi, slægður 18.10.17 117,33 kr/kg
Djúpkarfi 15.9.17 141,00 kr/kg
Gullkarfi 18.10.17 159,28 kr/kg
Litli karfi 17.10.17 14,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 18.10.17 126,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

19.10.17 Fjóla SH-007 Plógur
Ígulker 1.300 kg
Samtals 1.300 kg
19.10.17 Hamar SH-224 Lína
Þorskur 745 kg
Samtals 745 kg
19.10.17 Vestmannaey VE-444 Botnvarpa
Ýsa 26.215 kg
Þorskur 19.485 kg
Karfi / Gullkarfi 801 kg
Steinbítur 373 kg
Skarkoli 271 kg
Þykkvalúra / Sólkoli 228 kg
Ufsi 129 kg
Skata 100 kg
Skötuselur 92 kg
Lýsa 37 kg
Hlýri 22 kg
Samtals 47.753 kg

Skoða allar landanir »