Níu athugasemdir við fiskeldi á Kópaskeri

Tveir umsagnaraðilar óttast að mengun vegna frárennslis geti safnast fyrir …
Tveir umsagnaraðilar óttast að mengun vegna frárennslis geti safnast fyrir í höfninni á Kópaskeri. Tryggja þurfi að svo verði ekki. Kort/map.is

Frestur til að gera athugasemdir vegna breytinga á aðal- og deiliskipulagi vegna fyrirhugaðs fiskeldis á Röndinni á Kópaskeri er liðinn. Níu athugasemdir bárust vegna framkvæmdarinnar en Fiskeldi Austfjarða vill hefja tvö þúsund tonna laxeldi á svæðinu.

Eldið er líklegt til að styrkja byggð á Kópaskeri, að mati byggðarráðs Norðurbyggðar en áætlað er að stöðin veiti tíu til tuttugu manns á svæðinu atvinnu, auk afleiddra starfa. RÚV hafði eftir Kristjáni Þór Magnússyni, sveitarstjóra Norðurþings, á dögunum að einn aðili héldi upp nærri öllu atvinnulífi í þorpinu og átti þar við Fjallalamb. Framkvæmdirnar gætu eflt stöðuna í Öxarfirðinum.

Guðmundur Gíslason, stjórnarformaður Fiskeldis Austfjarða, sagði við Morgunblaðið í sumar að hugmyndin væri að framleiða seiðin á Kópaskeri og flytja þau þanað til eldisstöðva í Berufirði, Fáskrúðsfirði og Stöðvarfirði.

Frétt mbl.is: Óvissa með laxaseiðaeldisstöð

Eins og fyrr segir voru nokkrar athugasemdir gerðar við breytingar á aðal- og deiliskipulagi svæðsins en um þær var fjallað á fundi Skipulags- og umhverfisnefndar Norðurþings. Veðurstofa Íslands varar við hættu af stórviðrum á svæðinu sem og sjávarflóðum. Þá kemur stofnunin inn á áhrif af jarðskjálftum en árið 1976 varð skjálfti upp á 6,5 á Richter á svæðinu.

Minjastofnun Íslands bendir á að skrá þurfi menningarminjar á vettvangi og eigendur Brekku, sem eiga land sem liggur að fyrirhuguðu framkvæmdasvæði, óttast að vatnstaka geti spillt votlendi. Þá þurfi að huga að því að mengun frá fráveitu muni ekki skaða umhverfi, þar með talið að skila sér inn í höfnina. Í sama streng tekur Vegagerðin

Borholur leyfisskyldar

Samgöngustofa óskar eftir því að ekki verði skyggt á leiðarmerki frá sjó og að ekki verði sett upp ljós sem villt geti um fyrir sjófarendum. Orkustofnun bendir á að borholusjór fyrir umrædda fiskeldisstöð sé eftir atvikum leyfisskyld.

Skipulagsstofnun segir að í umhverfismati þurfi að fjalla um staðsetningu borhola og lagna auk staðsetningar frárennslis. Þá þurfi að huga að því hvernig afhendingu fiska í brúnnbát verði háttað. Tekið er fram að stofnunin telji að tilgriena eigi svæðið sem „aðrar mikilvægar náttúruminjar“. Þá leggur hún til að skoða þurfi hvaða athafnastarfsemi geti mögulega komið til álita á svæðinu og hvaða önnur staðsetning eða útfærsla á fiskeldinu geti komið til greina.

Svæðið á náttúruminjaskrá

Umhverfisstofnun segir mikilvægt að gera ráð fyrir förgun úrgangs, vöktun viðtaka, samgönguleiðum og öllu álagi á umhverfið við áætlun fiskeldis. „Einnig er mikilvægt að taka tillit til svæðis á náttúruminjaskrá eins og kostur er og raska ekki að óþörfu sjávarseti á svæðinu.“ Þá bendir Heilbrigðiseftirlit Norðurlands eystra á rétt almennings til umferðar um svæðið en þess bera að geta að framkvæmdasvæðið sjálft liggur að óbrúaðri á og er lítið nýtt til útivistar.

Fram kemur að tillit verði tekið til ábendinga við vinnslu skipulagstillagna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 18.3.24 559,44 kr/kg
Þorskur, slægður 18.3.24 503,96 kr/kg
Ýsa, óslægð 18.3.24 332,79 kr/kg
Ýsa, slægð 18.3.24 217,26 kr/kg
Ufsi, óslægður 18.3.24 221,12 kr/kg
Ufsi, slægður 18.3.24 222,80 kr/kg
Gullkarfi 18.3.24 234,41 kr/kg
Litli karfi 18.3.24 10,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 11.3.24 50,00 kr/kg
Blálanga, slægð 18.3.24 208,37 kr/kg

Fleiri tegundir »

19.3.24 Öðlingur SU 19 Línutrekt
Þorskur 7.380 kg
Samtals 7.380 kg
18.3.24 Sunnutindur SU 95 Línutrekt
Þorskur 10.868 kg
Ýsa 818 kg
Langa 137 kg
Keila 127 kg
Steinbítur 87 kg
Ufsi 4 kg
Samtals 12.041 kg
18.3.24 Straumey EA 50 Línutrekt
Þorskur 3.803 kg
Ýsa 146 kg
Steinbítur 54 kg
Samtals 4.003 kg
18.3.24 Ás NS 78 Grásleppunet
Grásleppa 2.198 kg
Þorskur 772 kg
Skarkoli 197 kg
Samtals 3.167 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 18.3.24 559,44 kr/kg
Þorskur, slægður 18.3.24 503,96 kr/kg
Ýsa, óslægð 18.3.24 332,79 kr/kg
Ýsa, slægð 18.3.24 217,26 kr/kg
Ufsi, óslægður 18.3.24 221,12 kr/kg
Ufsi, slægður 18.3.24 222,80 kr/kg
Gullkarfi 18.3.24 234,41 kr/kg
Litli karfi 18.3.24 10,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 11.3.24 50,00 kr/kg
Blálanga, slægð 18.3.24 208,37 kr/kg

Fleiri tegundir »

19.3.24 Öðlingur SU 19 Línutrekt
Þorskur 7.380 kg
Samtals 7.380 kg
18.3.24 Sunnutindur SU 95 Línutrekt
Þorskur 10.868 kg
Ýsa 818 kg
Langa 137 kg
Keila 127 kg
Steinbítur 87 kg
Ufsi 4 kg
Samtals 12.041 kg
18.3.24 Straumey EA 50 Línutrekt
Þorskur 3.803 kg
Ýsa 146 kg
Steinbítur 54 kg
Samtals 4.003 kg
18.3.24 Ás NS 78 Grásleppunet
Grásleppa 2.198 kg
Þorskur 772 kg
Skarkoli 197 kg
Samtals 3.167 kg

Skoða allar landanir »