Margar leiðir til að selja fisk yfir netið

Sjómenn í bænum Nome, vestarlega í Alaska, draga krabba upp ...
Sjómenn í bænum Nome, vestarlega í Alaska, draga krabba upp um vök á ís. Kína er stærsti markaðurinn fyrir sjávarafurðir frá Alaska. Ljósmynd/Alaska Seafood

„Sjávarútvegurinn er grein sem fer stundum varlega í að tileinka sér nýjustu tækni,“ segir Alexa Tonkovich hlæjandi þegar hún er spurð hvort framleiðendur sjávarafurða hafi ekki verið svolítið seinir að taka netið í þjónustu sína.

Alexa er forstjóri Markaðsstofu sjávarútvegsfyrirtækja í Alaska og flutti í september erindi á Alþjóðlegu sjávarútvegssýningunni þar sem hún fjallaði um markaðssetningu sjávarafurða á netinu.

Hún segir þurfa að yfirstíga ýmsar hindranir til að selja fisk yfir netið. „Ekki er nóg með að tryggja þurfi örugga flutninga þar sem engin hætta er á að kæling tapist, heldur þarf líka að fræða neytendur, sem stundum vita ekki í hvorn fótinn þeir eiga að stíga við kaup á fiski.“

Alexa segir t.d. marga neytendur ekki endilega gera greinarmun á villtum fiski og eldisfiski og jafnvel ekki kunna að greina muninn á ólíkum fisktegundum. „Fiskur er vara sem mörgum finnst ekki auðvelt að kaupa og hópur neytenda reiðir sig á ráð fisksalans úti í búð þegar á að kaupa flak í matinn. Hjá unga fólkinu sjáum við líka að margir vita ekki hvernig þeir eiga að bera sig að við að elda fiskinn.“

„Það er ekki endilega ódýrara að selja fisk yfir netið ...
„Það er ekki endilega ódýrara að selja fisk yfir netið en eftir hefðbundnum leiðum, en hins vegar hefur netið þann kost að hægt er að ná til neytenda með mjög skilvirkum hætti.“ Ljósmynd/Alaska Seafood

Þótt sala á fiski yfir netið leyfi ekki endilega sama þjónustustig og þegar flak er valið úr kæliborði fiskbúðar eða stórmarkaðar segir Alexa að netið sé samt góður staður til að fræða fólk og smám saman vinna bug á hindrununum. „Netið er afskaplega hentugt tæki til samskipta og markaðssetningar og t.d. hægt að bjóða kaupendum upp á að horfa á stutt myndskeið þar sem þeim er sýnt hvernig má elda fiskinn sem er í boði.“

Markaðsátök mun ódýrari

Matarinnkaup heimilanna færast æ meira yfir á netið. Segir Alexa mikilvægt að sjávarútvegurinn taki þátt í þeirri þróun svo fiskurinn tapi ekki markaðshlutdeild til annarra próteingjafa. Fólk fer ýmsar leiðir til að kaupa fisk yfir netið; sumir setja fiskpakkningu í körfuna þegar keypt er í matinn hjá matvöruverslunum á netinu; aðrir panta fiskinn frá sérhæfðum seljendum og svo eru þeir sem fá fiskinn í pökkum frá fyrirtækjum eins og Blue Apron sem raða saman í pakka hráefni sem dugar í heila máltíð fyrir fjölskylduna.

„Það er ekki endilega ódýrara að selja fisk yfir netið en eftir hefðbundnum leiðum, en hins vegar hefur netið þann kost að hægt er að ná til neytenda með mjög skilvirkum hætti. Markaðsherferð hjá kínverskri netverslun gæti kostað okkur allt niður í 5.000 dali en að ráðast í sambærilega herferð með kynningum í hefðbundnum verslunum myndi kosta okkur 25-50.000 dali og jafnvel meira. Þrátt fyrir þennan mikla kostnaðarmun er árangurinn af herferðunum á netinu jafngóður ef ekki betri.“

Alexa segir sölu á fiski á netinu þegar komna á nokkurt skrið í Kína, stærsta markaðssvæði sjávarútvegsfyrirtækja í Alaska. „Ég veit ekki hvort það mun nokkurn tíma gerast að fisksala yfir netið muni taka fram úr sölu í fiskverslunum og stórmörkuðum, en því er ekki að neita að unga fólkið hefur vanist því að kaupa sem flest á netinu og netið er staðurinn til að ná til þess markhóps.“

Að sögn Alexu hefur reynt vel að vinna með innlendum ...
Að sögn Alexu hefur reynt vel að vinna með innlendum innflytjendum sjávarafurða í Kína. Ljósmynd/Alaska Seafood

Hún segir líka að þó svo sumum þyki best að virða flakið fyrir sér úti í búð áður en þeir kaupa reynist yfirgnæfandi meirihluti þeirra sem kaupa sér alaskafisk yfir netið ánægður með vöruna. „Við mældum árangurinn þegar við gerðum okkar fyrsta markaðsátak hjá kínverskri netverslun og í ljós kom að 99,3% kaupenda voru ánægð. Það mun hjálpa okkur bæði að halda í þessa viðskiptavini og laða til okkar nýja.“

Þarf góða samstarfsaðila

Aðspurð hvernig fyrirtæki ættu að bera sig að ef þau vilja selja fisk yfir netið segir Alexa að miklu skipti að vinna heimavinnuna. „Það verður að hafa í huga að selja má fiskinn eftir ýmsum leiðum. Sumar netverslanir eru bara sölugáttir en aðrar sjá líka um dreifingu. Í Kína hefur reynst vel að vinna með innlendum innflytjendum sjávarafurða og mjög mikilvægt hefur verið að vinna með dreifingaraðilum sem hægt er að treysta svo varan berist til kaupenda í góðu ásigkomulagi.“

Hún segir líka að fyrirtæki sem taka stökkið þurfi að geta brugðist við ef eftirspurnin er góð. „Ef salan gengur vel má framboðið á fiski ekki bregðast og flutningsleiðirnar ekki heldur.“

mbl.is
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 22.11.17 353,00 kr/kg
Þorskur, slægður 22.11.17 348,44 kr/kg
Ýsa, óslægð 22.11.17 328,75 kr/kg
Ýsa, slægð 22.11.17 291,27 kr/kg
Ufsi, óslægður 22.11.17 100,00 kr/kg
Ufsi, slægður 22.11.17 145,95 kr/kg
Djúpkarfi 16.11.17 35,00 kr/kg
Gullkarfi 22.11.17 242,59 kr/kg
Litli karfi 1.11.17 9,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 20.11.17 215,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

23.11.17 Björgúlfur EA-312 Botnvarpa
Ufsi 1.164 kg
Karfi / Gullkarfi 366 kg
Samtals 1.530 kg
23.11.17 Vestmannaey VE-444 Botnvarpa
Ýsa 23.105 kg
Þorskur 11.870 kg
Skarkoli 5.944 kg
Karfi / Gullkarfi 587 kg
Langlúra 279 kg
Lýsa 267 kg
Langa 225 kg
Skötuselur 191 kg
Skata 155 kg
Þykkvalúra / Sólkoli 140 kg
Steinbítur 33 kg
Samtals 42.796 kg
23.11.17 Núpur BA-069 Lína
Langa 3.515 kg
Tindaskata 2.558 kg
Keila 738 kg
Blálanga 202 kg
Ýsa 110 kg
Ufsi 92 kg
Þorskur 64 kg
Karfi / Gullkarfi 62 kg
Hlýri 44 kg
Steinbítur 42 kg
Skötuselur 33 kg
Skarkoli 28 kg
Samtals 7.488 kg

Skoða allar landanir »