„Forkastanleg vinnubrögð“

Þorsteinn Pálsson er formaður nefndarinnar.
Þorsteinn Pálsson er formaður nefndarinnar. mbl.is/Rax

Páll Jóhann Pálsson, fulltrúi Framsóknarflokksins í sáttanefnd um sjávarútveg, fer hörðum orðum um störf formanns nefndarinnar, Þorsteins Pálssonar, í fréttatilkynningu í gærkvöldi. Tilkynningin kemur í kjölfar greinargerðar Þorsteins þegar hann sleit störfum nefndarinnar en þar sagði hann sjálfstæðismenn standa í vegi fyrir breytingum í sjávarútvegi.

„Það kom á daginn að formaður nefndar um sátt í sjávarútvegi ætlaði aldrei að skapa neina sátt um sjávarútveg, heldur ætlaði hann að reka fleyg í ríkisstjórnarsamstarf Viðreisnar og Sjálfstæðisflokks,“ ritar Páll Jóhann sem gagnrýnir einnig Þorstein fyrir að hafa slitið nefndinni án samráðs við aðra nefndarmenn. „Það eru forkastanleg vinnubrögð af hálfu formanns nefndarinnar að slíta nefndarstarfinu án samráðs við nefndarmenn og túlka niðurstöðu nefndarinnar með þeim hætti að ekki hafi verið hægt að ná sátt um langtíma samninga. Eftir gagnaöflun og greinargerðir sérfræðinga höfðu aðeins tveir af sjö nefndarmönnum lagt fram sínar hugmyndir formlega inn í umræðuna og því ótímabært að slíta viðræðum.“

Teitur Björn Einarsson, fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í nefndinni, segir að formaður nefndarinnar hafi ekki haft samband við sig frekar en aðra nefndarmenn um að slíta ætti störfum nefndarinnar. Þá hafi ekkert komið fram á síðasta fundi nefndarinnar um að störfum hennar væri lokið. „Það var meðal annars rætt um framhald á störfum nefndarinnar á síðasta fundi. Fáum svo póst í lok september um að fundi væri aflýst og boðað yrði til fundar seinna og svo les ég um þetta í fjölmiðlum,“ segir Teitur.

Ósannindi og pólitískt upphlaup

„Í fyrsta lagi eru það algjör ósannindi og rangt farið með að ég hafi staðið í vegi fyrir einhverjum breytingum í störfum þessarar nefndar, þvert á móti lagði ég áherslu á það að nefndin myndi skoða gaumgæfilega þær hugmyndir sem uppi eru um hvernig hægt er að tengja veiðigjöldin betur við afkomu greinarinnar á hverjum tíma.“ Hann segir að um pólitískt upphlaup sé að ræða.

„Ég segi það skýrt: Þetta er ekkert annað en pólitískt upphlaup, viku fyrir kosningar, af hálfu formanns nefndarinnar, sem er í framboði fyrir Viðreisn.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 18.4.24 496,08 kr/kg
Þorskur, slægður 18.4.24 634,24 kr/kg
Ýsa, óslægð 18.4.24 362,62 kr/kg
Ýsa, slægð 18.4.24 140,96 kr/kg
Ufsi, óslægður 18.4.24 196,14 kr/kg
Ufsi, slægður 18.4.24 265,14 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 18.4.24 172,97 kr/kg
Litli karfi 18.4.24 70,38 kr/kg
Blálanga, óslægð 11.3.24 50,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

19.4.24 Sindri BA 24 Grásleppunet
Grásleppa 608 kg
Þorskur 16 kg
Skarkoli 9 kg
Samtals 633 kg
19.4.24 Ósk ÞH 54 Grásleppunet
Grásleppa 858 kg
Þorskur 60 kg
Skarkoli 19 kg
Ufsi 2 kg
Samtals 939 kg
19.4.24 Jón Bjarni BA 50 Grásleppunet
Grásleppa 368 kg
Steinbítur 30 kg
Þorskur 11 kg
Rauðmagi 7 kg
Skarkoli 1 kg
Samtals 417 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 18.4.24 496,08 kr/kg
Þorskur, slægður 18.4.24 634,24 kr/kg
Ýsa, óslægð 18.4.24 362,62 kr/kg
Ýsa, slægð 18.4.24 140,96 kr/kg
Ufsi, óslægður 18.4.24 196,14 kr/kg
Ufsi, slægður 18.4.24 265,14 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 18.4.24 172,97 kr/kg
Litli karfi 18.4.24 70,38 kr/kg
Blálanga, óslægð 11.3.24 50,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

19.4.24 Sindri BA 24 Grásleppunet
Grásleppa 608 kg
Þorskur 16 kg
Skarkoli 9 kg
Samtals 633 kg
19.4.24 Ósk ÞH 54 Grásleppunet
Grásleppa 858 kg
Þorskur 60 kg
Skarkoli 19 kg
Ufsi 2 kg
Samtals 939 kg
19.4.24 Jón Bjarni BA 50 Grásleppunet
Grásleppa 368 kg
Steinbítur 30 kg
Þorskur 11 kg
Rauðmagi 7 kg
Skarkoli 1 kg
Samtals 417 kg

Skoða allar landanir »