Grunnlínupunktar í hættu

Svava Pétursdóttir
Svava Pétursdóttir Golli / Kjartan Þorbjörnsson

„Hafréttarsáttmálinn er ekki með lausnir á því ef grunnlínupunktar hverfa vegna hækkunar sjávarmáls. Miklir hagsmunir eru í húfi ef við myndum þurfa að draga línuna innar. Við þurfum að fylgjast vel með þróun mála í þjóðarétti og sjá hvað hægt er að gera til að tryggja grunnlínupunkta,“ segir Svava Pétursdóttir lögfræðingur. Í meistaranámi sínu við Háskólann í Reykjavík rannsakaði hún hvort grunnlínur við Ísland standast hafréttarsamning Sameinuðu þjóðanna.

Svava segir að grunnlínur landhelginnar standist að meginstefnu til. Ákveðin atriði þurfi þó að hafa í huga, eins og hækkun sjávarmáls vegna loftslagsbreytinga.

Segir hún að nefnd fræðimanna sé að fjalla um viðbrögð við hækkun sjávarmáls og áhrif þess á landhelgi ríkja ef grunnlínupunktar hverfa. Hún segir mikilvægt fyrir íslensk stjórnvöld að fylgjast með en tekur fram að mörg ár hafi tekið að gera hafréttarsamninginn og honum verði ekki auðveldlega breytt.

Frétt mbl.is Drang­ur­inn telst vera flæðisker

Frétt mbl.is Geir­fugla­drang­ur telst enn flæðisker

Ekki víst að punktar tapist

Sagt er frá rannsókn Svövu í Tímariti Háskólans í Reykjavík sem kemur út á næstu dögum. Þar kemur fram að hafsvæði ríkja eru yfirleitt ekki mæld út frá strandlengjunni sjálfri heldur grunnlínum. Út frá þeim er meðal annars landhelgi og efnahagslögsaga ákvörðuð, þar á meðal fiskveiðilögsaga sem er mikið hagsmunamál fyrir Íslendinga. Fram kemur að almennt eigi grunnlínur að fylgja stórstraumsfjöruborði strandlengjunnar en þegar hún er mjög vogskorin og óregluleg, eða ef strandeyjaröð er í næsta nágrenni, getur ríki dregið beina línu á milli viðeigandi grunnlínupunkta. Sú aðferð er notuð hér á landi.

Svava segir að mörg ríki hafi dregið óhóflegar grunnlínur, meðal annars til að loka stórum flóum. Slík mál hafa farið fyrir Alþjóðadómstólinn.

Bandaríkjamenn hafa verið duglegastir við að mótmæla þannig vinnubrögðum. Svava segir að þeir hafi ekki mótmælt okkar grunnlínum þótt málið hafi verið til umræðu meðal fræðimanna og hugsanlegt að þeir mótmæli seinna. Hún bendir jafnframt á að með samningum við nágrannaríki okkar um afmörkun hafsvæða hafi fengist viðurkenning þeirra á nokkuð mörgum grunnlínupunktum. Spurningin sé hins vegar hvort grunnlínupunktarnir haldi ef þeir fara í kaf. Sumir fræðimenn telji að þeir geti eigi að síður staðist.

Viðkvæmasti punkturinn fyrir okkur Íslendinga er Geirfugladrangur út af Reykjanesi. Hann var um 10 metra hár en er nú flæðisker. Tapi hann stöðu sinni minnkar íslenska lögsagan um 10 til 15 þúsund ferkílómetra. Miklir hagsmunir eru því í húfi, ekki síst fyrir fiskveiðarnar en einnig aðra málaflokka sem taka mið af grunnlínupunktum.

Ekki ráðlegt að steypa

Í ritgerðinni kemur fram að flestir sem þekkja til málaflokksins séu þeirrar skoðunar að ríki eigi ekki að bregðast við með því að byggja mannvirki ofan á hverfandi grunnlínupunkta eins og við Íslendingar gerðum með byggingu þyrlupalls á Kolbeinsey. Fyrir mörgum árum var samþykkt á Alþingi að setja radíóvita á Geirfugladrang en ekkert varð úr því.

Frétt mbl.is: Grunn­línupunkt­ar land­helgi Íslands eru löngu úr­elt­ir

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 19.4.24 444,48 kr/kg
Þorskur, slægður 19.4.24 562,68 kr/kg
Ýsa, óslægð 19.4.24 295,07 kr/kg
Ýsa, slægð 18.4.24 140,96 kr/kg
Ufsi, óslægður 18.4.24 196,14 kr/kg
Ufsi, slægður 18.4.24 265,14 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 18.4.24 172,97 kr/kg
Litli karfi 18.4.24 70,38 kr/kg
Blálanga, óslægð 11.3.24 50,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

19.4.24 Sindri BA 24 Grásleppunet
Grásleppa 608 kg
Þorskur 16 kg
Skarkoli 9 kg
Samtals 633 kg
19.4.24 Ósk ÞH 54 Grásleppunet
Grásleppa 858 kg
Þorskur 60 kg
Skarkoli 19 kg
Ufsi 2 kg
Samtals 939 kg
19.4.24 Jón Bjarni BA 50 Grásleppunet
Grásleppa 368 kg
Steinbítur 30 kg
Þorskur 11 kg
Rauðmagi 7 kg
Skarkoli 1 kg
Samtals 417 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 19.4.24 444,48 kr/kg
Þorskur, slægður 19.4.24 562,68 kr/kg
Ýsa, óslægð 19.4.24 295,07 kr/kg
Ýsa, slægð 18.4.24 140,96 kr/kg
Ufsi, óslægður 18.4.24 196,14 kr/kg
Ufsi, slægður 18.4.24 265,14 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 18.4.24 172,97 kr/kg
Litli karfi 18.4.24 70,38 kr/kg
Blálanga, óslægð 11.3.24 50,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

19.4.24 Sindri BA 24 Grásleppunet
Grásleppa 608 kg
Þorskur 16 kg
Skarkoli 9 kg
Samtals 633 kg
19.4.24 Ósk ÞH 54 Grásleppunet
Grásleppa 858 kg
Þorskur 60 kg
Skarkoli 19 kg
Ufsi 2 kg
Samtals 939 kg
19.4.24 Jón Bjarni BA 50 Grásleppunet
Grásleppa 368 kg
Steinbítur 30 kg
Þorskur 11 kg
Rauðmagi 7 kg
Skarkoli 1 kg
Samtals 417 kg

Skoða allar landanir »