Gera hlé á kolmunnaveiðum

Beitir NK.
Beitir NK. Ljósmynd/Smári Geirsson

„Við vorum fimm daga að veiðum 60-70 mílur austur af landinu og það var einungis dregið á daginn. Þetta var vinna frá sjö til fimm og síðan látið reka yfir nóttina. Kolmunninn hverfur alveg þegar dimma tekur.“

Þetta segir Sturla Þórðarson, skipstjóri á Beiti NK, en skipið hélt til kolmunnaveiða og landaði 330 tonnum aðfaranótt sunnudags. Haft er eftir honum á vef Síldarvinnslunnar að aflinn hafi verið afar rýr.

Beitir mun nú halda vestur fyrir land og hefja veiðar á íslenskri sumargotssíld.

Bjarni Ólafsson AK, sem að undanförnu hefur lagt stund á kolmunnaveiðar austur af landinu og landað þrisvar, samtals 2.400 tonnum, liggur nú í höfn í Neskaupstað og mun ekki halda áfram kolmunnaveiðum að sinni. Skip Síldarvinnslunnar hafa því gert hlé á veiðum á kolmunna.

mbl.is
Afurð Dags. Meðalverð
Gellur 6.12.17 706,00 kr/kg
Þorskur, óslægður 11.12.17 242,78 kr/kg
Þorskur, slægður 11.12.17 258,42 kr/kg
Ýsa, óslægð 11.12.17 247,27 kr/kg
Ýsa, slægð 11.12.17 230,61 kr/kg
Ufsi, óslægður 11.12.17 67,82 kr/kg
Ufsi, slægður 11.12.17 93,07 kr/kg
Djúpkarfi 7.12.17 79,00 kr/kg
Gullkarfi 11.12.17 149,96 kr/kg
Litli karfi 6.12.17 11,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

12.12.17 Hvanney SF-051 Þorskfisknet
Þorskur 8.036 kg
Samtals 8.036 kg
12.12.17 Straumur EA-018 Handfæri
Þorskur 378 kg
Samtals 378 kg
12.12.17 Sigrún EA-052 Handfæri
Þorskur 336 kg
Samtals 336 kg
12.12.17 Sæfari HU-212 Landbeitt lína
Ýsa 1.137 kg
Þorskur 855 kg
Samtals 1.992 kg
12.12.17 Fjóla SH-007 Plógur
Kúfiskur / Kúskel 914 kg
Samtals 914 kg

Skoða allar landanir »