Ágæt byrjun á nýrri vertíð

Spriklandi síld á færibandinu. Mynd úr safni.
Spriklandi síld á færibandinu. Mynd úr safni. mbl.is/Líney

Veiðar á íslensku sumargotssíldinni eru byrjaðar og voru nokkur skip að veiðum djúpt vestur af Reykjanesi í gær. Þeirra á meðal voru Jóna Eðvalds og Ásgrímur Halldórsson frá Hornafirði, Heimaey VE, Álsey VE og Beitir NK. Jóna Eðvalds var fyrst á miðin og landaði á Höfn á mánudag um 250 tonnum.

Þær upplýsingar fengust frá Skinney-Þinganesi í gær að vertíðin færi ágætlega af stað og var Ásgrímur Halldórsson kominn með um 440 tonn í gærmorgun, sem fengust í tveimur holum. Síldin er stór og er unnin fyrir hefðbundna markaði, m.a. í Austur-Evrópu.

Hafrannsóknastofnun lagði í sumar til að veiðar á íslensku síldinni á þessu fiskveiðiári færu ekki yfir 39 þúsund tonn. Afföll hafa orðið í stofninum síðustu ár vegna sýkingar og í tveimur umhverfisslysum veturinn 2012/13 þegar talið er að yfir 50 þúsund tonn hafi drepist í Kolgrafafirði. Nýliðun í stofninum hefur farið minnkandi.

Ráðgjöf fyrir síðasta fiskveiðiár var upp á 63 þúsund tonn. Í fyrrahaust veiddist síldin á stóru svæði djúpt vestur af landinu. Veiðar gengu erfiðlega framan af þar sem síldin var dreifð yfir stórt svæði og í minni torfum en vanalega á þessum árstíma.

Kolmunni og norsk-íslensk

Á mánudagskvöld kom Börkur NK til Neskaupstaðar með rúmlega 1.100 tonn af norsk-íslenskri vorgotssíld, sem öll fór til vinnslu í fiskiðjuveri Síldarvinnslunnar. Veiðiferðin byrjaði í færeyskri lögsögu og var síldinni síðan fylgt í norður og endað í Smugunni, en aflinn fékkst í fimm holum.

Skip HB Granda, Eskju og fleiri eru á kolmunna. Skipin hafa verið austast í íslenskri lögsögu, en dauft verið yfir veiðum. Ekki er ólíklegt að þau færi sig suður á bóginn og inn í lögsögu Færeyja á næstu dögum. aij@mbl.is

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 18.4.24 496,08 kr/kg
Þorskur, slægður 18.4.24 634,24 kr/kg
Ýsa, óslægð 18.4.24 362,62 kr/kg
Ýsa, slægð 18.4.24 140,96 kr/kg
Ufsi, óslægður 18.4.24 196,14 kr/kg
Ufsi, slægður 18.4.24 265,14 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 18.4.24 172,97 kr/kg
Litli karfi 18.4.24 70,38 kr/kg
Blálanga, óslægð 11.3.24 50,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

19.4.24 Fanney EA 48 Línutrekt
Þorskur 343 kg
Ýsa 113 kg
Karfi 7 kg
Samtals 463 kg
19.4.24 Straumey EA 50 Línutrekt
Þorskur 3.105 kg
Karfi 23 kg
Steinbítur 3 kg
Samtals 3.131 kg
19.4.24 Guðrún GK 96 Grálúðunet
Grásleppa 345 kg
Samtals 345 kg
18.4.24 Guðmundur Þór NS 121 Handfæri
Ufsi 1.163 kg
Þorskur 189 kg
Karfi 6 kg
Samtals 1.358 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 18.4.24 496,08 kr/kg
Þorskur, slægður 18.4.24 634,24 kr/kg
Ýsa, óslægð 18.4.24 362,62 kr/kg
Ýsa, slægð 18.4.24 140,96 kr/kg
Ufsi, óslægður 18.4.24 196,14 kr/kg
Ufsi, slægður 18.4.24 265,14 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 18.4.24 172,97 kr/kg
Litli karfi 18.4.24 70,38 kr/kg
Blálanga, óslægð 11.3.24 50,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

19.4.24 Fanney EA 48 Línutrekt
Þorskur 343 kg
Ýsa 113 kg
Karfi 7 kg
Samtals 463 kg
19.4.24 Straumey EA 50 Línutrekt
Þorskur 3.105 kg
Karfi 23 kg
Steinbítur 3 kg
Samtals 3.131 kg
19.4.24 Guðrún GK 96 Grálúðunet
Grásleppa 345 kg
Samtals 345 kg
18.4.24 Guðmundur Þór NS 121 Handfæri
Ufsi 1.163 kg
Þorskur 189 kg
Karfi 6 kg
Samtals 1.358 kg

Skoða allar landanir »