Huga að skipulagi fyrir þörungaverksmiðju

Stykkishólmur. Næsta skref í þessu máli er að huga að ...
Stykkishólmur. Næsta skref í þessu máli er að huga að skipulagsmálum. mbl.is/Ómar Óskarsson

„Ég vonast til þess að á næsta ári verði hægt að hefja einhverjar framkvæmdir og koma þessu af stað. En til að það gerist þarf að klára skipulag, ráðuneytið að gefa út reglur og sækja um leyfi. Það er heilmikið eftir ennþá,“ segir Sturla Böðvarsson, bæjarstjóri í Stykkishólmi.

Áform fyrirtækisins Deltagen Iceland og Matís um að koma upp þörungaverksmiðju í Stykkishólmi virðast komin á rekspöl. Tilkynnt var um þau í mars árið 2015 og síðan þá hefur verið unnið að undirbúningi. Málið var tekið fyrir á fundi bæjarráðs Stykkishólmsbæjar í síðustu viku.

Stefnt er að því að safna þangi og þörungum í Breiðafirði og gera úr þeim þykkni sem flutt verður út í tönkum eða brúsum. Þykknið verður notað sem áburður en einnig til framleiðslu fæðubótarefna og efna í húðkrem og jafnvel lyfja, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 20.11.17 307,27 kr/kg
Þorskur, slægður 20.11.17 296,88 kr/kg
Ýsa, óslægð 20.11.17 293,68 kr/kg
Ýsa, slægð 20.11.17 282,47 kr/kg
Ufsi, óslægður 20.11.17 58,26 kr/kg
Ufsi, slægður 20.11.17 141,25 kr/kg
Djúpkarfi 16.11.17 35,00 kr/kg
Gullkarfi 20.11.17 190,65 kr/kg
Litli karfi 1.11.17 9,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 20.11.17 215,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

20.11.17 Vigur SF-080 Lína
Ýsa 1.741 kg
Langa 385 kg
Þorskur 190 kg
Keila 38 kg
Skata 37 kg
Ufsi 34 kg
Samtals 2.425 kg
20.11.17 Sunna Líf KE-007 Þorskfisknet
Þorskur 5.397 kg
Samtals 5.397 kg
20.11.17 Fjóla SH-007 Plógur
Ígulker 2.112 kg
Samtals 2.112 kg
20.11.17 Sandfell SU-075 Lína
Þorskur 465 kg
Keila 22 kg
Karfi / Gullkarfi 2 kg
Samtals 489 kg

Skoða allar landanir »