„Ótrúlegt skip sem maður er enn að læra á“

Friðleifur Einarsson, skipstjóri á Engey.
Friðleifur Einarsson, skipstjóri á Engey. mbl.is/Eggert

„Viðbrigðin voru gríðarleg. Manni var kippt úr gamla tímanum í einu vetfangi og komið fyrir í tölvuvæddri framtíð. Engey RE er ótrúlegt skip sem maður er enn að læra á. En það fer mjög vel með mannskapinn og nýja lagið á bógnum er rækilega búið að sanna sig,“ segir Friðleifur Einarsson, skipstjóri á nýja ísfisktogaranum Engey.

„Þótt Ásbjörn RE hafi verið gott sjóskip þá valt það töluvert í brælum en þessi veltingur heyrir nú sögunni til,“ er haft eftir Friðleifi á vef HB Granda. Er tali var náð af honum var hann með togarann að veiðum á Straumnesgrunni á Vestfjarðamiðum.

Engey var afhent í byrjun árs, fyrst þriggja ísfisktogara sem Céliktrans-skipasmíðastöðin smíðar fyrir útgerðina. Hefur áhöfnin smám saman lært á hinn flókna tölvubúnað sem stýrir veiðum og meðferð aflans.

Að sögn Friðleifs hefur gengið vel að ná tökum á skipinu og tilheyrandi búnaði en hann segist vera fyrstur manna til að viðurkenna að það hafi síður en svo verið auðvelt.

Uppleggið að veiða karfa og þorsk

Í yfirstandandi veiðiferð var byrjað á karfaveiðum á Fjöllunum.

„Veiðarnar gengu sæmilega en það verður að hafa í huga að nú er kominn sá árstími að svartasta skammdegið hellist yfir og það þykir gott að fá einhvern karfaafla við slíkar aðstæður. Við héldum svo norður eftir og höfum mest verið í þorski hér á Vestfjarðamiðum. Við reyndum ekkert við karfa en það er ufsi hér á ferðinni en við höfum lítið sinnt þeim veiðum.

Ufsinn er þannig að maður verður að hanga á slóðinni til að ná árangri en uppleggið hjá okkur í þessari veiðiferð var að veiða karfa og þorsk,“ segir Friðleifur. Stefnt er á að landa aflanum í Reykjavík á morgun.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 24.4.24 436,74 kr/kg
Þorskur, slægður 24.4.24 566,23 kr/kg
Ýsa, óslægð 24.4.24 211,79 kr/kg
Ýsa, slægð 24.4.24 118,02 kr/kg
Ufsi, óslægður 24.4.24 168,62 kr/kg
Ufsi, slægður 24.4.24 205,91 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 24.4.24 232,79 kr/kg
Litli karfi 24.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

25.4.24 Bobby 4 ÍS 364 Sjóstöng
Þorskur 182 kg
Samtals 182 kg
25.4.24 Bobby 13 ÍS 373 Sjóstöng
Þorskur 137 kg
Samtals 137 kg
25.4.24 Bobby 3 ÍS 363 Sjóstöng
Þorskur 60 kg
Samtals 60 kg
25.4.24 Bylgja VE 75 Botnvarpa
Þorskur 50.964 kg
Ýsa 14.544 kg
Samtals 65.508 kg
25.4.24 Bobby 9 ÍS 369 Sjóstöng
Þorskur 209 kg
Samtals 209 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 24.4.24 436,74 kr/kg
Þorskur, slægður 24.4.24 566,23 kr/kg
Ýsa, óslægð 24.4.24 211,79 kr/kg
Ýsa, slægð 24.4.24 118,02 kr/kg
Ufsi, óslægður 24.4.24 168,62 kr/kg
Ufsi, slægður 24.4.24 205,91 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 24.4.24 232,79 kr/kg
Litli karfi 24.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

25.4.24 Bobby 4 ÍS 364 Sjóstöng
Þorskur 182 kg
Samtals 182 kg
25.4.24 Bobby 13 ÍS 373 Sjóstöng
Þorskur 137 kg
Samtals 137 kg
25.4.24 Bobby 3 ÍS 363 Sjóstöng
Þorskur 60 kg
Samtals 60 kg
25.4.24 Bylgja VE 75 Botnvarpa
Þorskur 50.964 kg
Ýsa 14.544 kg
Samtals 65.508 kg
25.4.24 Bobby 9 ÍS 369 Sjóstöng
Þorskur 209 kg
Samtals 209 kg

Skoða allar landanir »