Hræringar í atvinnulífi í Þorlákshöfn

Þorgrímur Leifsson, framkvæmdastjóri Frostfisks.
Þorgrímur Leifsson, framkvæmdastjóri Frostfisks. mbl.is/Sigurður Bogi

„Það er blóðtaka fyrir plássið að Frostfiskur hætti starfsemi hér og yfir 50 störf flytjist annað,“ sagði íbúi í Þorlákshöfn sem rætt var við í gær. Forsvarsmaður Frostfisks segir að í ljósi aðstæðna hafi fyrirtækið orðið að skipuleggja starfsemina upp á nýtt. Talsverðar hræringar hafa verið í atvinnulífi í Þorlákshöfn síðustu ár.

Frostfiskur flytur um áramót í nýlegt húsnæði sem áður hýsti fiskvinnslu Storms Seafood við höfnina í Hafnarfirði. Í fyrrahaust sagði Frostfiskur upp 40 starfsmönnum af um 110 manns í Þorlákshöfn og í ár hefur starfsfólki fækkað um 20 í viðbót. Þorgrímur Leifsson, framkvæmdastjóri Frostfisks, segir að öllu starfsfólkinu í Þorlákshöfn verði boðin störf í Hafnarfirði og reiknar með að þar starfi 40-50 manns. Fólkinu verði boðið upp á ferðir á milli staðanna fyrsta árið.

Litið yfir Þorlákshöfn.
Litið yfir Þorlákshöfn. mbl.is/Sigurður Bogi

Rússland, Nígería, Brexit

„Allur kostnaður í rekstrinum hefur rokið upp, meðan tekjurnar hafa dregist saman,“ segir Þorgrímur. „Laun hafa hækkað um tugi prósenta á síðustu tveimur árum og íslenska krónan hefur verið óhagstæð. Á sama tíma er Rússland lokað, Nígería hálflokuð og Brexit hefur valdið óstöðugleika. Þegar margir lykilþættir leggjast á eitt hefur slíkt afleiðingar og kallar á aðgerðir.“

Þorgrímur segir að húsnæðið í Þorlákshöfn sé um 4.500 fermetrar, en í Hafnarfirði um tvö þúsund fermetrar. Þar verði öll starfsemi einfaldari og mikilvægt sé að vera nær höfuðborginni hvað varðar flutningskostnað. Þá verði auðveldara að sinna innanlandsmarkaði. Fyrirtækið hefur á síðustu árum unnið úr 10-12 þúsund tonnum af fiski í Þorlákshöfn og er fiskurinn keyptur á markaði. Mest af framleiðslunni fer með flugi til dýrra verslunarkeðja víða um heim. Þá er fyrirtækið með þurrkverksmiðju í Ólafsvík, Klumbu, og vinnur úr álíka miklu hráefni þar. Frostfiskur á húsnæðið við höfnina í Þorlákshöfn og segir Þorgrímur óljóst hvað verði gert við það.

Fjallað er ítarlega um gang atvinnulífsins í Þorlákshöfn í Morgunblaðinu í dag

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 24.4.24 436,69 kr/kg
Þorskur, slægður 24.4.24 566,23 kr/kg
Ýsa, óslægð 24.4.24 213,60 kr/kg
Ýsa, slægð 24.4.24 118,02 kr/kg
Ufsi, óslægður 24.4.24 168,00 kr/kg
Ufsi, slægður 24.4.24 205,91 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 24.4.24 228,36 kr/kg
Litli karfi 24.4.24 6,89 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

24.4.24 Sunnutindur SU 95 Línutrekt
Þorskur 16.635 kg
Ýsa 451 kg
Steinbítur 211 kg
Ufsi 34 kg
Hlýri 26 kg
Keila 14 kg
Karfi 4 kg
Langa 3 kg
Samtals 17.378 kg
24.4.24 Sandfell SU 75 Lína
Þorskur 1.843 kg
Steinbítur 344 kg
Keila 55 kg
Ýsa 54 kg
Ufsi 35 kg
Karfi 16 kg
Hlýri 4 kg
Langa 2 kg
Samtals 2.353 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 24.4.24 436,69 kr/kg
Þorskur, slægður 24.4.24 566,23 kr/kg
Ýsa, óslægð 24.4.24 213,60 kr/kg
Ýsa, slægð 24.4.24 118,02 kr/kg
Ufsi, óslægður 24.4.24 168,00 kr/kg
Ufsi, slægður 24.4.24 205,91 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 24.4.24 228,36 kr/kg
Litli karfi 24.4.24 6,89 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

24.4.24 Sunnutindur SU 95 Línutrekt
Þorskur 16.635 kg
Ýsa 451 kg
Steinbítur 211 kg
Ufsi 34 kg
Hlýri 26 kg
Keila 14 kg
Karfi 4 kg
Langa 3 kg
Samtals 17.378 kg
24.4.24 Sandfell SU 75 Lína
Þorskur 1.843 kg
Steinbítur 344 kg
Keila 55 kg
Ýsa 54 kg
Ufsi 35 kg
Karfi 16 kg
Hlýri 4 kg
Langa 2 kg
Samtals 2.353 kg

Skoða allar landanir »