Náðu að vinna vel úr lokun Rússlands

Nýir markaðir hafa opnast á meðan hægst hefur á öðrum, …
Nýir markaðir hafa opnast á meðan hægst hefur á öðrum, sagði Gunnar. Ljósmynd/Samskip

Aðgangur að víðtæku neti flutninga er lykilatriði þegar kemur að því að vinna íslenskum sjávarafurðum nýja markaði, og flutningskostnaður skiptir miklu máli þegar fyrirtæki taka ákvörðun um sókn á nýja markaði.

Þetta kom fram í erindi Gunnars Kvarans, forstöðumanns útflutningsdeildar Samskipa, á lokadegi Sjávarútvegsráðstefnunnar 2017 í Hörpu í dag. 

Framsaga Gunnars hafði yfirskriftina „Geta víðtæk flutningskerfi aðstoðað við að opna nýja markaði fyrir sjávarafurðir frá Íslandi?“, en hann hefur í störfum sínum síðastliðinn áratug verið tengdur útflutningi á sjávarafurðum, að því er fram kemur í tilkynningu.

„Ég hef séð nýja markaði opnast á meðan hægst hefur á öðrum eða þeir jafnvel lokast,“ sagði Gunnar.

Vel heppnuð samvinna sumarið 2015

Öflugan sjávarútveg sagði hann byggja á því að til staðar væri traust og gott flutningsnet til að koma afurðum á erlenda markaði. Sem dæmi um vel heppnaða samvinnu sjávarútvegs og flutningsfyrirtækja nefndi hann viðbrögðin við því að Rússlandsmarkaður lokaðist Íslandi sumarið 2015.

„Á þessum tímapunkti vorum við að undirbúa makrílvertíð sem var á fyrstu metrunum.“

Í kjölfarið hafi hafist mikil og spennandi vinna við að finna afurðunum nýja markaði, í samvinnu flutningaðila og útflytjenda. Fyrirspurnum hafi rignt inn varðandi nýja og áhugaverða endastaði sem unnið hafi verið úr og þjónusta boðin. Vel hafi tekist að vinna úr þessari stöðu og finna afurðunum nýja markaði.

„Það má segja að hagkvæmar flutningsleiðir séu lykilþáttur í því hvert selja skuli afurðir þar sem kostnaður við flutninginn er ákvörðunarþáttur sem skiptir oft og tíðum miklu máli.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 18.4.24 499,79 kr/kg
Þorskur, slægður 18.4.24 634,24 kr/kg
Ýsa, óslægð 18.4.24 370,72 kr/kg
Ýsa, slægð 18.4.24 140,96 kr/kg
Ufsi, óslægður 18.4.24 198,06 kr/kg
Ufsi, slægður 18.4.24 265,14 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 18.4.24 172,93 kr/kg
Litli karfi 18.4.24 70,38 kr/kg
Blálanga, óslægð 11.3.24 50,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

18.4.24 Norðurljós NS 40 Grásleppunet
Grásleppa 2.261 kg
Þorskur 394 kg
Ýsa 238 kg
Skarkoli 6 kg
Samtals 2.899 kg
18.4.24 Kolga BA 70 Grásleppunet
Grásleppa 2.081 kg
Þorskur 126 kg
Rauðmagi 56 kg
Steinbítur 26 kg
Samtals 2.289 kg
18.4.24 Hafborg EA 152 Dragnót
Steinbítur 9.568 kg
Skarkoli 6.191 kg
Þorskur 332 kg
Grásleppa 133 kg
Ýsa 133 kg
Þykkvalúra 92 kg
Samtals 16.449 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 18.4.24 499,79 kr/kg
Þorskur, slægður 18.4.24 634,24 kr/kg
Ýsa, óslægð 18.4.24 370,72 kr/kg
Ýsa, slægð 18.4.24 140,96 kr/kg
Ufsi, óslægður 18.4.24 198,06 kr/kg
Ufsi, slægður 18.4.24 265,14 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 18.4.24 172,93 kr/kg
Litli karfi 18.4.24 70,38 kr/kg
Blálanga, óslægð 11.3.24 50,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

18.4.24 Norðurljós NS 40 Grásleppunet
Grásleppa 2.261 kg
Þorskur 394 kg
Ýsa 238 kg
Skarkoli 6 kg
Samtals 2.899 kg
18.4.24 Kolga BA 70 Grásleppunet
Grásleppa 2.081 kg
Þorskur 126 kg
Rauðmagi 56 kg
Steinbítur 26 kg
Samtals 2.289 kg
18.4.24 Hafborg EA 152 Dragnót
Steinbítur 9.568 kg
Skarkoli 6.191 kg
Þorskur 332 kg
Grásleppa 133 kg
Ýsa 133 kg
Þykkvalúra 92 kg
Samtals 16.449 kg

Skoða allar landanir »