„Eitt skemmtilegasta starf sem ég hef gegnt“

Þorgerður Katrín segir að upplagt sé að taka veiðigjöldin til …
Þorgerður Katrín segir að upplagt sé að taka veiðigjöldin til vandlegrar skoðunar. mbl.is/Golli

Óhætt er að segja að Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir hafi átt viðburðaríkt ár í starfi sínu sem sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Hún tók við ráðuneytinu í janúar en þarf sennilega að rétta öðrum keflið þegar tekist hefur að mynda nýja ríkisstjórn eftir kosningarnar í október síðastliðnum.

„Þetta hefur verið krefjandi tími en þessi ráðherrastaða samt verið eitt það skemmtilegasta starf sem ég hef gegnt,“ segir hún og bætir við að það hafi verið heiður að leiða ráðuneytið í þennan skamma tíma.

„Á sjávarútvegssýningunum í Boston og Brussel hefur það fyllt mig afskaplega miklu stolti að fá að tala fyrir hönd íslensks sjávarútvegs og íslenskrar fiskveiðistjórnunar. Starf sjávarútvegsráðherrans er meiri sendiherrastaða en ég hafði áttað mig á, enda er litið til okkar sem fyrirmyndar.“

„Það hagnast enginn meira á því en sjávarútvegurinn sjálfur að …
„Það hagnast enginn meira á því en sjávarútvegurinn sjálfur að sátt og stöðugleiki skapist.“ Ljósmynd/Þröstur Njálsson

Fiskeldið eflist

Þegar Þorgerður tók við embættinu voru sjómenn nýfarnir í verkfall sem hafði skaðleg áhrif á sjávarútveginn framan af ári.

„Blessunarlega leystu deiluaðilar málin sín á milli, sem er eitthvað sem hefur ekki tekist í mörg ár. Síðan kom happafengur þegar loðnan kom inn í lögsöguna og varð það hvati að því að efla rannsóknir Hafrannsóknastofnunar á loðnustofninum og öðrum uppsjávartegundum,“ segir Þorgerður.

„Fiskeldið hefur líka komið mjög sterkt inn á þessu ári, og gaman að fylgjast með uppbyggingu atvinnugreinarinnar. Samhliða vexti fiskeldisins hefur verið unnið að mótun stefnu sem miðar að því að greinin dafni í sátt við þjóðina, lífríki og náttúru og virðast langflestir meðvitaðir um mikilvægi þess að byggja fiskeldið upp á varkáran og skynsamlegan máta. Við viljum auðvitað verða fremst í fiskeldi líka, og getum orðið það ef við gerum hlutina rétt.“

Meðal þeirra verkefna sem Þorgerður er ánægð með að hafa komið af stað er stofnun stýrihóps sem vann tillögur um endurskoðun almenna byggðakvótakerfisins.

„Sértæki byggðakvótinn er á könnu Byggðastofnunar en almenni byggðakvótinn hjá ráðuneytinu. Mjög áhugaverðar hugmyndir komu út úr starfi stýrihópsins og vonandi verður þeim fylgt eftir,“ segir hún.

„Megininntakið er það að færa meira vald yfir byggðakvótanum yfir til sveitarfélaganna svo að þau sjálf – en ekki miðstýrt vald í Reykjavík – ákveði hvernig kvótanum verður best ráðstafað. Sum myndu vilja láta kvótann ganga beint til ákveðinna útgerða, en á öðrum stöðum gæti orðið ofan á að selja kvótann og nota ágóðann til annarrar uppbyggingar.“

Þorgerður segir leitun að þeirri íslensku atvinnugrein sem er jafn …
Þorgerður segir leitun að þeirri íslensku atvinnugrein sem er jafn viðkvæm fyrir breytingum á gengi krónunnar. mbl.is/Golli

Deilt um deilistofna

Arftaki Þorgerðar í sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu mun þurfa að leysa úr ýmsum aðkallandi áskorunum. Hún segir t.d. aðkallandi að þjóðirnar sem veiða í Norður-Atlantshafi komi sér saman um ábyrga nýtingu sameiginlegra stofna.

„Eitt af verkefnum ráðuneytisins er að eiga í samskiptum við Norðmenn, Færeyinga, Grænlendinga og Rússa um hvernig best er að veiða úr deilistofnunum og hvernig réttast er að skipta þeim. Það er algjörlega ólíðandi að þjóðir sem alla jafna eru álitnar ábyrgar fiskveiðiþjóðir skuli ekki geta komið sér saman um niðurstöðu og hafa ákveðnar þjóðir fengið að vaða uppi með mun meiri veiðum en æskilegt væri.“

Annað brýnt verkefni er að leiða til lykta starf sáttanefndar sjávarútvegsins.

„Nefndin var skipuð fulltrúum allra flokka óháð stærð þeirra, og fenginn formaður sem allir flokkar samþykktu. Vinna nefndarinnar var langt komin en tókst því miður ekki að skila niðurstöðum fyrir árslok eins og að var stefnt,“ segir Þorgerður en nefndin átti að leita leiða til að skapa víðtæka sátt um sjávarútveginn og rekstrarumhverfi greinarinnar.

„Það hagnast enginn meira á því en sjávarútvegurinn sjálfur að sátt og stöðugleiki skapist. Fara ætti varlega í allar breytingar á kerfinu sjálfu, enda fiskveiðistjórnunarkerfið í stórum dráttum gott, en skoða þarf hvernig best má tryggja að eðlilegt gjald sé greitt fyrir aðganginn að auðlindinni.“

Meðal þeirra verkefna sem Þorgerður er ánægð með að hafa …
Meðal þeirra verkefna sem Þorgerður er ánægð með að hafa komið af stað er stofnun stýrihóps sem vann tillögur um endurskoðun almenna byggðakvótakerfisins. mbl.is/Alfons

Upplagt að skoða gjaldtökuna

Síðustu mánuði hefur borið töluvert á umræðu um að taka þurfi reikniformúlu veiðigjaldakerfisins til endurskoðunar. Útreikningar yfirstandandi fiskveiðiárs taka mið af rekstri greinarinnar árið 2015 og í ár er útkoman að gjöldin eru frekar há á sama tíma og styrking krónunnar veldur því að tekjur sjávarútvegsins fara minnkandi.

Þorgerður segir leitun að þeirri íslensku atvinnugrein sem er jafn viðkvæm fyrir breytingum á gengi krónunnar, og ætti sjávarútvegurinn með réttu að vera háværasti þrýstihópurinn þegar kemur að stöðugleika peningastefnunnar. „Megnið af þeim erfiðleikum sem greinin glímir við má tengja við flökt í gengi krónunnnar.“

Að því sögðu bætir Þorgerður við að upplagt sé að taka veiðigjöldin til vandlegrar skoðunar.

„Við höfum núna tækifæri til að fara betur yfir veiðigjöldin bæði eins og þau snúa að litlum og meðalstórum sjávarútvegsfyrirtækjum og eins hvernig þau snerta rekstur stærstu fyrirtækjanna.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 18.3.24 558,73 kr/kg
Þorskur, slægður 18.3.24 503,96 kr/kg
Ýsa, óslægð 18.3.24 332,79 kr/kg
Ýsa, slægð 18.3.24 217,26 kr/kg
Ufsi, óslægður 18.3.24 221,12 kr/kg
Ufsi, slægður 18.3.24 222,80 kr/kg
Gullkarfi 18.3.24 234,41 kr/kg
Litli karfi 18.3.24 10,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 11.3.24 50,00 kr/kg
Blálanga, slægð 18.3.24 208,37 kr/kg

Fleiri tegundir »

19.3.24 Öðlingur SU 19 Línutrekt
Þorskur 7.380 kg
Samtals 7.380 kg
18.3.24 Quantus PD 379 (MWSH6) GB 999 Flotvarpa
Kolmunni 1.746.888 kg
Samtals 1.746.888 kg
18.3.24 Sunnutindur SU 95 Línutrekt
Þorskur 10.868 kg
Ýsa 818 kg
Langa 137 kg
Keila 127 kg
Steinbítur 87 kg
Ufsi 4 kg
Samtals 12.041 kg
18.3.24 Straumey EA 50 Línutrekt
Þorskur 3.803 kg
Ýsa 146 kg
Steinbítur 54 kg
Samtals 4.003 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 18.3.24 558,73 kr/kg
Þorskur, slægður 18.3.24 503,96 kr/kg
Ýsa, óslægð 18.3.24 332,79 kr/kg
Ýsa, slægð 18.3.24 217,26 kr/kg
Ufsi, óslægður 18.3.24 221,12 kr/kg
Ufsi, slægður 18.3.24 222,80 kr/kg
Gullkarfi 18.3.24 234,41 kr/kg
Litli karfi 18.3.24 10,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 11.3.24 50,00 kr/kg
Blálanga, slægð 18.3.24 208,37 kr/kg

Fleiri tegundir »

19.3.24 Öðlingur SU 19 Línutrekt
Þorskur 7.380 kg
Samtals 7.380 kg
18.3.24 Quantus PD 379 (MWSH6) GB 999 Flotvarpa
Kolmunni 1.746.888 kg
Samtals 1.746.888 kg
18.3.24 Sunnutindur SU 95 Línutrekt
Þorskur 10.868 kg
Ýsa 818 kg
Langa 137 kg
Keila 127 kg
Steinbítur 87 kg
Ufsi 4 kg
Samtals 12.041 kg
18.3.24 Straumey EA 50 Línutrekt
Þorskur 3.803 kg
Ýsa 146 kg
Steinbítur 54 kg
Samtals 4.003 kg

Skoða allar landanir »