Segja almenna ánægju með nýju trollin

Björg EA 1, Björgúlfur EA 312 og Kaldbakur EA 1, ...
Björg EA 1, Björgúlfur EA 312 og Kaldbakur EA 1, sem öll komu til landsins á þessu ári. Björgúlfur og Kaldbakur notast báðir við Streamline-troll. mbl.is/Skapti

Nýir ísfisktogarar Útgerðarfélags Akureyringa og Samherja, Kaldbakur EA og Björgúlfur EA, bættust nýlega í hóp þeirra skipa sem nota Streamline-troll frá Ísfelli. Er nú unnið að því að setja upp tvö slík troll fyrir Drangey SK, systurskip þeirra Kaldbaks og Björgúlfs, sem áætlað er að hefji veiðar um miðjan desember.

Þetta kemur fram á vef Ísfells en þar er fullyrt að almenn ánægja sé með veiðarfærin um borð í þeim skipum sem þau nýta, en trollin er einnig að finna um borð í Gullveri frá Seyðisfirði, Málmey og Klakk frá Sauðárkróki og Ljósafelli frá Fáskrúðsfirði.

„Almenn ánægja er með veiðarfærin um borð í þessum skipum, talað um að trollin séu létt í drætti, lítil sem engin ánetjun og mjög lítið viðhald er á trollunum,“ segir á vef Ísfells en trollin voru sett upp á verkstæðum Ísfells á Sauðárkróki og á Akureyri.

„Það má segja að sú þróun sem hefur verið á Streamline-trollinu síðan fyrsta trollið var sett upp hafi komið frá skipstjórnarmönnum og áhöfn Málmeyjar og Rúnars Kristjánssonar rekstrarstjóra Ísfells á Sauðárkróki.  Þar hafa menn í sameiningu betrumbætt annars mjög gott veiðarfæri með þeim árangri að athygli vekur.“

mbl.is
Afurð Dags. Meðalverð
Gellur 6.12.17 706,00 kr/kg
Þorskur, óslægður 11.12.17 242,78 kr/kg
Þorskur, slægður 11.12.17 258,42 kr/kg
Ýsa, óslægð 11.12.17 247,27 kr/kg
Ýsa, slægð 11.12.17 230,61 kr/kg
Ufsi, óslægður 11.12.17 67,82 kr/kg
Ufsi, slægður 11.12.17 93,07 kr/kg
Djúpkarfi 7.12.17 79,00 kr/kg
Gullkarfi 11.12.17 149,96 kr/kg
Litli karfi 6.12.17 11,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

13.12.17 Fjóla SH-007 Plógur
Kúfiskur / Kúskel 2.226 kg
Samtals 2.226 kg
13.12.17 Dögg SU-229 Lína
Þorskur 953 kg
Samtals 953 kg
13.12.17 Hvanney SF-051 Þorskfisknet
Ýsa 65 kg
Skarkoli 33 kg
Ufsi 32 kg
Karfi / Gullkarfi 7 kg
Samtals 137 kg
13.12.17 Sunnutindur SU-095 Línutrekt
Ýsa 533 kg
Samtals 533 kg
13.12.17 Hafdís SU-220 Lína
Þorskur 6.660 kg
Ýsa 3.643 kg
Keila 75 kg
Samtals 10.378 kg

Skoða allar landanir »