Metbáturinn veiddi 152 hrefnur

Hrefnukvóti ársins í Noregi var 999 dýr. Mynd úr safni.
Hrefnukvóti ársins í Noregi var 999 dýr. Mynd úr safni. mbl.is/Halldór Sveinbjörnsson

Norskir hvalveiðibátar komu í ár með 432 hrefnur að landi og er það talsverður samdráttur frá síðasta ári er hrefnurnar voru 591. Í norska blaðinu Fiskaren kemur fram að komið var að landi með 622 tonn af kjöti í ár, en 776 tonn í fyrra. Lélegur afli var meðfram strönd Noregs, en skárri við Svalbarða og Bjarnarey.

Fimmtán bátar í Noregi höfðu leyfi til veiðanna, en aðeins ellefu hófu veiðar og lönduðu hjá tveimur fyrirtækjum. Hrefnukvóti ársins var 999 dýr svo nokkuð vantaði upp á að hann næðist. Í dag hefst í Noregi ársfundur samtaka þeirra sem veiða minni hvali og verður greint frá kvóta næsta árs á fundinum.

Aflahæsti báturinn, Kato, veiddi í ár 152 hrefnur og er það meðal þess mesta sem norskur bátur hefur veitt í nokkra áratugi. Kjötið var unnið og fryst um borð og uppfyllti þannig kröfur um mögulegan útflutning til Japan, að því er fram kemur í Fiskaren.

Afurð Dags. Meðalverð
Gellur 6.12.17 706,00 kr/kg
Þorskur, óslægður 15.12.17 224,44 kr/kg
Þorskur, slægður 15.12.17 241,94 kr/kg
Ýsa, óslægð 15.12.17 249,51 kr/kg
Ýsa, slægð 15.12.17 187,29 kr/kg
Ufsi, óslægður 15.12.17 71,85 kr/kg
Ufsi, slægður 15.12.17 83,61 kr/kg
Djúpkarfi 7.12.17 79,00 kr/kg
Gullkarfi 15.12.17 260,29 kr/kg
Litli karfi 14.12.17 0,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

16.12.17 Sæli BA-333 Landbeitt lína
Langa 185 kg
Ufsi 178 kg
Steinbítur 61 kg
Karfi / Gullkarfi 58 kg
Þorskur 31 kg
Samtals 513 kg
15.12.17 Jónína Brynja ÍS-055 Landbeitt lína
Þorskur 93 kg
Keila 22 kg
Langa 13 kg
Karfi / Gullkarfi 10 kg
Hlýri 9 kg
Samtals 147 kg
15.12.17 Bliki ÍS-203 Landbeitt lína
Þorskur 8.117 kg
Ýsa 1.503 kg
Langa 398 kg
Karfi / Gullkarfi 155 kg
Keila 146 kg
Steinbítur 99 kg
Hlýri 84 kg
Samtals 10.502 kg

Skoða allar landanir »