„Húsið er alveg ónýtt“

Með því að brjóta húsnæði Skipaþjónustunnar niður var „Rauða húsinu“ …
Með því að brjóta húsnæði Skipaþjónustunnar niður var „Rauða húsinu“ svokallaða sem kom frá Hesteyri 1956, bjargað. mbl.is/Halldór Sveinbjörnsson

„Húsið er alveg ónýtt. Við brutum það niður og björguðum þannig öðru húsi sem við erum með þarna þar sem við geymum veiðarfæri og annað,“ segir Einar Valur Kristjánsson, framkvæmdastjóri Hraðfrystihússins Gunnvarar á Ísafirði. Eldur kom upp í húsnæði skipaþjónustu hraðfrystihússins seint í gærkvöldi. Enn logar í glæðum og er unnið að því að slökkva í þeim. Svæðið verður vaktað næstu klukkustundirnar til að tryggja að eldurinn blossi ekki upp aftur.

„Þarna inni voru öll verkfæri og áhöld fyrir útgerðina,“ segir Einar Valur sem fylgdist náið með aðgerðum slökkviliðs og lögreglu á vettvangi í nótt. Hann segir tjónið mikið. „Þetta var verkstæðið okkar sem við notum til að þjónustuna skipin okkar og togarana.“

Gunnvör á tvo togara og sá þriðji er í smíðum. Þá er fyrirtækið einnig með þjónustubáta fyrir fiskeldi á svæðinu. 

Spurður hvaða áhrif þetta hafi á starfsemi útgerðarinnar segir Einar að nú sé unnið að því að finna leiðir til þau verði sem minnst. Hann segir að vissulega muni bruninn gera útgerðinni erfiðara fyrir að minnsta kosti næstu vikurnar. „Við verðum að koma okkur út úr því. Við lendum vonandi á löppunum aftur og verðum að byggja upp nýja aðstöðu, það er það sem við erum að fara með í gang núna.“

Eldurinn blossaði upp rétt eftir klukkan 23 í gærkvöld í …
Eldurinn blossaði upp rétt eftir klukkan 23 í gærkvöld í húsnæði Skipaþjónustu HG. Ljósmynd/Aðsend

Húsið brotið niður með gröfum

Um klukkan fjögur í nótt var eldurinn að mestu slokknaður. Notaðar voru gröfur til að brjóta húsið niður til að tryggja eldurinn bærist ekki í nærliggjandi hús.

Húsið var mannlaust er eldurinn kom upp um klukkan ellefu í gærkvöldi. 

Einar Valur segist ekki vita um eldsupptök og segir lögregluna hafa það nú til rannsóknar. 

Um fimmtíu manns frá Slökkviliði Ísafjarðar, Slökkviliði Ísafjarðarflugvallar, slökkviliði Bolungarvíkur, björgunarsveitum, Ísafjarðarhöfn unnu að því að ráða niðurlögum eldsins og bjarga „Rauða húsinu“ svokallaða sem kom frá Hesteyri 1956, tókst það verk giftusamlega, að sögn Einars Vals..

Húsnæði skipaþjónustunnar var um 700 fermetrar að flatarmáli og er það brunnið til kaldra kola auk alls þess sem inní því var.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 25.4.24 425,86 kr/kg
Þorskur, slægður 25.4.24 527,13 kr/kg
Ýsa, óslægð 25.4.24 191,99 kr/kg
Ýsa, slægð 25.4.24 150,72 kr/kg
Ufsi, óslægður 25.4.24 122,07 kr/kg
Ufsi, slægður 25.4.24 172,26 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 25.4.24 162,06 kr/kg
Litli karfi 24.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

25.4.24 Tryllir GK 600 Grásleppunet
Grásleppa 1.264 kg
Þorskur 164 kg
Skarkoli 115 kg
Rauðmagi 20 kg
Samtals 1.563 kg
25.4.24 Loftur HU 717 Handfæri
Þorskur 408 kg
Karfi 74 kg
Ufsi 35 kg
Samtals 517 kg
25.4.24 Von HU 170 Grásleppunet
Grásleppa 1.092 kg
Skarkoli 590 kg
Þorskur 502 kg
Ýsa 97 kg
Steinbítur 6 kg
Sandkoli 3 kg
Samtals 2.290 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 25.4.24 425,86 kr/kg
Þorskur, slægður 25.4.24 527,13 kr/kg
Ýsa, óslægð 25.4.24 191,99 kr/kg
Ýsa, slægð 25.4.24 150,72 kr/kg
Ufsi, óslægður 25.4.24 122,07 kr/kg
Ufsi, slægður 25.4.24 172,26 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 25.4.24 162,06 kr/kg
Litli karfi 24.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

25.4.24 Tryllir GK 600 Grásleppunet
Grásleppa 1.264 kg
Þorskur 164 kg
Skarkoli 115 kg
Rauðmagi 20 kg
Samtals 1.563 kg
25.4.24 Loftur HU 717 Handfæri
Þorskur 408 kg
Karfi 74 kg
Ufsi 35 kg
Samtals 517 kg
25.4.24 Von HU 170 Grásleppunet
Grásleppa 1.092 kg
Skarkoli 590 kg
Þorskur 502 kg
Ýsa 97 kg
Steinbítur 6 kg
Sandkoli 3 kg
Samtals 2.290 kg

Skoða allar landanir »