Óeðlilegt að gjaldið miði við eldri tekjur

Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegsráðherra.
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegsráðherra. mbl.is/Kristinn Magnússon

Á uppvaxtarárum Kristjáns Þórs Júlíussonar snerist lífið um sjómennsku. Hann er af sjómönnum kominn og sem lítill polli á Dalvík þótti honum gaman að venja komur sínar í netagerð föður síns. „Við strákarnir tókum uppblásnar blöðrur úr vörubíladekkjum traustataki og gerðum út á tjarnir í bænum í vorleysingunum, með misjöfnum árangri. Svo fór ég á sjóinn fimmtán eða sextán ára og var það sumarvinnan mín öll menntaskóla- og háskólaárin.“

Minnstu munaði að sjómennskan yrði að ævistarfi Kristjáns Þórs. Að menntaskólanum loknum fór hann í Stýrimannaskólann og fékk skipstjórnarréttindi, og starfaði um skeið sem stýrimaður og skipstjóri. Hann breytti síðan um stefnu, lærði íslensku og bókmenntir í Háskóla Íslands og fékk kennsluréttindi. „Ég fór svo aftur til Dalvíkur til að starfa sem kennari, en búið var að ráða mig sem skipstjóra þegar ég var ráðinn bæjarstjóri á Dalvík 1986.“

Í síðustu viku tók Kristján Þór við sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu úr höndum Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur. Hann hefur setið á Alþingi frá 2007, varð heilbrigðisráðherra 2013 og mennta- og menningarmálaráðherra í ársbyrjun 2017.

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir afhenti Kristjáni Þór lyklana að ráðuneytinu.
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir afhenti Kristjáni Þór lyklana að ráðuneytinu. mbl.is/Eggert

Vill efla tiltrú

Stjórnarsáttmáli nýju ríkisstjórnarinnar leggur m.a. áherslu á að tryggja samkeppnishæfni íslensks sjávarútvegs, endurskoða lög um veiðigöld og stuðla að ábyrgum vexti fiskeldis. Einnig er í sáttmálanum fjallað um það hlutverk sem sjávarútvegurinn gegnir við að efla byggðir landsins.

Aðspurður hvað hann leggi persónulega mesta áherslu á segist Kristján Þór vilja styrkja samkeppnishæfni sjávarútvegsins og landbúnaðarins og auka þekkingu og tiltrú landsmanna á þessum atvinnugreinum. „Þetta snýst um svo miklu meira en að draga fisk úr sjó eða reka fé af fjalli. Um er að ræða matvælaframleiðslu með öllum þeim tilbrigðum sem undir þá grein atvinnulífsins heyra. Þessi starfsemi hvílir á þeirri miklu og verðmætu þekkingu sem býr í því fólki sem leggur þessar atvinnugreinar fyrir sig; sjómönnum, bændum, fiskverkafólki, kjötiðnaðarfólki, verkfræðingum, tækjahönnuðum, sölumönnum og þannig mætti lengi telja.“

Sitt sýnist hverjum um hvernig best væri að efla samkeppnishæfni sjávarútvegsins og segir Kristján Þór of snemmt að segja hvaða leiðir honum þyki fýsilegastar. „Þetta er verkefni sem eðli málsins samkvæmt þarf að vinna í góðu samstarfi við greinina og þá sem henni tengjast, og er ekki eitthvað sem stjórnvöld ákveða einhliða.“

Kristján Þór segir aðspurður að það sé ljóst að endurskoða þurfi álagningu veiðigjaldsins. „Það er t.d. afar óeðlilegt að gjaldið sem lagt er á í dag miðist við tekjur greinarinnar fyrir tveimur árum. Rekstur sjávarútvegsfyrirtækja getur verið sveiflukenndur og núverandi fyrirkomulag er m.a. af þessum sökum til þess fallið að geta valdið greininni erfiðleikum sem hægt væri að forðast með öðru fyrirkomulagi. Væri líka vert að skoða hvaða leiðir má fara til að einfalda gjaldtökuna um leið og við færum forsendur hennar nær okkur í tíma og látum hana spegla betur afkomu einstakra útgerðarflokka.“

Almennt séð er það skoðun Kristjáns Þórs að sjávarútvegur eigi að starfa við sömu skilyrði og annar atvinnurekstur í landinu, og að afskipti stjórnvalda af greininni ættu að vera sem minnst. „En á móti kemur að sjávarútvegurinn byggir á nýtingu sameiginlegra auðlinda þjóðarinnar og eðlilegt að fólk hafi ólíkar skoðanir á því hvernig umgjörð greinarinnar er háttað. Sama hvaða stefna er tekin þá verðum við samt að gæta þess að sjávarútvegurinn geti verið rekinn með hagkvæmum hætti.“

Rætt var nánar við ráðherrann í ViðskiptaMogganum, sem fylgdi Morgunblaðinu fimmtudaginn 7. desember.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 23.4.24 456,77 kr/kg
Þorskur, slægður 23.4.24 531,96 kr/kg
Ýsa, óslægð 23.4.24 236,08 kr/kg
Ýsa, slægð 23.4.24 142,98 kr/kg
Ufsi, óslægður 23.4.24 177,94 kr/kg
Ufsi, slægður 23.4.24 227,65 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 23.4.24 178,13 kr/kg
Litli karfi 19.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

23.4.24 Beta SU 161 Handfæri
Þorskur 1.324 kg
Ufsi 90 kg
Samtals 1.414 kg
23.4.24 Júlía SI 62 Grásleppunet
Grásleppa 700 kg
Þorskur 240 kg
Skarkoli 34 kg
Steinbítur 6 kg
Ýsa 3 kg
Samtals 983 kg
23.4.24 Marvin NS 550 Grásleppunet
Grásleppa 1.083 kg
Þorskur 118 kg
Skarkoli 76 kg
Samtals 1.277 kg
23.4.24 Jón Hildiberg RE 60 Grásleppunet
Grásleppa 806 kg
Þorskur 208 kg
Steinbítur 8 kg
Skarkoli 1 kg
Samtals 1.023 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 23.4.24 456,77 kr/kg
Þorskur, slægður 23.4.24 531,96 kr/kg
Ýsa, óslægð 23.4.24 236,08 kr/kg
Ýsa, slægð 23.4.24 142,98 kr/kg
Ufsi, óslægður 23.4.24 177,94 kr/kg
Ufsi, slægður 23.4.24 227,65 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 23.4.24 178,13 kr/kg
Litli karfi 19.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

23.4.24 Beta SU 161 Handfæri
Þorskur 1.324 kg
Ufsi 90 kg
Samtals 1.414 kg
23.4.24 Júlía SI 62 Grásleppunet
Grásleppa 700 kg
Þorskur 240 kg
Skarkoli 34 kg
Steinbítur 6 kg
Ýsa 3 kg
Samtals 983 kg
23.4.24 Marvin NS 550 Grásleppunet
Grásleppa 1.083 kg
Þorskur 118 kg
Skarkoli 76 kg
Samtals 1.277 kg
23.4.24 Jón Hildiberg RE 60 Grásleppunet
Grásleppa 806 kg
Þorskur 208 kg
Steinbítur 8 kg
Skarkoli 1 kg
Samtals 1.023 kg

Skoða allar landanir »