Tólf bjargað við hrikalegar aðstæður

Skipverjarnir á Dhoon sem lifðu af voru dregnir í land …
Skipverjarnir á Dhoon sem lifðu af voru dregnir í land á línu sem skotið var út til togarans. Hér eru aðstæður svipaðar en verið að bjarga skipverjum af öðrum enskum togara, Sargon, skammt frá ári seinna.

Sjötíu ár eru liðin frá einhverju frækilegasta björgunarafreki Íslandssögunnar þegar 12 skipverjum var bjargað úr enska togaranum Dhoon við Látrabjarg, við hrikalegar aðstæður í miklu hafróti. Á annan tug manna af bæjunum í nágrenninu og frá Patreksfirði annaðist björgunina sem tók á þriðja sólarhring.

Staðþekking heimamanna og kunnátta þeirra í bjargsigi réð úrslitum um að björgunin tókst. Í eftirfarandi frásögn er stuðst við fyrri upprifjanir Morgunblaðsins á atburðinum. Um hann var einnig gerð kvikmynd og hann hefur orðið umfjöllunarefni í nokkrum bókum.

Það var 5. desember 1947 sem Dhoon lagði úr höfn frá Fleetwood á Englandi og sigldi á Íslandsmið. Skipverjar voru allir Fleetwood-búar að skipstjóra og stýrimanni undanskildum, en þeir voru frá Hull. Viku seinna, föstudaginn 12. desember, strandaði Dhoon í myrkri og kafaldsbyl við Látrabjarg. Skipverjar lifðu allir strandið af, en voru fastir nokkra tugi metra undan landi. Þar tók við stórgrýtisurð og himinhátt ísi lagt bjarg. Þeir sáu litla von um björgun.

Af forsíðu Morgunblaðsins laugardaginn 13. desember 1947.
Af forsíðu Morgunblaðsins laugardaginn 13. desember 1947.

Stuttu eftir strandið bárust bændum að Látrum fréttir af slysinu. Þeir fóru fyrst út á Látrabjarg og könnuðu aðstæður en hófu síðan að undirbúa björgun. Á laugardagsmorgun fóru tólf björgunarmenn á handvaði niður á svonefnt Flaugarnef í bjarginu. Fjórir þeirra héldu síðan áfram og sigu alla leið niður í fjöru. Kom sér nú vel reynsla heimamanna af bjargferðum til eggja- og fuglatekju.

Sigmennirnir gengu síðan hálfan kílómetra í stórgrýttri fjörunni undir Látrabjargi þar til þeir voru komnir að strandstaðnum þar sem þeir komu auga á nokkra skipverjanna. Tólf voru þá enn lifandi af áhöfninni en þrír höfðu látið lífið um nóttina og morguninn. Frásagnir eru óljósar af afdrifum þeirra, en svo virðist sem skipstjóri og stýrimaður hafi valið að dvelja í brúnni, þrátt fyrir að þeir væru varaðir við því, og einnig virðast þeir hafa verið ölvaðir. Einnig fórst háseti sem fór í brúna í leit að vistum.

Björgunarmennirnir skutu rakettu með línu til skipsins og hittu í annarri tilraun. Hver af öðrum voru skipbrotsmennirnir dregnir í land og gekk það slysalaust, þó nokkrir þeirra blotnuðu á leiðinni.Tími gafst til að senda einn björgunarmanna og sjö skipverja upp á Flaugarnefið í vaði áður en féll að og sigstaðurinn lokaðist. Var það erfitt verk, því mikill halli var á Flaugarnefinu og Englendingarnir voru óvanir sigmenn.

Fimm skipverjar og þrír björgunarmenn urðu að láta fyrirberast í skjóli stórgrýtis niðri í fjörunni um nóttina. Voru þeir í stöðugri hættu vegna hruns úr bjarginu. Tveir fengu grjót eða klaka í höfuðið svo að sár hlaust af. Hinir skipbrotsmennirnir sjö höfðust við á Flaugarnefinu ásamt björgunarmönnum. Englendingarnir lágu á klettasyllu rétt ofan við nefið, sem var þó ekki breiðari en svo að fætur þeirra stóðu fram af. Íslendingarnir skiptust tveir og tveir á að sitja á sylluni við hlið þeirra, því meira var rýmið ekki. Aðrir sátu í hallanum á Flaugarnefinu sjálfu.

Greypt­ist í minni tólf ára pilts á Látr­um: „Þetta yrði ekki reynt í dag“

Hrafn­kell seg­ir að svona björg­un yrði ekki reynd í dag. „Þess­ir bænd­ur voru upp­al­d­ir á staðnum og þekktu björg­in og aðstæður all­ar eins og lóf­ann á sér. Eng­ir aðrir en svona þaul­van­ir menn hefðu getað leyst þetta verk af hendi. Í dag mundu menn ekki ráðast í björg­un við svona aðstæður nema með þyrlu, en þá er ekki víst að hún gæti at­hafnað sig vegna veðurs.“

Frásögnina í heild sinni má lesa í Morgunblaðinu sem út kom í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 18.3.24 559,44 kr/kg
Þorskur, slægður 18.3.24 503,99 kr/kg
Ýsa, óslægð 18.3.24 331,72 kr/kg
Ýsa, slægð 18.3.24 216,50 kr/kg
Ufsi, óslægður 18.3.24 220,69 kr/kg
Ufsi, slægður 18.3.24 222,80 kr/kg
Gullkarfi 18.3.24 233,55 kr/kg
Litli karfi 18.3.24 10,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 11.3.24 50,00 kr/kg
Blálanga, slægð 18.3.24 194,27 kr/kg

Fleiri tegundir »

18.3.24 Sunnutindur SU 95 Línutrekt
Þorskur 10.868 kg
Ýsa 818 kg
Langa 137 kg
Keila 127 kg
Steinbítur 87 kg
Ufsi 4 kg
Samtals 12.041 kg
18.3.24 Straumey EA 50 Línutrekt
Þorskur 3.803 kg
Ýsa 146 kg
Steinbítur 54 kg
Samtals 4.003 kg
18.3.24 Ás NS 78 Grásleppunet
Grásleppa 2.198 kg
Þorskur 772 kg
Skarkoli 197 kg
Samtals 3.167 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 18.3.24 559,44 kr/kg
Þorskur, slægður 18.3.24 503,99 kr/kg
Ýsa, óslægð 18.3.24 331,72 kr/kg
Ýsa, slægð 18.3.24 216,50 kr/kg
Ufsi, óslægður 18.3.24 220,69 kr/kg
Ufsi, slægður 18.3.24 222,80 kr/kg
Gullkarfi 18.3.24 233,55 kr/kg
Litli karfi 18.3.24 10,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 11.3.24 50,00 kr/kg
Blálanga, slægð 18.3.24 194,27 kr/kg

Fleiri tegundir »

18.3.24 Sunnutindur SU 95 Línutrekt
Þorskur 10.868 kg
Ýsa 818 kg
Langa 137 kg
Keila 127 kg
Steinbítur 87 kg
Ufsi 4 kg
Samtals 12.041 kg
18.3.24 Straumey EA 50 Línutrekt
Þorskur 3.803 kg
Ýsa 146 kg
Steinbítur 54 kg
Samtals 4.003 kg
18.3.24 Ás NS 78 Grásleppunet
Grásleppa 2.198 kg
Þorskur 772 kg
Skarkoli 197 kg
Samtals 3.167 kg

Skoða allar landanir »