Þorskurinn sterkur og ýsan á uppleið

„Almennt séð, þegar við lítum heilt yfir fiskistofnana við landið, …
„Almennt séð, þegar við lítum heilt yfir fiskistofnana við landið, er ástandið ágætt og þetta styður við þær mælingar sem við gerðum í mars,“ segir Kristján. mbl.is/Þorgeir Baldursson

Stofnvísitala þorsks er nú sú hæsta síðan mælingar hófust árið 1996 og fyrstu vísbendingar um árganginn í ár gefa til kynna að hann sé yfir meðalstærð.

Þetta er meðal þess sem fram kemur í niðurstöðum þeirra stofnmælinga botnfiska sem gerðar voru í haust.

Kristján Kristinsson, fiskifræðingur hjá Hafrannsóknastofnun, stýrði mælingunum að þessu sinni. Í samtali við 200 mílur segir hann að haustrallið hafi gengið vel og niðurstöðurnar séu jákvæðar.

2016-árgangurinn mælist lítill

„Velflestir stofnar eru ýmist á uppleið eða standa í stað og eru nokkuð stórir. Það er í raun ekki neitt sem stingur í augun, þó að það séu kannski helst kaldsjávartegundirnar á borð við hlýra sem ná ekki alveg að halda í við uppganginn.“

Úr niðurstöðunum má lesa að heildarvísitala þorsks hefur hækkað nær samfellt frá árinu 2007.

„Við erum með einn slakan árgang, 2013, og svo var 2016-árgangurinn ekki ýkja sterkur heldur,“ segir Kristján, en vísitala þess árgangs í marsrallinu benti til þess að árgangurinn væri lítill. Hefur það nú verið staðfest í haustrallinu.

Vísitala allra lengdarflokka stærri en 55 sentimetrar mældist yfir meðaltali tímabilsins, en hækkunina má að hluta rekja til aukins magns af stórum þorski undanfarin ár. Þá hefur aldrei fengist meira af 60 til 85 sentimetra þorski, en um er að ræða árgangana frá 2011 og 2012.

Aflareglan hefur áhrif

Spurður hvað sé að baki þessari góðu þróun nefnir Kristján ýmsa þætti.

„Árgangarnir sem eru að koma inn núna eru sterkari, og með stækkandi hrygningarstofni eru líkur á betri nýliðun,“ segir hann og bendir á að hóflegar veiðar í lögsögunni gefi þorskstofninum færi á að vaxa og dafna.

„Við erum með aflareglu á þorski sem gerir ráð fyrir um tuttugu prósenta nýtingu á stofninum. Það hefur áhrif.“

Mest fékkst af þorski djúpt norðvestur, norður og austur af landinu, eins og undanfarin ár, en athygli vekur að heildarmagn fæðu í mögum 56 til 115 sentimetra þorsks var með því minnsta síðan mælingar hófust. Mest var af loðnu í þorskmögum út af vestanverðu Norðurlandi. Af annarri fæðu má nefna ísrækju, rækju, síli, síld og kolmunna.

Ljósafell Loðnuvinnslunnar tók þátt í haustralli Hafrannsóknastofnunar og sést hér …
Ljósafell Loðnuvinnslunnar tók þátt í haustralli Hafrannsóknastofnunar og sést hér í Eyjafirði í haust. mbl.is/Hafþór Hreiðarsson

Betri nýliðun í ýsunni

Vísitala ýsu hefur undanfarin ár mælst nálægt meðaltali tímabilsins. Nýliðun hefur verið góð undanfarin fjögur ár eftir sex léleg ár þar á undan.

„Ýsustofninn er aðeins að braggast,“ segir Kristján. „Við sjáum nú betri nýliðun eftir mörg léleg ár og hann virðist vera að ná meðaltalinu.Við eigum ekki von á að stofninn fari frekar niður á við í bráð.“

Lengdardreifing sýnir að 20 til 55 sentimetra ýsa er undir meðaltali í fjölda en hefur þó farið fjölgandi.Ýsa stærri en sextíu sentimetrar er þá yfir meðaltali í fjölda. Fyrstu vísbendingar um árganginn í ár gefa þá til kynna að hann sé yfir meðalstærð.

Ýsan veiddist á landgrunninu allt í kringum landið en eins og undanfarin ár fékkst mest af henni fyrir norðan og norðvestan land.

„Almennt séð, þegar við lítum heilt yfir fiskistofnana við landið, er ástandið ágætt og þetta styður við þær mælingar sem við gerðum í mars,“ segir Kristján.

„Við vonumst til að þetta haldi áfram á þessari braut á næsta ári, að minnsta kosti eru engar vísbendingar um að þróunin fari niður á við á næstunni.“

Ítarlegri umfjöllun birtist í Morgunblaðinu fimmtudaginn 14. desember.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 24.4.24 436,69 kr/kg
Þorskur, slægður 24.4.24 566,23 kr/kg
Ýsa, óslægð 24.4.24 213,60 kr/kg
Ýsa, slægð 24.4.24 118,02 kr/kg
Ufsi, óslægður 24.4.24 168,00 kr/kg
Ufsi, slægður 24.4.24 205,91 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 24.4.24 228,36 kr/kg
Litli karfi 24.4.24 6,89 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

24.4.24 Ver AK 38 Grásleppunet
Grásleppa 934 kg
Samtals 934 kg
24.4.24 Öðlingur SU 19 Línutrekt
Þorskur 12.806 kg
Ýsa 1.274 kg
Steinbítur 114 kg
Ufsi 47 kg
Keila 13 kg
Karfi 2 kg
Samtals 14.256 kg
24.4.24 Fanney EA 48 Línutrekt
Þorskur 1.701 kg
Ýsa 13 kg
Keila 3 kg
Samtals 1.717 kg
24.4.24 Straumey EA 50 Línutrekt
Þorskur 2.661 kg
Karfi 15 kg
Steinbítur 5 kg
Samtals 2.681 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 24.4.24 436,69 kr/kg
Þorskur, slægður 24.4.24 566,23 kr/kg
Ýsa, óslægð 24.4.24 213,60 kr/kg
Ýsa, slægð 24.4.24 118,02 kr/kg
Ufsi, óslægður 24.4.24 168,00 kr/kg
Ufsi, slægður 24.4.24 205,91 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 24.4.24 228,36 kr/kg
Litli karfi 24.4.24 6,89 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

24.4.24 Ver AK 38 Grásleppunet
Grásleppa 934 kg
Samtals 934 kg
24.4.24 Öðlingur SU 19 Línutrekt
Þorskur 12.806 kg
Ýsa 1.274 kg
Steinbítur 114 kg
Ufsi 47 kg
Keila 13 kg
Karfi 2 kg
Samtals 14.256 kg
24.4.24 Fanney EA 48 Línutrekt
Þorskur 1.701 kg
Ýsa 13 kg
Keila 3 kg
Samtals 1.717 kg
24.4.24 Straumey EA 50 Línutrekt
Þorskur 2.661 kg
Karfi 15 kg
Steinbítur 5 kg
Samtals 2.681 kg

Skoða allar landanir »