Skipherrann sem elti Polar Nanoq

Hafið er úfið en verkefnin verður að leysa, segir Niels …
Hafið er úfið en verkefnin verður að leysa, segir Niels sem hefur verið á dönsku varðskipunum í áratugi. mbl.is/Sigurður Bogi

Athygli vakti þegar tvö dönsk varðskip lágu í síðustu viku nokkra daga samtímis við Ægisgarð í Reykjavíkurhöfn. Þetta voru Hvidbjørnen og Vædderen; en þau skip og önnur tvö til viðbótar, það er Thetis og Triton, eru gerð út á norðurhöf þar sem áhafnirnar sinna strandgæslu og ýmsum þjónustuverkefnum við Færeyjar og Grænland, sem eru hluti af danska konungdæminu. En hvernig er ferðum skipanna háttað?

„Auðvitað eru norðurhöfin úfin. Ég hins vegar treysti mínu sterkbyggða skipi og áhöfn; mönnum sem eru vel þjálfaðir, hafa jákvætt hugarfar og styrk til þess að takast á við ögrandi verkefni sem þeir standa andspænis,“ sagði Niels Markussen skipherra.

Morgunblaðið ræddi við hann fyrir helgina þegar hann stóð í brúnni á Hvidbjørnen en skipherrarnir og áhafnir þeirra færast annars reglulega milli skipa. „Sjálfur er ég búinn að vera á þessum skipum síðan ég var sautján ára, frá árinu 1984. Það er talsverður tími, en þetta er það sem ég kann best,“ segir Niels sem nú er með áhöfn sinni á Hvidbjørnen á Grænlandsmiðum. Þar verða þeir fram yfir nýár.

TF-LIF á dekki Hvidbjørnen fyrir helgi.
TF-LIF á dekki Hvidbjørnen fyrir helgi. Ljósmynd/Landhelgisgæslan

Slæmt veður og aðstæður erfiðar

Niels var skipherra á Triton sem veitti grænlenska togaranum Polar Nanoq eftirför langt vestur í haf eftir að ljóst var að menn í áhöfn hans tengdust hvarfi Birnu Brjánsdóttur.

„Það var ánægjulegt að geta lagt lið í þessum aðgerðum, en vissulega var þetta krefjandi því þegar við fórum á eftir togaranum var slæmt veður og aðstæður erfiðar. En þetta verkefni varð bara að leysa og þetta snerti mig sjálfan talsvert, enda á ég dóttur á svipuðum aldri og íslenska stúlkan sem var fórnarlambið í þessu hörmulega máli.

Við hér á skipinu áttum svo eftir að fylgjast talsvert með þessu máli, en áttuðum okkur þó ekki fyrr en um síðir á því hve stórt það var í öllum fréttum hér og hreyfði mikið við þeirri friðsömu þjóð sem Íslendingar eru,“ segir Niels Ole Markussen.

Sjá viðtal við Markussen skipherra í heild á baksíðu Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 24.4.24 436,69 kr/kg
Þorskur, slægður 24.4.24 566,23 kr/kg
Ýsa, óslægð 24.4.24 213,60 kr/kg
Ýsa, slægð 24.4.24 118,02 kr/kg
Ufsi, óslægður 24.4.24 168,00 kr/kg
Ufsi, slægður 24.4.24 205,91 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 24.4.24 228,36 kr/kg
Litli karfi 24.4.24 6,89 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

24.4.24 Sunnutindur SU 95 Línutrekt
Þorskur 16.635 kg
Ýsa 451 kg
Steinbítur 211 kg
Ufsi 34 kg
Hlýri 26 kg
Keila 14 kg
Karfi 4 kg
Langa 3 kg
Samtals 17.378 kg
24.4.24 Sandfell SU 75 Lína
Þorskur 1.843 kg
Steinbítur 344 kg
Keila 55 kg
Ýsa 54 kg
Ufsi 35 kg
Karfi 16 kg
Hlýri 4 kg
Langa 2 kg
Samtals 2.353 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 24.4.24 436,69 kr/kg
Þorskur, slægður 24.4.24 566,23 kr/kg
Ýsa, óslægð 24.4.24 213,60 kr/kg
Ýsa, slægð 24.4.24 118,02 kr/kg
Ufsi, óslægður 24.4.24 168,00 kr/kg
Ufsi, slægður 24.4.24 205,91 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 24.4.24 228,36 kr/kg
Litli karfi 24.4.24 6,89 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

24.4.24 Sunnutindur SU 95 Línutrekt
Þorskur 16.635 kg
Ýsa 451 kg
Steinbítur 211 kg
Ufsi 34 kg
Hlýri 26 kg
Keila 14 kg
Karfi 4 kg
Langa 3 kg
Samtals 17.378 kg
24.4.24 Sandfell SU 75 Lína
Þorskur 1.843 kg
Steinbítur 344 kg
Keila 55 kg
Ýsa 54 kg
Ufsi 35 kg
Karfi 16 kg
Hlýri 4 kg
Langa 2 kg
Samtals 2.353 kg

Skoða allar landanir »