„Kaldar kveðjur frá formanni Samfylkingar“

Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. mbl.is/Eggert

Sjálfstæðismaðurinn Ásmundur Friðriksson gagnrýndi Loga Einarsson, formann Samfylkingarinnar, harðlega á Alþingi í dag. Vitnaði Ásmundur þar í ummæli Loga sem sagði á mánudag að það væri í lagi þótt einhver útgerðarfyrirtæki færu á hausinn.

„Það eru kaldar kveðjur sem sjómenn og fiskverkafólk fær frá formanni Samfylkingarinnar,“ sagði Ásmundur og bætti við að í kjördæmi Loga væri öflug smábátaútgerð auk stærstu útgerðarfyrirtækja landsins.

Ásmundur sagði að hagræðingin hefði augljóslega ekki náð þeim markmiðum Samfylkingarinnar að drepa alla einstaklingsútgerð smærri og minni fiskiskipa um land allt.

„Er það svo að formaður Samfylkingarinnar sér ekkert annað við útgerðina en hvað er hægt að kreista úr henni af veiðigjöldum, ella liggi hún bara dauð?“ spurði Ásmundur. 

Hann sagði alla á Alþingi sammála um að útgerðin greiddi veiðigjöld. Hins vegar væru gjöldin komin á það stig að hún væri minni fyrirtækjum afar erfið.

„Er formanni Samfylkingarinnar skítsama um útgerð á landsbyggðinni?

Logi Einarsson.
Logi Einarsson. mbl.is/Kristinn Magnússon

Þetta er blóðug saga

Logi bað um að fá að svara ræðu Ásmundar og sagði hann taka orð sín úr samhengi. „Engu að síður er þetta kærkomið tækifæri til að ítreka það sem ég hef verið að tala um, það er auðvitað ekki markmið að taka meiri gjöld en svo að útgerðin geti borið það,“ sagði Logi.

Hann sagði það líka skipta máli að þjóðin fá hámarksarð af sameiginlegri auðlind sinni og benti á að Samfylkingin hefði lagt til, ásamt fleiri flokkum, breytingar á fiskveiðistjórnunarkerfinu. Þær gangi út á það að útgerðin greiði það sem hún geti en ekki meira en það.

„Ég talaði um að það þyrfti að verja hinar veiku byggðir en það hefur fiskveiðistjórnunarkerfið okkar ekki gert. Þvert á móti er þetta blóðug saga þrjá til fjóra áratugi aftur í tímann,“ sagði Logi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 19.4.24 444,63 kr/kg
Þorskur, slægður 19.4.24 562,68 kr/kg
Ýsa, óslægð 19.4.24 311,54 kr/kg
Ýsa, slægð 19.4.24 191,66 kr/kg
Ufsi, óslægður 19.4.24 152,48 kr/kg
Ufsi, slægður 19.4.24 271,61 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 19.4.24 133,87 kr/kg
Litli karfi 19.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

19.4.24 Kvikur EA 20 Grásleppunet
Grásleppa 920 kg
Þorskur 93 kg
Samtals 1.013 kg
19.4.24 Þorleifur EA 88 Þorskfisknet
Þorskur 641 kg
Ufsi 240 kg
Karfi 229 kg
Samtals 1.110 kg
19.4.24 Helga Sæm ÞH 70 Grásleppunet
Grásleppa 691 kg
Þorskur 170 kg
Samtals 861 kg
19.4.24 Sindri BA 24 Grásleppunet
Grásleppa 608 kg
Þorskur 16 kg
Skarkoli 9 kg
Samtals 633 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 19.4.24 444,63 kr/kg
Þorskur, slægður 19.4.24 562,68 kr/kg
Ýsa, óslægð 19.4.24 311,54 kr/kg
Ýsa, slægð 19.4.24 191,66 kr/kg
Ufsi, óslægður 19.4.24 152,48 kr/kg
Ufsi, slægður 19.4.24 271,61 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 19.4.24 133,87 kr/kg
Litli karfi 19.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

19.4.24 Kvikur EA 20 Grásleppunet
Grásleppa 920 kg
Þorskur 93 kg
Samtals 1.013 kg
19.4.24 Þorleifur EA 88 Þorskfisknet
Þorskur 641 kg
Ufsi 240 kg
Karfi 229 kg
Samtals 1.110 kg
19.4.24 Helga Sæm ÞH 70 Grásleppunet
Grásleppa 691 kg
Þorskur 170 kg
Samtals 861 kg
19.4.24 Sindri BA 24 Grásleppunet
Grásleppa 608 kg
Þorskur 16 kg
Skarkoli 9 kg
Samtals 633 kg

Skoða allar landanir »