Setur reglur um álaveiðar

Reyktur áll.
Reyktur áll. mbl.is/Heiðar Kristjánsson

Ráðherra getur með reglugerð sett reglur um álaveiðar, m.a. um að banna eða takmarka álaveiðar um allt land eða á tilteknum svæðum ef það er talið nauðsynlegt að mati Hafrannsóknastofnunar. Þetta segir í frumvarpi til laga um breytingar á lögum um lax- og silungsveiði sem sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra lagði fram. 

Í greinargerð með frumvarpinu kemur fram að Fiskistofa óskaði eftir því fyrir nokkrum árið 2015 að ráðuneytið hlutaðist til um að álaveiðar yrðu bannaðar eða takmarkaðar á Íslandi og við landið. Ástæðan er sú að álastofninn hefur minnkað víða um heim og álaveiðar eru nær alls staðar bannaðar í heiminum. Áll er einnig kominn á bannlista sem verslunarvara eða á lista CITES (Appendix II)

„Alþjóðahafrannsóknaráðið leggst alfarið gegn veiðum á ál meðan svo er ástatt fyrir stofninum og í sama streng taka fleiri alþjóðastofnanir um fiskveiðimál (t.d. EIFAAC).“ Þetta kemur fram í greinargerðinni. 

Hér á landi eru afar litlar upplýsingar til um álaveiðar á og við Ísland og að engin veiði hefur verið skráð. Veiðimálastofnun vill jafnframt að ef áll veiðist í silungs- eða laxveiði verði skylt að sleppa honum.

Ráðgjöf Veiðimálastofnunar séu umfram meðalhóf

Bændasamtök Íslands gerðu athugasemdir við frumvarpið. Þar kemur fram að samtökin dragi ekki í efa mat alþjóðastofnana á ástandi álastofnsins en bent á að þessi staða sé ekki tilkomin vegna óábyrgra veiða hérlendis þótt þær séu og hafi verið stundaðar í takmörkuðum mæli.

„Bændasamtökin telji að þær fyrirætlanir sem koma fram í ráðgjöf Veiðimálastofnunar séu umfram meðalhóf til að ná tilætluðum árangri í þessum efnum og að friðunarákvæði 20. gr. laga nr. 61/2006, um lax- og silungsveiði, veiti Fiskistofu nægilegar heimildir til tímabundinna friðana án þess að gengið sé um of á eignarrétt og atvinnufrelsi veiðiréttarhafa. Mjög litlar upplýsingar eru til um álaveiðar hér á landi en talið er að þær séu stundaðar að einhverju leyti. Ekki verður þó talið að þar sé um að ræða mikla hagsmuni.“ Þetta kemur meðal annars fram í athugasemdunum.  

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 25.4.24 425,86 kr/kg
Þorskur, slægður 25.4.24 527,13 kr/kg
Ýsa, óslægð 25.4.24 191,99 kr/kg
Ýsa, slægð 25.4.24 150,72 kr/kg
Ufsi, óslægður 25.4.24 122,07 kr/kg
Ufsi, slægður 25.4.24 172,26 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 25.4.24 162,06 kr/kg
Litli karfi 24.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

25.4.24 Hólmi NS 56 Grásleppunet
Grásleppa 3.357 kg
Þorskur 383 kg
Ýsa 23 kg
Samtals 3.763 kg
25.4.24 Magnús HU 23 Grásleppunet
Grásleppa 3.836 kg
Samtals 3.836 kg
25.4.24 Rún NS 300 Grásleppunet
Grásleppa 1.853 kg
Þorskur 296 kg
Skarkoli 100 kg
Samtals 2.249 kg
25.4.24 Patrekur BA 64 Dragnót
Skarkoli 1.853 kg
Þorskur 271 kg
Sandkoli 102 kg
Ýsa 8 kg
Samtals 2.234 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 25.4.24 425,86 kr/kg
Þorskur, slægður 25.4.24 527,13 kr/kg
Ýsa, óslægð 25.4.24 191,99 kr/kg
Ýsa, slægð 25.4.24 150,72 kr/kg
Ufsi, óslægður 25.4.24 122,07 kr/kg
Ufsi, slægður 25.4.24 172,26 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 25.4.24 162,06 kr/kg
Litli karfi 24.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

25.4.24 Hólmi NS 56 Grásleppunet
Grásleppa 3.357 kg
Þorskur 383 kg
Ýsa 23 kg
Samtals 3.763 kg
25.4.24 Magnús HU 23 Grásleppunet
Grásleppa 3.836 kg
Samtals 3.836 kg
25.4.24 Rún NS 300 Grásleppunet
Grásleppa 1.853 kg
Þorskur 296 kg
Skarkoli 100 kg
Samtals 2.249 kg
25.4.24 Patrekur BA 64 Dragnót
Skarkoli 1.853 kg
Þorskur 271 kg
Sandkoli 102 kg
Ýsa 8 kg
Samtals 2.234 kg

Skoða allar landanir »