Nýtt listaverk á Sjávarútvegshúsið

„Glitur hafsins“ verk Söru Riel mun prýða austurhluta Sjávarútvegshússins næstu …
„Glitur hafsins“ verk Söru Riel mun prýða austurhluta Sjávarútvegshússins næstu árin. Ljósmynd/atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið

„Glitur hafsins“, verk Söru Riel bar sigur úr býtum í samkeppni um nýtt útilistaverk á austurgafl Sjávarútvegshússins sem atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið efndi til í samstarfi við Samband Íslenskra myndlistarmanna. Þetta kemur fram í tilkynningu frá ráðuneytinu.

Kallað var eftir tillögum að verki með skírskotun í sögu sjávarútvegs á Íslandi. Auk listrænna gæða var lögð var áhersla á að verkið taki tillit til umhverfisins, falli vel að svæðinu og þoli íslenska veðráttu. Um er að ræða tímabundið verk sem mun prýða austurgafl hússins í að minnsta kosti þrjú ár.

Í júlí á síðasta ári var málað yfir sjó­mann­inn sem áður prýddi húsið eft­ir ít­rekaðar kvart­an­ir Hjör­leifs Gutt­orms­son­ar fyrrverandi þingmanns og ráðherra. Það verk var sett upp í aðdraganda Ice­land Airwaves-hátíðar­inn­ar árið 2015 og var það tekið niður án sam­ráðs við hátíðina sem fjár­magnaði verkið, eða lista­menn­ina.

Ljósmynd/atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið

Í tilkynningunni segir að valið á verki Söru Riel hafa verið einróma niðurstöðu dómnefndar.Í umsögn dómnefndar segir: „Verkið hefur þannig eiginleika að vaxa við nánari kynni, það leynir á sér og gæti vakið veruleg hugrif við rétt skilyrði við leik ljóssins og nánasta umhverfis. Það dansar á milli raunveruleika og ímyndunarafls og gefur þannig áhorfendum tækifæri til að túlka á mismunandi hátt hvað þeir sjá og skilja. Það er eitt af einkennum góðra listaverka. Við teljum að verkið falli vel að umhverfi sínu og tali til þess og að það hafi rómantíska skírskotun til sögu sjávarútvegs á Íslandi.“

Sara Riel er fædd árið 1980 og búsett í Reykjavík. Hún nam myndlist við Listaháskóla Íslands og Kunsthochschule Berlin- Weissensee á árunum 2000-2006. Sara hefur vakið verðskuldaða athygli síðustu árin fyrir myndlist sína og útilistaverk, ekki síst fyrir verkið Fjöðrin sem prýðir fjölbýlishús við Asparfell í Breiðholti.

Tuttugu og fimm tillögur bárust í keppnina sem var opin öllum einstaklingum og hópum. Þrjár tillögur voru metnar ógildar og ein tillaga var dregin tilbaka af höfundi. 

Í dómnefnd sátu Guðmundur Oddur Magnússon, rannsóknarprófessor við Listaháskóla Íslands og formaður dómnefndar, Gunnar Lárus Hjálmarsson, tónlistarmaður, Vera Líndal Guðnadóttir, mannfræðingur auk myndlistarmannanna Elínar Hansdóttur og Unndórs Egils Jónssonar. Trúnaðarmaður í samkeppninni var Ingunn Fjóla Ingþórsdóttir.

Fréttin var uppfærð kl. 17:31

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 15.4.24 395,03 kr/kg
Þorskur, slægður 15.4.24 544,39 kr/kg
Ýsa, óslægð 15.4.24 458,86 kr/kg
Ýsa, slægð 15.4.24 259,71 kr/kg
Ufsi, óslægður 15.4.24 102,15 kr/kg
Ufsi, slægður 15.4.24 252,99 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 15.4.24 243,14 kr/kg
Litli karfi 11.4.24 10,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 11.3.24 50,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

15.4.24 Ásdís ÍS 2 Dragnót
Skarkoli 1.836 kg
Sandkoli 81 kg
Þorskur 64 kg
Grásleppa 32 kg
Samtals 2.013 kg
15.4.24 Patrekur BA 64 Dragnót
Skarkoli 879 kg
Sandkoli 90 kg
Skrápflúra 59 kg
Grásleppa 38 kg
Þorskur 30 kg
Samtals 1.096 kg
15.4.24 Elli P SU 206 Línutrekt
Steinbítur 2.130 kg
Þorskur 327 kg
Ýsa 33 kg
Samtals 2.490 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 15.4.24 395,03 kr/kg
Þorskur, slægður 15.4.24 544,39 kr/kg
Ýsa, óslægð 15.4.24 458,86 kr/kg
Ýsa, slægð 15.4.24 259,71 kr/kg
Ufsi, óslægður 15.4.24 102,15 kr/kg
Ufsi, slægður 15.4.24 252,99 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 15.4.24 243,14 kr/kg
Litli karfi 11.4.24 10,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 11.3.24 50,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

15.4.24 Ásdís ÍS 2 Dragnót
Skarkoli 1.836 kg
Sandkoli 81 kg
Þorskur 64 kg
Grásleppa 32 kg
Samtals 2.013 kg
15.4.24 Patrekur BA 64 Dragnót
Skarkoli 879 kg
Sandkoli 90 kg
Skrápflúra 59 kg
Grásleppa 38 kg
Þorskur 30 kg
Samtals 1.096 kg
15.4.24 Elli P SU 206 Línutrekt
Steinbítur 2.130 kg
Þorskur 327 kg
Ýsa 33 kg
Samtals 2.490 kg

Skoða allar landanir »