Nýtt hafrannsóknaskip verður smíðað

Bjarna Sæmundssyni verður lagt og nýtt hafrannsóknaskip smíðað.
Bjarna Sæmundssyni verður lagt og nýtt hafrannsóknaskip smíðað. mbl.is/Styrmir Kári

Á sérstökum hátíðarfundi Alþingis á Þingvöllum á miðvikudaginn í næstu viku mun Alþingi samþykkja þingsályktunartillögu um tvö verkefni, sem eru í þágu barna og ungmenna annars vegar og hafrannsókna hins vegar.

Ráðist verður í verkefnin í tilefni af aldarafmæli sjálfstæðis og fullveldis Íslands.

Í tillögu til þingsályktunar, sem hefur verið birt á vef Alþingis segir að hafin verði smíði hafrannsóknaskips með framlagi af fjárlögum næstu þrjú ár. 300 milljónum verður varið til hönnunar og undirbúnings smíðinnar á árinu 2019 og 3,2 milljörðum króna verður svo varið í smíði skipsins á árunum 2020 og 2021.

Bjarni Sæmundsson, annað skipa Hafrannsóknarstofnunar var smíðað árið 1970 og segir í þingsályktunartillögunni að það sé „löngu búið að gegna sínu hlutverki“ og standist ekki lengur þær kröfur sem gerðar eru til rannsóknaskipa um aðbúna og tæki, auk þess að vera þungt í rekstri.

Barnamenningarsjóður stofnaður

Þá verður Barnamenningarsjóður Íslands stofnaður og mun hann samkvæmt þingsályktunartillögunni fá 100 milljónir króna af fjárlögum næstu fimm ár, 2019-2023, en sjóðurinn mun hafa að markmiði að fjármagna og styrkja verkefni á sviði barnamenningar.

„Gert er ráð fyrir því að styrkt verði verkefni sem efla lýðræðisþátttöku barna og ungmenna og verkefni sem hvetja til aukinnar þátttöku barna í stefnumótun og ákvörðunartöku í nærsamfélagi þeirra. Er hér gert ráð fyrir að um verði að ræða verkefni sem lagt geti grunn að framtíðarþátttöku barna í lýðræðisstarfi og stuðli að aukinni kosningaþátttöku framtíðarkynslóða,“ segir í greinargerð með þingsályktunartillögunni.

Undirbúningur fyrir hátíðarfund Alþingis við Lögberg á Þingvöllum er í …
Undirbúningur fyrir hátíðarfund Alþingis við Lögberg á Þingvöllum er í fullum gangi. mbl.is/Arnþór Birkisson
mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 23.4.24 454,31 kr/kg
Þorskur, slægður 23.4.24 531,95 kr/kg
Ýsa, óslægð 23.4.24 230,61 kr/kg
Ýsa, slægð 23.4.24 143,44 kr/kg
Ufsi, óslægður 23.4.24 180,22 kr/kg
Ufsi, slægður 23.4.24 227,61 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 23.4.24 179,98 kr/kg
Litli karfi 19.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

24.4.24 Sædís EA 54 Handfæri
Ufsi 164 kg
Karfi 86 kg
Samtals 250 kg
24.4.24 Ísak AK 67 Grásleppunet
Þorskur 1.289 kg
Grásleppa 623 kg
Samtals 1.912 kg
24.4.24 Emilía AK 57 Grásleppunet
Grásleppa 2.478 kg
Þorskur 402 kg
Steinbítur 23 kg
Samtals 2.903 kg
24.4.24 Vestmannaey VE 54 Botnvarpa
Ýsa 27.235 kg
Þorskur 8.204 kg
Karfi 346 kg
Samtals 35.785 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 23.4.24 454,31 kr/kg
Þorskur, slægður 23.4.24 531,95 kr/kg
Ýsa, óslægð 23.4.24 230,61 kr/kg
Ýsa, slægð 23.4.24 143,44 kr/kg
Ufsi, óslægður 23.4.24 180,22 kr/kg
Ufsi, slægður 23.4.24 227,61 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 23.4.24 179,98 kr/kg
Litli karfi 19.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

24.4.24 Sædís EA 54 Handfæri
Ufsi 164 kg
Karfi 86 kg
Samtals 250 kg
24.4.24 Ísak AK 67 Grásleppunet
Þorskur 1.289 kg
Grásleppa 623 kg
Samtals 1.912 kg
24.4.24 Emilía AK 57 Grásleppunet
Grásleppa 2.478 kg
Þorskur 402 kg
Steinbítur 23 kg
Samtals 2.903 kg
24.4.24 Vestmannaey VE 54 Botnvarpa
Ýsa 27.235 kg
Þorskur 8.204 kg
Karfi 346 kg
Samtals 35.785 kg

Skoða allar landanir »