Ísland færist ofar á lista yfir veiðar

Veitt magn af uppsjávarfiski var rúmum 314 þúsund tonnum meira …
Veitt magn af uppsjávarfiski var rúmum 314 þúsund tonnum meira en af botnfiski. Ljósmynd/Þröstur Njálsson

Ísland er í 17. sæti á meðal stærstu fiskveiðiþjóða heims, með um 1,3% hlutdeild þess aflamagns sem veitt er á heimsvísu, og sú þriðja stærsta þegar litið er til ríkja Evrópu.

Aðeins Rússar og Norðmenn veiða meira en Íslendingar í heimsálfunni, en við erum með um 8% hlutdeild af heildarveiðum í Evrópu. Þegar veiði Evrópulandanna er skoðuð með hliðsjón af fjölda íbúa veiðir Ísland mest á hvern íbúa næst á eftir Færeyingum, eða um 3,2 tonn á mann.

Þetta er meðal þess sem fram kemur í nýrri skýrslu Íslandsbanka um stöðu sjávarútvegsins. Ljóst er af gögnum bankans að Kína er stórtækasta fiskveiðiþjóð heims, en skip Asíuríkisins veiddu alls 17,4 milljónir tonna árið 2017, eða um 19% af veiðum á heimsvísu.

Ísland hefur undanfarin ár færst sífellt ofar á þessum lista og hefur því aukið veiðar sínar umfram aðrar þjóðir á listanum. Fiskveiðar Íslands jukust um 10% á milli ára og horfur eru á 8% aukningu á aflamagni í ár.

Hætt er þó við að tæplega 2% samdráttur verði á næsta ári, vegna skertra aflaheimilda til veiða á uppsjávartegundum á borð við makríl, loðnu og kolmunna.

Verðmæti aukist um 15% í ár

Í skýrslu bankans er bent á að verðþróun í krónum hafi verið íslenskum sjávarútvegi hagstæð undanfarið, bæði vegna hækkunar á heimsmarkaði og vegna gengisfalls krónu frá ágústlokum.

Þessi þróun muni hafa áhrif á útflutningstekjur næstu misserin og er gert ráð fyrir að útflutningsverðmæti aukist um 15% á þessu ári frá því í fyrra, og um 7% til viðbótar á næsta ári.

Fram kemur að Bretland sé stærsta viðskiptaþjóð sjávarútvegsins, en þangað voru fluttar sjávarafurðir að verðmæti um 31 ma. kr., eða um 16% af heildarverðmæti útfluttra sjávarafurða.

Þegar litið er til magns er mest flutt út til Noregs, um 123 þúsund tonn, sem nemur um 20% af heildarútflutningi sjávarafurða, en að mestu er um að ræða mjöl og lýsi.

Tonn af botnfiski verðmætara

Ljóst er, þegar skipting afla og aflaverðmætis er skoðuð eftir tegundum, að mikið veitt magn skilar sér ekki endilega í miklu verðmæti. Veitt magn af botnfiski nam til að mynda um 426 þúsund tonnum, eða um 36% af heildarmagni aflans árið 2017, en það skilaði verðmæti upp á rúma 76 milljarða króna, eða um 69% af heildarverðmæti aflans.

Veitt magn af uppsjávarfiski var rúmum 314 þúsund tonnum meira en af botnfiski, en heildarverðmæti uppsjávarfiskaflans voru þó ekki nema um 41% af heildarverðmæti botnfiskaflans, eða um 31 milljarður króna. Hvert tonn af botnfiski skilaði því rúmlega fjórum sinnum meira aflaverðmæti en hvert tonn af uppsjávarfiski á síðasta ári.

Næstur á eftir ferðaþjónustu

Loks er tekið fram að miðað við tölur á fyrri hluta ársins 2018 aflar sjávarútvegurinn þjóðarbúinu mestra gjaldeyristekna næst á eftir ferðaþjónustunni, sem hefur aukið hlut sinn verulega frá árinu 2010.

Útflutningsverðmæti sjávarafurða nema 19% af gjaldeyristekjum hagkerfisins af vöru- og þjónustuútflutningi á fyrri hluta ársins.

Skipar því sjávarútvegurinn enn mikilvægan sess þegar kemur að öflun gjaldeyristekna og mun gera það áfram á komandi árum, að mati bankans.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 18.4.24 501,21 kr/kg
Þorskur, slægður 18.4.24 634,24 kr/kg
Ýsa, óslægð 18.4.24 371,38 kr/kg
Ýsa, slægð 18.4.24 140,96 kr/kg
Ufsi, óslægður 18.4.24 197,72 kr/kg
Ufsi, slægður 18.4.24 265,14 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 18.4.24 172,97 kr/kg
Litli karfi 18.4.24 70,38 kr/kg
Blálanga, óslægð 11.3.24 50,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

18.4.24 Hrefna ÍS 267 Landbeitt lína
Steinbítur 8.181 kg
Þorskur 404 kg
Skarkoli 88 kg
Ýsa 78 kg
Samtals 8.751 kg
18.4.24 Eyrarröst ÍS 201 Landbeitt lína
Steinbítur 3.179 kg
Þorskur 460 kg
Skarkoli 160 kg
Ýsa 94 kg
Samtals 3.893 kg
18.4.24 Sæli BA 333 Lína
Þorskur 1.581 kg
Ýsa 18 kg
Skarkoli 17 kg
Samtals 1.616 kg
18.4.24 Fríða Dagmar ÍS 103 Lína
Steinbítur 923 kg
Ýsa 369 kg
Þorskur 199 kg
Hlýri 78 kg
Skarkoli 56 kg
Langa 25 kg
Ufsi 18 kg
Samtals 1.668 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 18.4.24 501,21 kr/kg
Þorskur, slægður 18.4.24 634,24 kr/kg
Ýsa, óslægð 18.4.24 371,38 kr/kg
Ýsa, slægð 18.4.24 140,96 kr/kg
Ufsi, óslægður 18.4.24 197,72 kr/kg
Ufsi, slægður 18.4.24 265,14 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 18.4.24 172,97 kr/kg
Litli karfi 18.4.24 70,38 kr/kg
Blálanga, óslægð 11.3.24 50,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

18.4.24 Hrefna ÍS 267 Landbeitt lína
Steinbítur 8.181 kg
Þorskur 404 kg
Skarkoli 88 kg
Ýsa 78 kg
Samtals 8.751 kg
18.4.24 Eyrarröst ÍS 201 Landbeitt lína
Steinbítur 3.179 kg
Þorskur 460 kg
Skarkoli 160 kg
Ýsa 94 kg
Samtals 3.893 kg
18.4.24 Sæli BA 333 Lína
Þorskur 1.581 kg
Ýsa 18 kg
Skarkoli 17 kg
Samtals 1.616 kg
18.4.24 Fríða Dagmar ÍS 103 Lína
Steinbítur 923 kg
Ýsa 369 kg
Þorskur 199 kg
Hlýri 78 kg
Skarkoli 56 kg
Langa 25 kg
Ufsi 18 kg
Samtals 1.668 kg

Skoða allar landanir »