Hafa ekki haft neikvæð efnahagsáhrif

Hvalveiðiskip á siglingu.
Hvalveiðiskip á siglingu. mbl.is/Árni Sæberg

Fullyrðingar um neikvæð áhrif hvalveiða á íslenskt efnahagslíf eiga ekki við rök að styðjast samkvæmt niðurstöðum skýrslu Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands um þjóðhagsleg áhrif hvalveiða sem unnin var fyrir atvinnuvegaráðuneytið og kynnt í dag.

Fram kemur í skýrslunni að gögn bendi þannig ekki til þess að hvalveiðar hafi slæm áhrif á íslenskt efnahagslíf. Einkum og sér í lagi sé ekki að finna marktækar vísbendingar um að hvalveiðar dragi úr ferðum útlendinga hingað til lands að neinu ráði.

Þrátt fyrir að Grænfriðungar og önnur umhverfissamtök hafi rekið mikla herferð til þess að fá fólk til þess að ferðast ekki til Íslands á meðan Íslendingar veiddu hvali í vísindaskyni á seinni hluta 9. áratugar síðustu aldar hafi erlendum ferðamönnum engu að síður fjölgað um 34% frá 1986 til 1990 eða fjórum prósentum meira en í Bretlandi á sama tíma.

„Ekki þarf að rifja upp fjölgun erlendra ferðamanna eftir 2009. Ekki er þar heldur að finna augljós merki um að hvalveiðar fæli fólk héðan. Ekki er heldur að sjá að hvalveiðar hafi dregið úr áhuga á hvalaskoðun hér við land,“ segir enn fremur og bent á að stærsti hluti hvalveiða við Ísland séu á langreyði og fari þær fram langt utan hvalaskoðunarsvæða.

Íslendingum tekist að stýra hvalveiðum af ábyrgð

Fram kemur að Íslendingar hafi veitt innan við 1% af öllum hvölum sem veiddir hafi verið í heiminum frá stríðslokum og fram að banni Alþjóðahvalveiðiráðsins árið 1986. „Eftir 1986 er hlutfall Íslendinga af veiddum hvölum í heiminum um 3%. Gögnin sýna einnig að Íslendingar hafa náð að stýra hvalveiðum af ábyrgð. Þeir hafa bannað veiðar úr stofnum sem standa illa. Slæma stöðu sumra hvalastofna við landið hefur að mestu leyti mátt rekja til ofveiði annars staðar á hnettinum.“

Rannsóknir bendi til þess að hvalir hafi veruleg áhrif á aðra nytjastofna við Ísland. „Stofnar hrefnu og langreyðar við Ísland eru taldir vera af svipaðri stærð í dag og fyrir tíma hvalveiða, langreyðastofninn jafnvel stærri. Ef stofnar hrefnu og langreyðar væru 40% minni, gæti verðmæti afla Íslendinga aukist um á annan tug milljarða króna á ári – og það eingöngu vegna beins afráns.“

Hvalveiðar hluti af hagkvæmri nýtingu náttúruauðlinda

Fram kemur enn fremur að hagnaður af hvalaskoðun og hvalveiðum hafi verið lítill á síðustu árum. Fleiri starfi við hvalaskoðun en laun séu mun hærri hjá þeim sem starfað hafa hjá Hval hf. Bent er á að hvölum hafi fjölgað mikið við Ísland undanfarna áratugi. Eðlilegt virðist að skilgreina fleiri hvalategundir sem nytjastofna sem veiða megi úr ef staða þeirra leyfir.

„Með skynsamlegri nýtingu náttúruauðlinda og auknum milliríkjavíðskiptum tókst Íslendingum að fara úr því að vera með fátækustu þjóðum Evrópu og ná lífskjörum sem eru með því besta sem þekkist í veröldinni. Þegar allt er skoðað virðast hvalveiðar vera hluti af hagkvæmri nýtingu náttúruauðlinda landsmanna.“

Þá segir að rannsóknir sýni að hvalaskoðun geti haft áhrif á hegðun hvala og truflað þá í fæðuleit. „Eðlilegt er að um hana gildi reglur sem tryggja hagkvæma nýtingu með sjálfbærni og virðingu fyrir náttúrunni að leiðarljósi. Ef of mörg hvalaskoðunarfyrirtæki elta hvali á litlu svæði er hætt við að hvalir forðist svæðið og afkomu greinarinnar sé stefnt í hættu,“ segir enn fremur. Mörg lönd hafi sett reglur um hvalaskoðun.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 25.4.24 425,86 kr/kg
Þorskur, slægður 25.4.24 527,13 kr/kg
Ýsa, óslægð 25.4.24 191,99 kr/kg
Ýsa, slægð 25.4.24 150,72 kr/kg
Ufsi, óslægður 25.4.24 122,07 kr/kg
Ufsi, slægður 25.4.24 172,26 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 25.4.24 162,06 kr/kg
Litli karfi 24.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

25.4.24 Hólmi NS 56 Grásleppunet
Grásleppa 3.357 kg
Þorskur 383 kg
Ýsa 23 kg
Samtals 3.763 kg
25.4.24 Magnús HU 23 Grásleppunet
Grásleppa 3.836 kg
Samtals 3.836 kg
25.4.24 Rún NS 300 Grásleppunet
Grásleppa 1.853 kg
Þorskur 296 kg
Skarkoli 100 kg
Samtals 2.249 kg
25.4.24 Patrekur BA 64 Dragnót
Skarkoli 1.853 kg
Þorskur 271 kg
Sandkoli 102 kg
Ýsa 8 kg
Samtals 2.234 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 25.4.24 425,86 kr/kg
Þorskur, slægður 25.4.24 527,13 kr/kg
Ýsa, óslægð 25.4.24 191,99 kr/kg
Ýsa, slægð 25.4.24 150,72 kr/kg
Ufsi, óslægður 25.4.24 122,07 kr/kg
Ufsi, slægður 25.4.24 172,26 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 25.4.24 162,06 kr/kg
Litli karfi 24.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

25.4.24 Hólmi NS 56 Grásleppunet
Grásleppa 3.357 kg
Þorskur 383 kg
Ýsa 23 kg
Samtals 3.763 kg
25.4.24 Magnús HU 23 Grásleppunet
Grásleppa 3.836 kg
Samtals 3.836 kg
25.4.24 Rún NS 300 Grásleppunet
Grásleppa 1.853 kg
Þorskur 296 kg
Skarkoli 100 kg
Samtals 2.249 kg
25.4.24 Patrekur BA 64 Dragnót
Skarkoli 1.853 kg
Þorskur 271 kg
Sandkoli 102 kg
Ýsa 8 kg
Samtals 2.234 kg

Skoða allar landanir »