Pistlar:

25. janúar 2017 kl. 16:54

Vil­hjám­ur Birg­is­son

Sjó­menn verða af 8 millj­örðum vegna verðmun­ar á mak­ríl

Það ætti ekki að hafa farið fram hjá nein­um að verk­fall sjó­manna hef­ur nú staðið yfir í rúm­ar 6 vik­ur og hjá sjó­mönn­um rík­ir gríðarleg gremja, reiði, tor­tryggni og van­traust gagn­vart út­gerðamönn­um. En af hverju er þetta gríðarlega van­traust til staðar?

Hér verður fjallað um eitt atriði sem fjöl­marg­ir sjó­menn hafa nefnt sér­stak­lega og það er verðmynd­un á upp­sjáv­ar­afla þar sem veiðar og vinnsla eru á sömu hendi.

Slá­andi verðmun­ur

Það er gjör­sam­lega slá­andi að sjá þann gríðarlega verðmun sem er t.d. á síld og mak­ríl milli Íslands og Nor­egs eins og hef­ur komið fram í frétt­um til dæm­is hér og hér. 

Í þessu sam­hengi er rétt að benda á að árið 2015 voru seld 184 þúsund tonn í gegn­um sölu­kerfi norska síld­ar­sam­lags­ins og var meðal­verðið 7,98 norsk­ar krón­ur á kíló, eða tæp­ar 113 krón­ur ís­lensk­ar. Á Íslandi voru veidd um 168 þúsund tonn af mak­ríl og var meðal­verðið á Íslandi sama ár ein­ung­is 62 krón­ur á kíló sam­kvæmt Hag­stofu Íslands.

Þetta þýðir að í Nor­egi var verð á mak­ríl 82% hærra en á Íslandi.

Afla­verðmæti á mak­ríl árið 2015 var 10,4 millj­arðar hér á landi, en ef ís­lensk­ir sjó­menn hefðu fengið sama verð fyr­ir mak­ríl­inn og fékkst í Nor­egi þá hefði verðmætið numið numið tæp­um 19 millj­örðum! Hér mun­ar heil­um 8,6 millj­örðum sem þýðir að ef ís­lensk­ir sjó­menn hefðu fengið sama verð og í Nor­egi þá hefði afla­hlut­ur ís­lenskra sjó­manna auk­ist um tæpa 3,1 millj­arð!

144 krón­ur í Nor­egi en 64 krón­ur á Íslandi - fyr­ir sama fisk­inn

En hver skildi verðmun­ur­inn hafa verið fyr­ir síðustu mak­ríl­vertíð, það er að segja fyr­ir árið 2016?

Jú, fram hef­ur komið í frétt­um að í gegn­um sölu­kerfi norska síld­ar­sam­lags­ins hafi farið 133 þúsund tonn af mak­ríl og meðal­verðið hafi verið 10,23 krón­ur norsk­ar á kíló, eða rúm­ar 144 krón­ur ís­lensk­ar. En hvað skyldi meðal­verðið hafa verið á Íslandi á ár­inu 2016? Sam­kvæmt Hag­stof­unni veidd­ust rúm­lega 170 þúsund tonn og afla­verðmætið var 10,9 millj­arðar og meðal­verðið því 63,9 ís­lensk­ar krón­ur.

Takið eft­ir að í Nor­egi var á síðasta ári verið að greiða rúm­um 80 krón­um hærra verð fyr­ir kílóið að meðaltali fyr­ir mak­ríl en á Íslandi eða sem nem­ur 125%. Hugsið ykk­ur, ís­lensk­ir sjó­menn fá 125% minna verð fyr­ir mak­ríl en fæst fyr­ir hann í Nor­egi.

Sjó­menn verða af 5 millj­örðum vegna verðmun­ar­ins

Hvað þýðir þetta á manna­máli? Jú, ef ís­lensk­ir sjó­menn hefðu fengið sama verð og fékkst í Nor­egi árið 2016 þá hefði afla­verðmætið ekki verið 10,9 millj­arðar held­ur 24,5 millj­arðar, en hér er mis­mun­ur á afla­verðmæti upp á 13,6 millj­arða sem ger­ir það að verk­um að sjó­menn sem stunda mak­ríl­veiðar fá 4,9 millj­örðum minna í sinn hlut vegna þessa verðmun­ar á milli Íslands og Nor­egs.

Ef við tök­um árin 2015 og 2016 þá kem­ur í ljós að við veidd­um sam­tals 338 þúsund tonn og sam­an­lagt afla­verðmæti vegna mak­ríl­veiða á þess­um árum er á Íslandi  21,3 millj­arðar. Ef ís­lensk­ir sjó­menn hefðu hins veg­ar fengið sama verð og fæst í Nor­egi þá hefði afla­verðmætið verið 43,5 millj­arðar. Hér mun­ar 22,2 millj­örðum sem þýðir að þessi tvö ár er afla­hlut­ur sjó­manna 8 millj­örðum króna lægri vegna þess verðmun­ar sem er á milli Íslands og Nor­egs.

Kallað eft­ir út­skýr­ing­um

Útgerðarmenn verða að skýra hvernig í ósköp­un­um standi á þess­um gríðarlega verðmuni á mar­kíl á milli Íslands og Nor­egs. Hvernig geta út­gerðamenn skýrt það út að verð til sjó­manna hér á Íslandi, verð sem þeir nán­ast ákveða sjálf­ir hvert eigi að vera, skuli vera allt að 125% lægra en í Nor­egi?

Svo eru út­gerðamenn hissa að það ríki van­traust og tor­tryggni á milli þeirra og sjó­manna þegar svona gríðarleg­ur verðmun­ur blas­ir við sjó­mönn­um ár eft­ir ár. Hins veg­ar er einnig  rétt að geta þess að þessi gríðarlegi verðmun­ur er ekk­ert ein­skoraður við mak­ríl, þetta á líka við síld og loðnu.

All­ir tapa á und­ir­verðlagn­ingu fisks­ins

Ég ít­reka það að út­gerðar­menn verða að leggja allt á borðið og skýra sitt mál og reynd­ar er það eina í stöðunni að skipuð verði óháð rann­sókn­ar­nefnd af hinu op­in­bera og sú nefnd þarf að hafa víðtæk­ar heim­ild­ir til gagna­öfl­un­ar og rann­saka þetta ofan í kjöl­inn. Útgerðarmenn verða að út­skýra fyr­ir þjóðinni af hverju þessi gríðarlegi verðmun­ur staf­ar, því það eru ekki bara sjó­menn sem verða af gríðarleg­um fjár­mun­um þegar allt bend­ir til þess að ekki sé verið að selja afl­ann á hæsta verði, held­ur verður rík­is­sjóður, sveitar­fé­lög og hafn­ar­sjóðir af mikl­um skatt­tekj­um vegna þessa.

Útgerðamenn hafa alltaf sagt að þeir hafi ekk­ert að fela hvað varðar verðmynd­un á upp­sjáv­ar­afla sem þeir nán­ast ákveða ein­hliða. Ef þeir hafa ekk­ert að fela þá hljóta þeir að taka und­ir þá hug­mynd að skipuð verði óháð rann­sókn­ar­nefnd sem hafi víðtæk­ar rann­sókn­ar­heim­ild­ir og kanni hvernig stend­ur á því að ef við hefðum fengið sama verð fyr­ir mak­ríl og fékkst í Nor­egi þá hefði afla­verðmæti á síðustu 2 árum verið 22,2 millj­örðum hærra en raun­in varð. Kannski eru til eðli­leg­ar skýr­ing­ar á þess­um gríðarlega verðmun eins og út­gerðarmenn vilja meina en það eru rík­ir al­manna­hags­mun­ir fyr­ir því að ráðist verði taf­ar­laust í að finna skýr­ingu á þess­um gríðarlega verðmuni á milli Íslands og Nor­egs. 

Ég vil líka að lok­um minna út­gerðarmenn á grein í kjara­samn­ingi sjó­manna við Sam­tök fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi þar sem skýrt er kveðið á um að út­gerðarmenn skuli tryggja skip­verj­um hæsta gang­verð fyr­ir fisk­inn.

Til að eyða van­trausti og tor­tryggni á milli sjó­manna og út­gerðarmanna verða verðlags­mál á sjáv­ar­af­urðum að vera haf­in yfir all­an vafa, en slíku er ekki til að dreifa í dag. Alla vega ekki hvað varðar verðlagn­ingu á upp­sjáv­ar­afla. 

Vil­hjám­ur Birg­is­son

Formaður Verkalýðsfélags Akraness.